Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 51
Hlaðvarpshorn
Unnsteins
Unnsteinn Jóhannsson
er mörgum kunnur en
hann hefur verið virkur
í hinsegin samfélaginu
í áraraðir og komið þar
víða við. Unnsteinn er nú
varaformaður Samtakanna
’78 og þegar hann er ekki
að pakka inn múmínbollum
fyrir viðskiptavini Epal er
hann ýmist úti í göngutúr
með hundinn eða á róló
með dóttur sinni og
eiginmanni.
Unnsteinn á oft erfitt
með að slaka á en þegar
hann gerir það gerir hann
það með rauðvínsglasið í
annarri, afþurrkunarklútinn
í hinni og hlustar á gott
hlaðvarp meðan hann
vinnur heimilisverkin.
Unnsteinn hefur því orðið
yfirgripsmikla þekkingu á
þeim málum og deilir hér
með lesendum nokkrum af
sínum uppáhaldsþáttum.
við mér á marga vegu. Það
voru því sorgarfréttir sem
bárust í vor um að Nancy væri
að hætta. Þau hafa búið til
samfélag í kringum þættina
sína og eru í þessum töluðu
orðum að safna lista á opnu
Google Docs-skjali yfir öll
þau hinsegin hlaðvörp sem
hlustendur þeirra mæla
með. Ég mæli með að hlusta
á Nancy, en líka að skoða
listann þeirra og fylgja Tobin
og Kathy því þau eru bara
dásamleg.
Sex Nerd Sandra
Þetta hlaðvarp sameinar
áhugamál mín vel. Kynlíf og
hlaðvörp og það sem meira
er, þá er Sandra hinsegin
og „sex positive“. Í þessu
hlaðvarpi fær Sandra gesti
til sín til að fjalla um allt milli
himins og jarðar er kemur
að kynheilbrigði, kynlífi og
kynverunni. Þættirnir eru
oft mjög fyndnir en líka
ótrúlega fræðandi. Það er
svo gott að geta hlustað á
fólk tala saman á opinskáan
og skemmtilegan máta um
kynlíf. Hlaðvarpið er fyrir öll
þau sem eru ekki börn lengur
og ég mæli með að skella á
sig heyrnartólunum og fara
í langan og góðan göngutúr
með hund.
fjölskylduna og kynlíf. Selly
Thiam, Aida Holly-Nambi
og teymið þeirra hafa náð
að fanga athygli mína svo
um munar og er ég að
hámhlusta á þættina þessi
misserin. Þeir hafa allt sem
góð hlaðvörp þurfa, sögur
sem eru áhugaverðar og
vekja mann til umhugsunar,
persónulegar sögur sem ýta
við þeim sem hlusta. Það er
einmitt þetta sem hefur gert
mig að hlaðvarpsfíkli, að geta
fundið svona dýrmæta þætti
þar sem ég fæ að læra um líf
annarra og setja mig í spor
þeirra til að auka samkennd
og víðsýni mína.
Nancy
Nancy er eitt af
uppáhaldshlaðvörpunum
mínum. Stjórnendur þess
eru Tobin Low og Kathy Tu.
Það er augljóst að þau eru
góðir vinir, dýnamíkin milli
þeirra er algjörlega frábær
og dregur hlustandann að
þáttunum. Þau fjalla um
allan regnbogaskalann og
oft eru þættirnir jafn fallegir
og þeir eru erfiðir hlustunar.
Þau hafa opnað augu mín
fyrir hinseginleikanum og ýtt
Making Gay History
Mig rekur í minni að Ásta
Kristín Benediksdóttir hafi
mælt með þessu hlaðvarpi
inni á Hinseginspjallinu.
Það voru góð meðmæli. Eric
Markus leiðir okkur í gegnum
gömul viðtöl við hinsegin
hetjur sem öll hafa sett mark
sitt á baráttu hinsegin fólks
í Bandaríkjunum. Ég hef
margsinnis grátið við hlustun,
en á sama tíma hafa viðtölin
og þættirnir hvatt mig áfram
og ýtt við aktívistanum sem
lifir innra með mér. Það er í
raun algjörlega sturlað að
þessi viðtöl séu til og að
þessar raddir séu loksins
að fá að heyrast. Við getum
lært svo mikið af sögunni og
nýtt okkur þessar sögur sem
hvatningu til að gera betur
og halda áfram. Takk Ásta
Kristín fyrir að mæla með
þessu hlaðvarpi!
AfroQueer
Nýlega fór ég að hlusta á
AfroQueer sem eru þættir
um raunveruleika hinsegin
fólks víðs vegar í Afríku,
þvert á heimsálfuna.
Hlaðvarpið nær utan um allt
frá fallegum ástarsögum,
hvernig lagasetningar hafa
áhrif á líf og raunveruleika
hinsegin fólks, stéttskiptingu,
Don’t tell my mother
Svo má líka hlæja og hafa
gaman. Þessir þættir eru
samansafn af alls konar
sögum sem sagðar eru á
sviði fyrir framan áhorfendur.
Sögur sem mörg myndu
aldrei segja foreldrum sínum.
Það er smá tími síðan ég
hlustaði síðast en ég var
fljótur að brenna í gegnum
þættina og man að ég hló
mikið. Hinseginmálefni eru
tekin fyrir jafnt sem alls konar
önnur vandræðaleg móment
í lífi fólks. Það er eitthvað svo
ekta að heyra frá fólki segja
fullum sal af ókunnugum
frá sínum vandræðalegustu
sögum.
51