Börn og menning - 2018, Blaðsíða 34

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 34
Leikhús Gagnsemi lyginnar Ásta Gísladóttir Gosi Útisýning í uppsetningu leikhópsins Lottu Leikstjóri: Anna Bergljót Thorarensen Undanfarin 11 ár hefur Leikhópurinn Lotta ferðast um landið á sumrin og sýnt barnasýningar undir berum himni. Fyrsta árið var haldið á hefðbundnar slóðir og Dýrin í Hálsaskógi sett upp en síðan þá hefur leikhópur- inn einbeitt sér að frumsömdum verkum sem stefna saman þekktum ævintýrum. Undantekningarnar eru Galdrakarlinn í Oz (2008) í leikgerð Ármanns Guð- mundssonar sem byggði á þekktri sögu L. Frank Baum og Litaland (2016) eftir Önnu Bergljótu Thorarensen, sem er frumsamið verk sem byggir ekki á áður útgefnu efni. Gosi og Garðabrúða Gosi er áttunda verkið sem Anna Bergljót skrifar fyrir hópinn og sem oftar sækir hún efnivið í þekkt ævintýri sem eru tvinnuð saman í eina heildstæða sögu. Sagan um Gosa er í fyrirrúmi sem og sagan um hina hár- prúðu Garðabrúðu – eða Ósk eins og hún er kölluð hér – sem var fangelsuð í háum turni og hár hennar náði niður eftir honum endilöngum. Er svo kryddað með sögunni um óskirnar þrjár. Töluvert er um tónlist í verkinu og semur Anna Bergljót einnig textana við lög- in ásamt þeim Stefáni Benedikt Vilhelmssyni og Baldri Ragnarssyni. Tónlistin er samin af þeim síðastnefnda ásamt Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Þetta er fjörug og grípandi tónlist, jafnvel svolítið pönkuð á köflum, en textar fullflóknir til að áhorfendur nái alltaf að meðtaka. Sagan er í stuttu máli sú að hjón nokkur, Jakob og Edda (leikin af Sigsteini Sigurbergssyni og Huld Ósk- arsdóttur), hafa lengi þráð barn og tvær álfkonur kepp- ast við að uppfylla óskir þeirra með misjöfnum árangri. Niðurstaðan er sú að þau missa dóttur sína, Ósk, og í kjölfarið flosnar hjónabandið upp. Jakob leitar huggunar í gerð spýtustráksins Gosa (Stefán Benedikt Vilhelmsson) sem góð álfkona gæðir lífi. Eftir nokkurn vandræðagang Gosa við að ná tökum á hinu nýja lífi og að læra að lygar borga sig ekki uppgötvar hann „systur“ sína, Ósk (Berg- dís Júlía Jóhannsdóttir), í turninum þar sem hin illa álf- kona heldur henni fanginni. Þau leggja á ráðin um að frelsa Ósk og spilar þar lygilega stórt nef Gosa stóra rullu. Sýningar leikhópsins Lottu hafa verið sýndar þétt yfir sumarmánuðina og hefur leikhópnum tekist að halda þeirri keyrslu ár eftir ár með því að láta mann koma í manns stað. Leikararnir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hvers annars þegar einhver tekur sér verðskuld- að frí. Í þessari sýningu hafði Anna Bergljót tekið við af Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur í hlutverkum bæði góðu og illu álfkonunnar. Þetta er hnyttin og hæfilega löng sýning þar sem lögð er áhersla á galsa og mikið fjör í söng, leik og dansi. Sýn- ingin höfðar til breiðs hóps áhorfenda. Fullorðnir fá alls kyns vísanir til að flissa yfir (Gosi notar viðarvörn – ekki smokka) og á þar Björn Thorarensen, í hlutverki engi- sprettunnar og sögumanns, skuldlaust bestu upphróp- anirnar: „Wi-fi og Wikipedia“, „jólasveinar í jogging- galla“, „ljúffengir laukhringir!“ Ljóst er að börn á öllum aldri geta skemmt sér yfir sýningunni. Meira að segja tveggja ára dóttir mín, sem hafði aldrei farið í leikhús áður, sat róleg og fylgdist með af áhuga þessa klukku- stund sem sýningin stóð yfir. Það er helst að þarna sé skorið fullmikið við nögl því sögurnar sem vitnað er í búa yfir svo miklu meira efni til að moða úr. Það kallast svo auðvitað á við kröfuna um að halda athygli ungra leikhúsgesta. Leikhópurinn Lotta hefur nýlega hafið að aðlaga þessar útisýningar sínar að innileiksviði og byrj- uðu þau sýningarnar í réttri tímaröð. Það er óskandi að þegar röðin kemur að Gosa muni þau setja aðeins meira kjöt á beinin. Efniviðurinn býður sannarlega upp á það. Rétt eða rangt? Eins og í flestum öðrum barnaleikritum er þarna að finna boðskap og sá augljósi er auðvitað að lygar borgi sig ekki, sem er jú megininntakið í upprunalegu sögunni um Gosa. Hérna er hins vegar boðið upp á at-

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.