Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 64

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 64
EVRÓPUSAMBANDIÐ STENDUR MEÐ FJÖL- BREYTILEIKA MANNLÍFSINS ÞAÐ STENDUR MEÐ RÉTTINDUM HVERRAR MANNESKJU TIL AÐ VERA STOLT AF ÞVÍ HVER HÚN ER ÞAÐ STENDUR MEÐ RÉTTINDUM FÓLKS TIL AÐ SKILGREINA SIG EINS OG ÞVÍ SÝNIST OG ÞAÐ STENDUR SVO SANNARLEGA MEÐ RÉTTINDUM ÞÍNUM TIL AÐ ELSKA ÞÁ MANNESKJU SEM ÞÚ VILT GLEÐILEGAR GLEÐIGÖNGUR! ESB.IS FACEBOOK.COM/EVROPUSAMBANDID TWITTER.COM/EUINICELAND ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Páll Óskar, hann/hún, 50 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Ég var í undirbúningshópi Hinsegin daga frá 1999 til 2006, svo ég kom að skipulagningu fyrstu göngunnar árið 2000. Ári áður, eða 1999, höfðum við haldið útiskemmtun á Ingólfstorgi til að minnast þess að 30 ár væru liðin frá Stonewall. Þessi útiskemmtun lukkaðist svo vel og við vorum svo himinlifandi með þessar 1200 manneskjur sem mættu að það gaf okkur kjark til að kýla á göngu árið 2000. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? New York (tvisvar), Los Angeles, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Düsseldorf, Köln, London, Manchester, Brighton, Stokkhólmi, Osló, Barcelona, Montréal eru þær borgir og gleðigöngur sem koma upp í minnið. Ég var svo lánsamur að fá að ferðast mikið í kjölfar Eurovision í Dublin árið 1997, og oft fékk ég að troða upp í gleðigöngum og ráðstefnum Eurovision- aðdáenda. Þar fékk maður aldeilis tækifæri til að fylgjast með, bæði baksviðs og á sviðinu, og læra hvernig svona göngur og ráðstefnur væru skipulagðar og hvernig maður getur gert flotta trukka. Mikið af því sem ég sá tók ég með mér heim til Íslands. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Mér þykir einna vænst um Einhyrninginn frá 2016. Hilmar Jóhannesson og Inga Lóa eru hönnuðir, smiðir og galdrafólk sem hafa hjálpað mér við að gera þessa risatrukka síðan árið 2014. Svo mun ég aldrei gleyma því þegar ég var að selja regnbogafána árið 2001. Gömul streit hjón yfir sjötugt keyptu þrjá fána af mér. Tvo fyrir sig og einn fyrir 6 ára barnabarnið sitt. Svo lögðu þau af stað í gönguna með fánana í hendinni. Þau voru sönnun þess að baráttan hefði borið árangur og ég fékk svei mér þá ryk í augað! Núna ætti þetta barn að vera orðið 25 ára gamalt og mér þætti gríðarlega fróðlegt að tala við það í dag um málefni hinsegin fólks, þar sem þetta barn hefur aldrei þekkt neitt annað en gleðigönguna allt sitt viti borna líf. Hvers vegna gengur þú? Persónulega er ég að ganga fyrir skápakeisin sem eru enn þarna úti á Íslandi, sem óttast ennþá viðbrögð annarra við að koma út. Ég vona að ég sé lifandi dæmi um hvað gerist þegar þér er skítsama um viðbrögð annarra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.