Börn og menning - 2018, Blaðsíða 4
Saman í blíðu og stríðu
– en þó hvort í sínu lagi
Magnea J. Matthíasdóttir
Sigrún og Þórarinn Eldjárn voru sérstakir heiðursgestir
á barnabókahátíðinni Mýrinni um miðjan október og
sannarlega ekki að ósekju, því fáir höfundar hafa lagt
eins mikið af mörkum til íslenskra barnabókmennta
og þau. Dagskránni stjórnaði Margrét Tryggvadótt-
ir bókmenntafræðingur og hafði fengið til liðs við sig
Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Áslaugu Jónsdóttur til
að fara yfir feril systkinanna og verk þeirra en einnig
var upplestur og tónlistaratriði – að sjálfsögðu við texta
Þórarins. Yfirskrift dagskrárinnar, „Bók í hönd – og þér
halda engin bönd“, er einmitt tilvitnun í ljóð eftir hann
og það ljóð og fleiri auk mynda Sigrúnar eru einnig
hluti af sýningunni Barnabókaflóðið sem var opnuð á
hátíðinni og stendur enn í kjallara Norræna hússins.
Áðurnefnt ljóð um undur bóklestrar er meðal annars
að finna í Óðhalaringlu (2004), þar sem þrjár kvæða-
bækur Þórarins með myndum Sigrúnar koma saman
í einni og bókartitillinn lýsir ágætlega þeim leik að
orðum sem einkenna barnakvæðin þeirra: Óðfluga +
Halastjarna + Heimskringla = Óðhalaringla; orð sem
við þekkjum ekki en er samt augljóslega þrungið af
merkingu. Kvæðin og orðin í þeim öðlast aukna vídd
með myndum Sigrúnar og geta
auðveldlega orðið uppspretta nýrra
kvæða eða sagna hjá ungum les-
anda.
Ljóðmyndasamvinnan
Nú í haust kom út fjórtánda bókin
sem systkinin hafa unnið saman,
Ljóðpundari, en fyrsta samvinnu-
verkefnið var Gleymmérey (1981)
eftir Sigrúnu sem Þórarinn ljóð-
skreytti. Gleymmérei fjallar um telpuna Gleymmérei
sem gleymir öllu milli himins og jarðar og bókin kom
út í endurgerðri útgáfu árið 1996. Sigrún hafði áður
myndskreytt ljóð fyrir Þórarin og nú var röðin komin
að honum í skreytilistinni.
En er einhver munur á bókunum sem Sigrún
myndskreytir og þeim sem Þórarinn ljóðskreytir?
„Reyndar er talsverður munur á þeim,“ svarar Sigrún. „Í
öllum tilfellum bæta samt ljóð og myndir hvert annað
upp. Standa saman í blíðu og stríðu.“
„Standa saman jú en verða samt helst að geta staðið
hvort í sínu lagi. Ljóðið má ekki vera merkingarlaust án
myndar og myndin ekki bara nákvæm uppteikning á
öllu sem er í ljóðinu, heldur þarf hún að bæta einhverju
við,“ segir Þórarinn.
Ágætt dæmi um samvinnu af því tagi má finna í Ljóð-
pundara, til dæmis myndina og ljóðið um hann Þórð
gamla sem var svo ólánssamur að fá flugu í hausinn og
fiðrildi í magann eða ljóðið og myndina um nornina
Nínu Stínu sem fékk sér rafmagnsbíl – eða var það
kústur?
En hvaðan kemur þetta nafn,
Ljóðpundari?
„Nafnið Ljóðpundari er fengið úr
Egilssögu og gefur í skyn að þar sé
ljóðum pundað á lesandann,“ svarar
Þórarinn. „Jafnframt getur pundari
þýtt vigt eða vog, rétt eins og orðin
séu vegin og metin. Annars er þessi
bók mikið til leikur með mál og rím
og talsvert gefin fyrir að draga fram
Ljóðið má ekki vera
merkingarlaust án
myndar og myndin
ekki bara nákvæm
uppteikning á öllu
sem er í ljóðinu