Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Side 31
VIÐBURÐUR / EVENT
VIÐBURÐUR / EVENT
VIÐBURÐUR / EVENT
DIE SCHÖNE MÜLLERIN
NOT A WORD ABOUT MY SAD FACE
Tjarnarbíó, 5. ágúst kl. 19:30
Miðaverð: 3.300 kr. í forsölu en hækkar
1. ágúst í 4.400 kr.
Tjarnarbíó, August 5th, 7:30 pm
Admission: 3.300 ISK in pre-sale, 4400 ISK
after August 1st
Malarastúlkan fagra (Die schöne müllerin) eftir Franz Schubert
við ljóð Wilhelms Müller er einn ástsælasti ljóðaflokkur
tónbókmenntanna. Gestum er boðið á einstakan viðburð
þar sem dáleiðandi ópera og kynusli setja tilveruna í annað
samhengi.
Die schöne Müllerin by Franz Schubert, based on poems by
Wilhelm Müller, is one of the most beloved poetry collections in
music literature. Guests are invited to a unique experience where
the mesmerizing opera and gender roles put reality in a different
perspective.
DJAMMSÖGUGANGA
QUEER PARTY WALK
Hlemmur, 6. ágúst kl. 16
Miðaverð: 4.900 kr. – drykkir
innifaldir!
Hlemmur, August 6th, 4 pm
Admission: 4.900 ISK – drinks included!
Íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum,
síðar leituðu lesbíurnar skjóls í Stúdentakjallaranum áður en dragið
blómstraði á Rauðu myllunni. Íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið
alls konar í gegnum árin – leynt og ljóst, hávært og lágvært.
Fyrir rúmum tíu árum birtist ítarleg og hressandi úttekt Hilmars Hildar-
Magnússonar á skemmtanalífi hinsegin fólks í gegnum tíðina í veglegu 30
ára afmælisriti Samtakanna ’78. Nú er tilvalið að rýna í úttektina og það á
fæti! Gengið verður um miðborgina og valdar söguslóðir kannaðar, dreypt
á hressandi drykkjum auk þess sem síðastliðinn áratugur og rúmlega
það, sem enn er óskráður, verður tekinn fyrir. Gengið verður frá Hlemmi
kl. 16 og endað í nálægð við Gamla bíó en þar mun Dragkeppni Íslands
fara fram kl. 20. Að sjálfsögðu er áfengi innifalið! Leiðsögn á íslensku og
ensku ef þarf. Athugið: Afar takmarkað miðaframboð! Miðasala á
hinsegindagar.is
Icelandic gays flirted with the soldiers at Hotel Borg back in the days. Later on,
the lesbians hid at Stúdentakjallarinn (the Student Cellar) but eventually the
drag scene started to bloom at Rauða myllan (our very own Moulin Rouge).
Sometimes the queer nightlife has been hidden, and sometimes it has been
out and loud.
If you want to hear more about our queer nightlife in the past decades you
should join us on the Icelandic queer pub crawl. We will walk around a few of
our historical places and hear stories, but of course we‘ll have something to
drink as well, which is included in the admission fee. Our approximately 2,5
hours journey starts at Hlemmur at 4 p.m. and ends close to Gamla bíó where
the The Icelandic Royal Drag Competition will take place at 8 p.m. Tour in
Icelandic and English. Limited number of tickets! Ticket sale on reykjavikpride.is
HINSEGIN KARLASTUND
QUEER MEN’S NIGHT
Matur og drykkur, 5. ágúst kl. 20:00
Matur og drykkur, August 5th, 8 pm
Dásamleg kvöldstund fyrir karla og kynsegin fólk sem hrífst
af körlum þar sem spjall og kokteildrykkja verður í fyrirrúmi.
Plötusnúður sér um að halda uppi góðri stemningu á meðan
samræðurnar flæða ásamt sérframreiddum kokteil kvöldsins.
Aðrir drykkir verða á happy hour verði allt kvöldið. Viðburðurinn
er haldinn í stoltu samstarfi við Reykjavík Bear og Hump Day
Social. Frítt inn, 20 ára aldurstakmark
A fabulous evening of cocktails and chit-chat for men and
genderqueer people who are attracted to men. From 8 pm and
onwards, a DJ will set the lounge atmosphere for the evening
while the bartenders prepare a signature cocktail. Other drinks will
be on happy hour throughout the evening. Proudly co-hosted by
Reykjavík Bear and Hump Day Social.
Free admission, age limit is 20
31