Börn og menning - 2018, Blaðsíða 29

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 29
29Breytingar í Brókarenda Lenu, því hún gæti að sögn Ólínu verið í mikilli hættu. Þó að Gutti sé reyndar algerlega ósammála því að amma hans geti verið í nokkurri einustu hættu á hann engra annarra kosta völ en að elta Ólínu sem rýkur umsvifa- laust af stað. Einhver verður að passa upp á að Ólína komi sér ekki í enn meiri vandræði. Með ýmsum kúnstum tekst þessum ólíklegu félögum að komast inn í verksmiðjuna, en þar er allt öðruvísi um að litast en þau höfðu ímyndað sér. Sumir hlutar hússins hafa staðið ónotaðir lengi og þar er ýmislegt á seyði sem enginn virðist hafa hugmynd um, yfirgefnir salir hafa fengið önnur óvænt hlutverk og ýmsar undar- legar verur eru á ferli. Brókarbrandarar og æsispennandi atburðir Sagan er æsispennandi og nokkuð í anda spæjarasagna fyrir börn þegar Gutti og Ólína þvælast lengra og lengra inn í dimma rangala verksmiðjunnar í leit að ömmu Lenu. Kaflarnir enda gjarnan á svokölluðum cliffhan- ger, þar sem aðalpersónan er skilin eftir í háskalegum aðstæðum og lesandinn æsist allur upp í að lesa áfram til að komast að því hvernig fer. Það er vel útfært í Nær- buxnaverksmiðjunni og sniðug leið til að hvetja lesand- ann áfram. Bók sem fjallar um nærbuxur býður auðvit- að líka upp á alls konar grín og orðaleiki. Þannig hafa í verksmiðjunni verið framleiddar hinar ýmsu furðulegu nærbuxur, svo sem brækur til að vera í á degi íslenskrar tungu og ætar brækur, ásamt smábrókunum sem mikið er fjallað um og fyrir þá sem átta sig ekki á því hvað smábrækur eru má fá skýringu í einni af myndunum þar sem Gutti heldur á slíku pari. Hugmyndaflugið í orðaleikjum einkennist af miklum húmor og í raun magnað hvað er hægt að leika sér með tungumálið og orð sem tengjast brókum á einn eða annan hátt. Götu- heiti, tegundir af undirfatnaði og alls konar vísanir í nærbuxur lauma sér inn í ótrúlegasta samhengi. Verksmiðjan dularfulla Nærbuxnaverksmiðjan er sannarlega allt öðruvísi en Gutti hafði séð fyrir sér og þó að þar hafi vissulega ver- ið framleiddar alls konar nærbrækur í gegnum tíðina, er annað sem gefur henni sérstöðu í samfélaginu en fáir í bænum hafa leitt hugann að. Yfir henni er nefni- lega mikið og þykkt koparþak sem er þess valdandi að hvorki næst samband við síma né Internet inni í verk- Myndirnar iða af lífi. Nærbuxnavísanir leynast víða.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.