Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 45

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 45
VIÐBURÐUR / EVENT VIÐBURÐUR / EVENT EIN SAGA – EITT SKREF ONE STORY – ONE STEP Hallgrímskirkja, 8. ágúst, kl. 13 Hallgrímskirkja Church, August 8th, 1 pm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, kynnir verkefnið Ein saga – Eitt skref, í samstarfi við Samtökin ’78. Tilgangur verkefnisins er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar. Fyrsta skrefið verður að safna persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í gegnum árin. Frásagnirnar verða síðar gerðar aðgengilegar og m.a. hengdar upp í kirkjum hringinn í kringum landið næsta vor til vitnis um erfiða sögu sem mikilvægt er að endurtaki sig ekki, en einnig um þjáningu, baráttu og vilja hinsegin fólks til að öðlast viðurkenningu, frelsi og mannréttindi. Viðburðurinn verður í hliðarsal Hallgrímskirkju 8. ágúst og hefst kl. 13. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið í samstarfi við ÆSKÞ, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar. The bishop of Iceland, Agnes M. Sigurðardóttir, will introduce the project One story - One step in Hallgrímskirkja Church. The project is made in collaboration with Samtökin ’78 – the National Queer Organisation of Iceland. Its main purpose is to bring to light and learn from the history of discrimination against queer people within the church. The first step is to collect personal stories of prejudice and the The Evangelical Lutheran church of Iceland’s opposition to the human rights of queer people through the years. Next spring, the stories will be presented in churches all around the country as testament to a difficult history that must not repeat itself, as well as to the pain, struggle and strong will of people to gain recognition, freedom and human rights. At 2 pm, the rainbow flag will be raised outside churches all around Iceland. FJAÐRAFOK - GLEÐIGANGAN Í 20 ÁR FJAÐRAFOK CHRONICLES THE TWENTY YEARS OF PRIDE PARADING IN ICELAND Tjarnarbíó, 9. ágúst kl. 16 Tjarnarbíó, August 9th, 4 pm Heimildarmyndin Fjaðrafok rekur forsögu og 20 ára sögu Gleðigöngunnar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona hefur frá upphafi safnað saman myndskeiðum úr göngunum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Nú hefur hún og samstarfsfólk hennar, Felix Bergsson, umsjónarmaður myndarinnar, og Halla Kristín Einarsdóttir handritshöfundur, tekið viðtöl við fjölda fólks til viðbótar, sem rifjar upp þátttöku sína í Gleðigöngunni og lýsir hvaða áhrif og þýðingu hún hefur haft á íslenskt samfélag og fyrir hinsegin samfélagið. Heimildarmyndin er framleidd af Krumma Films í samstarfi við Hinsegin daga og RÚV. Frítt inn The documentary Fjaðrafok chronicles the twenty years of pride parading in Iceland. Film maker Hrafnhildur Gunnarsdóttir has shot the parade from the beginning. She mixes old material and new interviews with people who reminisce about their participation in the parade, what its impact on society has been in general, and what Pride means for the LGBTQ+ community. Produced by Krumma Films, in cooperation with Reykjavik Pride and the Icelandic National Broadcasting Service (RÚV) Free admission 45

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.