Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 28

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 28
VIÐBURÐUR / EVENT HINSEGIN OG ATVINNULÍFIÐ QUEER IN THE WORKPLACE 5. ágúst kl. 15:00. Staðsetning verður auglýst á vefsíðu Hinsegin daga August 5th, 3 pm. Location will be published on reykjavikpride.is Hinsegin dagar, í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, halda námskeið um hinsegin fólk og atvinnulífið. Þetta er annað árið í röð sem Nasdaq fær jafnréttisviðurkenningu Human Rights Campaign Foundation (Corporate Equality Index) fyrir að stuðla að jafnrétti allra á vinnustöðum, óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Richard Taylor, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq, fjallar um hvað fyrirtæki geta gert til að tryggja öryggi og vellíðan allra á vinnustað, hvort sem í hlut á hinsegin fólk eða aðrir minnihlutahópar í samfélaginu. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og atvinnulífsins taka einnig þátt í viðburðinum. Nánari upplýsingar á vefsíðu Hinsegin daga. Frítt inn, viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku Reykjavik Pride and Nasdaq invite you to a workshop on LGBTQ+ people in the workplace. This is their second year of collaboration, as well as the second year of Nasdaq being recognized by The Human Rights Campaign Foundation as a “Best Place to Work for LGBTQ Equality”. Richard Taylor, VP Employee Experience, will speak about what companies specifically, can do to be safe, welcoming and inclusive places for not only LGBTQ+ people but also other minorities. Representatives from the Icelandic public and private sectors will also be present. More information on www.reykjavikpride.is Free admission, the event is in English and Icelandic VIÐBURÐUR / EVENT HOMMASPJALLIÐ THE GAY TALK Matur og drykkur, 5. águst kl. 18–20 Matur og drykkur, August 5th, 6-8 pm Hommar voru alltaf til á Íslandi en komust ekki almennilega í sviðsljósið fyrr en með stofnun Samtakanna ’78. Hvernig voru þessi fyrstu ár? Hvernig var hommalífið á áttunda og níunda áratugnum? Var þetta allt ein þrautaganga eða var kannski svolítið gaman á bak við luktar dyr? Og hver er staðan í dag? Felix Bergsson stjórnar umræðum með valinkunnum hommum af þremur kynslóðum sem veita okkur innsýn í lífshlaup sitt og tilfinningar. Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku Felix Bergsson facilitates the discussion with well known gays from three generations, willing to share their stories and emotions. In between sharing we enjoy the entertainment of song and comedy. Free admission, the event is in Icelandic LJÓÐASAMKEPPNI HINSEGIN DAGA Hinsegin skúffuskáld eru hvött til þess að senda sín allra bestu ljóð, á netfangið huslestrar@ gmail.com fyrir mánudaginn 27. Júlí. Ljóðin mega vera á hvaða tungumáli sem er en ekki er ábyrgst að dómnefnd skilji önnur tungumál en íslensku og ensku. Dómnefndin fær ljóðin nafnlaus og verður ekki upplýst um nöfn sigurvegara keppninnar fyrr en á Hýrum húslestrum 7. ágúst nk. Í dómnefnd að þessu sinni sitja Gerður Kristný, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Viðar Eggertsson. REYKJAVÍK PRIDE POETRY CONTEST We urge all queer poets, to pull out their notebooks and send their best to huslestrar@ gmail.com before Monday the 27th of July. The poems can be written in any language but we can not guarantee that the judges can understand languages other than English or Icelandic. The winner will be announced on the 7th of August at the QueerReads event (note that QueerReads is in Icelandic only).

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.