Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 38

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 38
Gleðigangan mín Gleðiganga Hinsegin daga, hvar sem þú vilt ganga, 8. ágúst kl. 14:00 Gleðigangan árið 2020 verður ekki ein heldur fjölmargar minni gleðigöngur, sem fara fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og um land allt! Frá upphafi Gleðigöngunnar hafa einstaklingar og hópar skipulagt eigin atriði og þau munu nú einnig skipuleggja eigin gönguleið. Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi. Vinahópur gengur upp Helgafellið eða meðfram Ægisíðunni, annar röltir kringum Rauðavatn, sá þriðji er fjölskylda sem gengur í Gróttu, sá fjórði vinnufélagar sem ganga Hafnarstrætið á Akureyri og fimmti áhöfnin sem stikar Fjarðargötuna á Seyðisfirði. Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað kl. 14 laugardaginn 8. ágúst, hvar sem þátttakendur vilja ganga, sýna stuðning sinn við réttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Við biðjum alla þátttakendur að fara um gangandi, hjólandi eða á hjólaskautum og fara eftir öllum umferðarreglum. Stærri hópar, sem hafa tekið þátt í göngunni undanfarin ár, t.d. Intersex Ísland, Trans Ísland, BDSM á Íslandi, Ásar á Íslandi, Samtökin ’78 og Dragsúgur, þurfa að skrá sig hjá Hinsegin dögum svo yfirsýn fáist yfir hverjir ganga hvar. Hægt verður að fylgjast með framgangi gleðiganga á hinum ýmsu miðlum og þátttakendur eru hvattir sem aldrei fyrr til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum. #stoltskref #takeaproudwalk #reykjavikloves #reykjavikpride2020 #reykjavikpride #glediganganmin Stolt í hverju skrefi Take a Proud Walk Höfundur: Lilja Ósk Magnúsdóttir The Reykjavik Pride Parade 2020 will be many small parades all around the country and the capital area. We encourage groups, couples, friends and families to go out for a walk on Saturday August 8th at 14:00 wherever they are, embrace the colors of the rainbow and convey some message that addresses the realities of LGBTQ people. If you are a part of a group and wish to join The Reykjavík Pride Parade this year, you must apply by filling out a special application form. This form can be found on reykjavikpride. is and must be completed for you to be eligible to participate in the parade. 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.