Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 50

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 50
VIÐBURÐUR / EVENT VIÐBURÐUR / EVENT Á HINSEGIN NÓTUM ON THAT QUEER NOTE Klassískir tónleikar í Norðurljósum Hörpu, 10. ágúst kl. 20:30 A classical music concert, Harpa (Norðurljós), 10 August, 8:30 PM Fjölbreyttir og spennandi tónleikar þar sem hljóma verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar, m.a. Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Einnig verða flutt verk eftir franska barokktónskáldið Jean-Baptiste Lully og hina ensku Ethel Smyth. Flytjendur eru í fremstu röð meðal íslenskra tónlistarmanna: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari sem jafnframt kynnir efnisskrána á sinn lipra og skemmtilega hátt. Frábær skemmtun fyrir alla sem unna góðri tónlist. Tónleikarnir taka um klukkustund án hlés. Miðaverð: 1.000 kr. Miðar eru seldir í Hörpu og á www. harpa.is. Many of the world’s leading composers have been queer, and this concert celebrates their fascinating and varied achievements. The programme includes works by Tchaikovsky, Poulenc, Britten, Barber, and Sondheim, as well as the French baroque composer Jean-Baptiste Lully and the rarely performed English composer Ethel Smyth. The performers are among Iceland’s leading classical musicians, including Sigrún Eðvaldsdóttir (violin), Eyjólfur Eyjólfsson (tenor), Hallveig Rúnarsdóttir (soprano), and the pianist Árni Heimir Ingólfsson. An entertaining evening for all who enjoy good music. The concert lasts about an hour without intermission. Admission: 1.000 ISK. Tickets are sold in Harpa and on harpa.is. Please note that the concert pieces will be introduced in Icelandic. REGNBOGAHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR FAMILY RAINBOW FESTIVAL Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, 9. ágúst, kl. 10–14 Reykjavik Family Park and Zoo, August 9th, 10–2 pm Regnbogahátíð fjölskyldunnar verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í ár. Hinsegin foreldrar ásamt Hinsegin dögum bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir gesti á öllum aldri. Skemmtiatriði, leikir og góðgæti fyrir unga sem aldna. Við hlökkum til að sjá ykkur! Frítt inn The Family Rainbow festival will take place in Reykjavik Family Park and Zoo. Queer parents along with Reykjavik Pride will offer a colourful programme for guests of all ages. Entertainment, outdoor games, and a bite to eat for everyone. We look forward to seeing you there! Free admission Ætlar þú að standa fyrir litríkum viðburði í tilefni Hinsegin daga? Láttu okkur þá endilega vita í gegnum off-venue skráningarformið á hinsegindagar.is. Við birtum upplýsingar um þá viðburði sem falla að markmiðum hátíðarinnar. Are you planning a colourful event to celebrate Reykjavik Pride? Let us know through the off-venue register form on our website. We publish information on all events that conform to our guidelines.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.