Börn og menning - 2018, Blaðsíða 16

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 16
Börn og menning16 ætt við ævintýralegar sögur Jules Verne og jafnvel skop- stæling á slíkum verkum. Seinni sögurnar standa hinum talsvert að baki, eru mun styttri og einfaldari og hafa ekki verið endurútgefnar á íslensku. Fimmta bókin eftir Mark Twain, ætluð börnum/fullorðnum, kom út á ís- lensku 1953 og nefndist Heiðurspiltur í hásæti (e. The Prince and the Pauper – 1881) í þýðingu Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Í henni nefnist aðalpersónan Tumi, svo ekki hefur Mark Twain verið beinlínis hugmyndaríkur þegar kom að nöfnum á sögupersónur því sú saga á ekk- ert skylt við fyrrnefndu bækurnar fjórar. Verk Marks Twain á íslensku Eftir að hafa heimsótt æskuheimili Marks Twain, þar sem m.a. var bókasafn með nær öllum útgáfum verka hans, tók ég mig til og leitaði uppi á Landsbókasafninu allt það efni sem hafði verið þýtt eftir þennan heims- fræga höfund á íslensku, gerði skrá yfir það og sendi safninu vestra, ásamt eintökum af flestum bókanna sem ég hafði upp á hjá fornbókasölum. Þá uppgötvaði ég m.a. að Sagan af honum Tuma litla birtist fyrst á íslensku á árunum 1914 og 1915, sem framhaldssaga í Nýjum kvöldvökum. Sagan var talsvert stytt og í þeirri gerð er Finnur nefndur Huck Finn eða bara Huck. Þýðanda er hvergi getið og það sama var uppi á teningnum þegar önnur þýðing kom út á bók þrjátíu árum seinna. Sú hefur í þrígang verið gefin út, síðast árið 1993. Stikil(s) berja-Finnur (rithátturinn mismunandi eftir útgáfum) hefur tvívegis komið út óstyttur í þýðingu Kristmundar Bjarnasonar, og seinna í mjög styttri útgáfu í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Áður en þeir Tumi og Finn- ur náðu til íslenskrar æsku höfðu tvær bækur komið út með verkum höfundarins, 7 skopsögur árið 1931 í þýð- ingu Páls Skúlasonar og Á flækingi,1943 (stytt útgáfa af A Tramp Abroad – 1880) í þýðingu Arnar Snorrasonar. Skrá mín yfir smásögur og kafla úr bókum eftir Mark Twain sem birtust í blöðum og tímaritum náði til tæp- lega 40 texta, sem birtust á árunum 1884 og fram til ársins 1946. Eftir það komu aðeins út seinni sögurnar af Tuma og Finni, auk endurprentana, en eftir langt út- gáfuhlé birtist svo Bréf til jarðar árið 1971, bók sem var unnin upp úr eftirlátnum handritum höfundarins sem töldu þúsundir síðna. Amerísku frumútgáfurnar af ævintýrum Tuma og Finns voru mikið myndskreyttar, hátt í 200 myndir í hvorri bók. Í fyrstu íslensku útgáfu Sögunnar af Tuma litla frá 1944 eru örfáar svarthvítar myndir prentaðar fremst og aftast (prentunin er slæm og myndirnar njóta sín fremur illa), en þær eru ekki úr amerísku frumút- gáfunni. Engar myndir eru í annarri útgáfu frá sjöunda áratugnum og bókinni skipt upp í tvö bindi, en svo eru sömu myndir og í fyrstu útgáfu notaðar 1993 og þá settar inn í viðeigandi kafla. Engar myndir eru í Stik- ilberja-Finni frá 1945, en í nýrri þýðingu og styttri út- gáfu frá 1992 eru myndir á annarri hverri síðu. Ekki er getið um höfund þeirra. Því má segja að íslenskar útgáf- ur bókanna hafi staðið erlendum útgáfum langt að baki. Eitt er þó víst. Mark Twain lifir enn í verkum sín- um þótt meira en öld sé liðin frá því að hann kvaddi þennan heim. Og hann reyndist furðu sannspár þegar hann sagði við ævisagnaritarann Albert Bigelow Paine rúmu ári fyrir andlátið: „Ég kom inn með halastjörnu Halleys árið 1835. Hún kemur aftur á næsta ári og ég reikna með að halda á braut með henni. Það verða mestu vonbrigði ævi minnar ef ég held ekki á braut með halastjörnu Halleys. Almættið hefur án efa sagt: Nú eru hérna þessi tvö furðulegu fyrirbæri; þau komu hingað saman og þau verða að halda héðan saman. Ó, ég hlakka til þess.“ Höfundur er ljóðskáld, rithöfundur, þýðandi og tónlistar- maður, sem að auki hefur rekið bóka- og tónlistarútgáf- una Dimmu í rúman aldarfjórðung. Bókin 7 Skopsögur kom út árið 1931.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.