Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 69

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 69
Listamannatvíeykið Gilbert og George stunduðu nám í skúlptúrdeild í listaháskólanum St. Martins í London og hafa í meira en hálfa öld búið og starfað saman sem eitt skapandi afl. Um þessar mundir er verið að undirbúa opnun á sýningu þeirra, Gilbert & George: The Great Exhibiton í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 6. ágúst og vonir standa til að fá þá Gilbert og George til landsins fyrir sýninguna, það er að segja ef kófið og ferðatakmarkanir koma ekki í veg fyrir það. Gilbert og George hafa verið iðnir við að veita viðtöl í gegnum tíðina en það kemur sér vel þegar það fellur skyndilega í minn hlut, sem hvorki hef formlegan listfræðibakgrunn né sérstaka þekkingu á verkum þeirra, að skrifa um þá. Það er til ógrynni af efni um þá á internetinu, umfjallanir, viðtöl bæði rituð og kvikmynduð, myndir og alls konar umfjallanir sem hægt er að sökkva sér í – og ég sökk. Fljótlega var ég komin á bólakaf í viðtöl við þessa sérkennilegu og sjarmerandi menn sem láta aldrei sjá sig öðruvísi en vel til hafðir, í jakkafötum og með bindi. Þeir eru uppfullir af húmor og klára setningar hvors annars líkt og þeir væru í raun einn og sami maðurinn. Gilbert og George eru þekktir fyrir að hafa haft mótandi áhrif á gjörningalist en nýútskrifaðir úr listaháskólanum, blankir og verkefnalausir tóku þeir upp á því að ganga um stræti Spitalfields í London og litu á sjálfa sig sem listaverkið, þeir voru hinn lifandi skúlptúr og gengu dag og nótt um borgina sem þeir gerðu að sínu eigin stúdíói. Snemma á ferlinum þróuðu þeir rúðunetsformið sem má sjá í mörgum af þeirra þekktustu verkum en þau gætu minnt á popplist. Í viðtali þar sem þeir eru spurðir út í þetta segjast þeir ekki fagna neysluhyggju eins og popplistin gerir heldur fagna þeir húmanisma. Samkvæmt þeim hefur popplistin ekki sömu burði og þeir til þess að fá almenning til að taka þátt. Við viljum helst vera hliðhollir þeim sem er mismunað eða því sem ekki er elskað. Okkur líkar vel við tyggjóklessurnar og æluna á götunni – ekki frægu kvikmyndastjörnurnar. Allt það sem fólki þykir ógeðslegt líkar okkur við. – Gilbert & George Í list sinni ögra þeir Gilbert og George borgaralegum hugmyndum og varpa ljósi á hvernig það er að standa utan samfélagsins. Þannig hafa þeir stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Erótík, trú og stjórnmál eru ríkjandi þemu í verkum þeirra líkt og ofbeldi, fátækt og dauði en þrátt fyrir þungan tón og ádeilu er ávallt hægt að finna í þeim gáskafullan undirtón. Eftir að hafa baðað mig upp úr ögrandi verkum þeirra Gilberts og George, skoðað heimili þeirra í gegnum tölvuskjáinn, hlustað á þá tala um verkin sín og horft á þá syngja og dansa get ég ekki annað en hlakkað til að sjá sýninguna þeirra í Hafnarhúsinu í ágúst. Þangað til mæli ég með að fólk fari á internetið og slái inn Bend it Gilbert & George í leitarvélina og dansi með. Sýningin Gilbert & George: The Great Exhibition í Hafnarhúsinu er sérstaklega unnin fyrir Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við Luma-safnið í Arles í Frakklandi og Moderna Museet í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sýningunni stýra heimskunnir sýningarstjórar; þeir Daniel Birnbaum, safnstjóri Moderna Museet, og Hans Ulrich Obrist, listrænn stjórnandi Serpentine Galleries í London. ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Pálmar, hann, 35 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Ég kom út úr skápnum þegar ég var 19 ára svo það hefur verið sumarið 2004. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Nei, ég á það alveg eftir. En efst á fötulistanum eru San Francisco og New York. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Þær blandast saman í eina en það er í hvert skipti sem sungið er Ég er eins og ég er og það er eins og öll þjóðin syngi með. Þá fyllist ég lotningu fyrir fólkinu sem rutt hefur leiðina að jafnrétti og þakklæti fyrir að búa á Íslandi á 21. öldinni. Það er ómetanlegt. Hvers vegna gengur þú? Það er mikilvægt að fjölmenna í gönguna, hvort sem maður er með skipulagt atriði eða rekur lestina, til að sýna heiminum og höturunum að við erum til, stolt, sterk og studd af vinum og ættingjum og að líf sem leitt er af ást og virðingu sé alltaf betra en það sem er stjórnað af hræðslu og hatri. 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.