Börn og menning - 2018, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 10
Börn og menning10 Sigrún er fædd 3. maí 1954, ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1974. Eftir það hóf hún nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi úr grafíkdeild skólans 1977. Árið 1978 var hún gestanemandi við Listaakademíurnar í Varsjá og Kraká. Sigrún hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1978. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Sigrún myndskreytir eigin bækur en hefur einnig myndskreytt bækur margra annarra höfunda. Sigrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín og myndlist, Barnabókaverðlaun Reykjavíkur- borgar þrívegis, þar af einu sinni með Þórarni Eldjárn, Menningarverðlaun VISA, Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin, Íslensku bjartsýnisverðlaun- in, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Vor- vindaviðurkenningu IBBY og Sögustein – barnabóka- verðlaun IBBY á Íslandi. Hún hefur auk þess verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, H.C. Andersen verðlaunanna, ALMA priset (Astrid Lind- grens Memorial Award) fjórum sinnum, Norrænu barnabókaverðlaunanna og Vestnorrænu barnabóka- verðlaunanna. Árið 2008 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar. Frá árinu 1980 hefur Sigrún sent frá sér 61 barnabók auk barnaljóðabókanna sem þau Þórarinn hafa unnið saman og auk þess skrifað sjónvarpshandrit fyrir RÚV. Kuggur, Málfríður, mamma hennar og Mosi rötuðu svo á svið Þjóðleikhússins 2015. Bækur Sigrúnar Eldjárn í tímaröð (að undanskildum barnaljóðabókum þeirra Þórarins): Allt í plati (1980), Eins og í sögu (1981), Langafi drullumallar (1983), Langafi prakkari (1984), Bétveir Bétveir (1986), Kuggur og fleiri fyrirbæri (1987), Kuggur til sjávar og sveita (1988), Kuggur, Mosi og mæðgurnar (1989), Axlabönd og bláberjasaft (1990), Stjörnustrákur (1991), Sól skín á krakka (1992), Beinagrindin (1993), Syngjandi beinagrind (1994), Skordýraþjónusta Málfríðar (1995), Beinagrind með gúmmíhanska (1996), Kynlegur kvistur á grænni grein (1997), Málfríður og tölvuskrímslið (1998), Teitur tímaflakkari (1998), Teitur í heimi gulu dýranna (1999), Drekastappan (2000), Geimeðlueggin (2001), Draugasúpan (2002), Týndu augun (2003), Frosnu tærnar (2004), Kuggur 1 Nýir vinir (2004), Kuggur 2 Í sveitinni (2004), Kuggur 3 Geimferð (2004), Kugg- ur 4 Prinsinn og drekinn (2004), Kuggur 5 Þorrablót (2005), Kuggur 6 Jólaleg jól (2005), Steinhjartað (2005), Gula sendibréfið (2006), Eyja gullormsins (2006), Eyja glerfisksins (2007), Kuggur 7 Gleðilegt sumar (2008), Kuggur 8 Draugagangur (2008), Eyja Sólfuglsins (2008), Finnur finnur rúsínu (2009), Kugg- ur 9 Blómkál (2009), Kuggur 10 Útilega (2009), Iðnir krakkar (2010), Forngripasafnið (2010), Náttúru- gripasafnið (2011), Listasafnið (2012), Bétveir Bétveir (endurgerð; 2012), Strokubörnin á Skuggaskeri (2013), Kuggur 11 Listahátíð (2014), Kuggur 12 Ferðaflækjur (2014), Draugagangur á Skuggaskeri (2014), Kuggur 13 Tölvuskrímslið (endurgerð; 2015), Leyniturninn á Skuggaskeri (2015), Kuggur 14 Hoppað í París (2016), Kuggur 15 Rassaköst í Róm (2016), Sigurfljóð hjálpar öllum (2016), Kuggur 16 Afmælisgjöf (2017), Áfram Sigurfljóð (2017), Silfurlykillinn (2018). Bækur Sigrúnar Eldjárn fyrir Námsgagnastofnun: Geimveran (2004), Óboðnir gestir (2009), Svaðilför í berjamó (2011), Græna bókin (2012). Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn: Gleymmérei (Þ.E. ljóðskreytti) 1981 Óðfluga (S.E. myndskreytti) 1991 Heimskringla (S.E. myndskreytti) 1992 Stafrófskver (Þ.E. ljóðskreytti) 1993 Talnakver (Þ.E. ljóðskreytti) 1994 Gleymmérei (endurgerð) 1996 Halastjarna (S.E. myndskreytti) 1997 Óðhalaringla (S.E. myndskreytti) 2004 Grannmeti og átvextir (S.E. myndskreytti) 2001 Gælur fælur og þvælur (S.E. myndskreytti) 2007 Tíu litlir kenjakrakkar (Þ.E. ljóðskreytti) 2007 Árstíðirnar (S.E. myndskreytti) 2010 Fuglaþrugl og naflakrafl (S.E. myndskreytti) 2014 Ljóðpundari 2018 Sigrún Eldjárn

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.