Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 72
inn í skápinn til að lifa af eða
hvort við náum að svífa inn í
framtíðina á bleiku skýi
kemur í ljós. Baráttan endar
aldrei.“
Fjórði segir að krafan um að
fagna fjölbreytileikanum
verði áreiðanlega enn
áberandi eftir 20 ár. Kröfurnar
2040 verða um að allir megi
tjá sig eins og þeir vilja, eiga
börn, skapa alls konar
fjölskyldur, fara út fyrir
normið – en þrýstingur um
að fylgja „normi“ gæti alveg
verið enn öflugri árið 2040 ef
öfgaöflin ná festu í
samfélögum heimsins. „Ég
hef miklar áhyggjur af því að
með auknum fjölbreytileika
og meira frelsi til að tjá sig og
vera alls konar þá muni ótti á
meðal margra aukast og
birtast með auknum
fordómum og jafnvel
sviptingu á tjáningarfrelsi,
hugsanlega verðum við bara
að fara í hringi og berjast
gegn svipuðum fordómum
eftir 20 ár,“ segir í einu svarinu
og þar vísar bréfritari m.a. til
ótta sumra við aukinn
sýnileika trans ungmenna.
„Með auknum sýnileika og
meðvitund í samfélagi hefur
ungt fólk leyft sér að setja
spurningarmerki við kyn og
leika sér með kyntjáningu.
Margt fólk á erfitt með þetta,
skilur það ekki og er hrætt og
það birtist t.d. í eins konar
hræðsluáróðri til foreldra.
Eins birtist það í stöðugum
efasemdum og börnin þurfa
stöðugt að sanna sig og fá
seint eða ekki þá þjónustu
sem þau þurfa sem getur haft
mjög alvarlegar afleiðingar.“
Sýnileikinn sífellt meiri
Vonandi þurfa þátttakendur í
göngunni ekki að óttast
lögregluofbeldi eða rasisma
og internetdurgarnir, sem
býsnast yfir sóun á skattfé,
verða horfnir. Trans og
intersex fólk verður búið að
öðlast öll þau réttindi og allan
þann skilning sem það
dreymir um. Sama gildir um
eikynhneigt og fjölkært fólk.
Sýnileiki ólíkra hópa verður
sífellt meiri – enda
meginhlutverk
Gleðigöngunnar að skapa
hinsegin fólki vettvang til að
staðfesta tilvist sína fyrir allra
augum.
Og þó. Kannski verða hinir
ýmsu hópar ekki meira
áberandi. Kannski verður
áherslan einmitt fyrst og
fremst á einstaklinginn? Eru
líkur á að eftir 20 ár munum
við einfaldlega sætta okkur
við gríðarlega fjölbreytta
flóru mannlífsins og hætta að
setja merkimiða á hvern og
einn? Sumir vonast a.m.k. til
þess og það er til verri
framtíðarsýn.
„Við erum oft svo upptekin af
því að tryggja sýnileika allra
hópanna að við gleymum að
horfa á það sem við eigum
sameiginlegt,“ skrifar einn og
veltir fyrir sér hvort eftir 20 ár
verði bara einn hópur:
Hinsegin fólk.
Af svipuðum meiði eru
vangaveltur – og tilheyrandi
bjartsýni – þess sem sagðist
hafa trú á að vakning
samkenndar mannkyns muni
fleyta okkur enn lengra í
réttlætisátt. Byltingar #metoo,
Druslugöngunnar og Black
Lives Matter hafi opnað augu
fjölmargra fyrir ýmiss konar
misrétti og sú réttlætiskennd
sem fylgi þeim muni vaxa á
næstu árum og áratugum.
„Jafnrétti er ekki kaka sem
klárast þótt fleiri hópum sé
boðið að borðinu“, skrifar sá
álitsgjafi og bætir við um
stöðuna eftir 20 ár: „Kannski
kemur nýr hópur hinsegin
fólks, sem hefur ekki átt orð
til að lýsa sínum upplifunum
áður sem mun þurfa pláss,
nýyrði, lagaleg og félagsleg
réttindi o.s.frv. Kannski
verðum við ennþá að berjast
fyrir réttindum þeirra hópa
sem eru þekktir í dag en hafa
annaðhvort misst réttindi,
eða hafa verið skilin eftir í
einhverjum nýjum
forréttindum sem munu
koma upp. Ég held að það
mikilvægasta sé bara að við
stefnum á gönguna eftir 20 ár
í sameiningu og sameflingu,
því eins og stórfjölskyldan
sem við líkjum okkur oft við,
þá kemur okkur ekki alltaf
fullkomlega saman, en við
ættum samt að verja hvort
annað með kjafti og klóm frá
allri hættu eða ógn.“
Álitsgjafarnir eru ekki fæddir í
gær og þótt þeir séu flestir
jákvæðir og fullir bjartsýni þá
vita þeir að fordómar og
þekkingarleysi er enn til
staðar þrátt fyrir að lagalega
séum við komin nokkuð
langt. Það vill líka stundum
gleymast að þrátt fyrir að það
sé auðveldara að vera
hinsegin í dag en áður fyrr og
fordómar hafi minnkað til
muna þá geta innri fordómar
og sjálfshatur verið alveg jafn
slæmt nú og fyrir 20 eða 40
árum. Við værum heldur betur
komin langt eftir 20 ár ef við
værum laus undan þeirri byrði.
Þá verður fjandinn laus
Það er líklegt að við þurfum
að ganga um með kröfuskilti
eftir 20 ár, með skilaboðum
um mannréttindi, frelsi og
réttinn til að vera og elska.
Þá gerum við það. Því eins og
einn álitsgjafinn sagði: „Ef við
höldum ekki umræðunni
lifandi, tökumst ekki á um
málefnin, sjálfsmyndirnar og
pólitíkina þá gerir það
einhver í staðinn fyrir okkur.
Og þá fyrst verður fjandinn
laus.“
Við höfum áhyggjur,
áreiðanlega réttmætar. Að
breytt landslag í pólitík verði
til þess að réttindi verði tekin
af okkur. En aðallega erum
við stolt og glöð með
gönguna okkar. Og við eigum
líka að muna hversu margir
koma í gönguna og hversu
margir fagna okkur á
hliðarlínunni. Þar er
styrkurinn okkar og hverfur
varla á einni nóttu.
Vonandi verð ég í göngunni
eftir 20 ár. Vonandi brosandi
út að mínum 80 ára gömlu
eyrum, samt hálfklökk yfir að
öll réttindi alls hinsegin fólks
skuli tryggð. En ef staðan
verður ekki svo góð, þá mæti
ég með steyttan hnefann. Og
við verðum mörg.
English translation of this
article can be found on www.
reykjavikpride.is
Í minningu
Guðrúnar
Ögmundsdóttu
r
ÖRVIÐTAL
Nafn, fornafn, aldur
Þorbjörg, hún, 30 ára.
Hvenær fórstu fyrst í
gleðigöngu?
Ég fór fyrst í gleðigöngu
árið 2015, eða það var í
fyrsta sinn sem ég gekk
í gleðigöngunni sjálfri á
Hinsegin dögum.
Hefur þú farið í
gleðigöngu annars staðar
en á Íslandi?
Nei, því miður! En ég stefni á
að láta sjá mig á World Pride í
Kaupmannahöfn á næsta ári.
Hver er þín
uppáhaldsminning tengd
Gleðigöngunni og hvaða
ár var það?
Flestar af mínum minningum
sem tengjast gleðigöngunni
eru í raun og veru svona
ótímasettar tilfinningar
sem blandast við glefsur
af litum, mannhafi,
glimmersprengjum,
faðmlögum og
fagnaðarópum. En ég held
að uppáhalds einstaka
minningin mín sé síðan í
fyrra. Það var bæði mjög
skemmtilegt að taka þátt í
fyrstu gleðigöngunni sem
formaður Samtakanna ‘78
og svo fór konan mín alla
leiðina á hörkunni, alveg
kasólétt af yngri dóttur
okkar.
Hvers vegna gengur þú?
Mér finnst alveg ótrúlega
gaman að taka þátt í
gleðigöngunni og það veitir
mér mjög djúpstæða gleði
og frelsistilfinningu. Það er
líka eitthvað svo dýrmætt
að finna að maður er hluti
hinsegin samfélagsins.
En gleðigangan er ekki
síður mikilvæg út á við.
Sýnileiki hinsegin fólks
er ennþá róttækur og
gleðigangan skiptir mjög
miklu máli í hagsmuna- og
réttindabaráttunni.
72