Börn og menning - 2018, Blaðsíða 24
Fyrsta bókin um Úlf og Eddu eftir Kristínu Rögnu
Gunnarsdóttur kom út 2016 og bar undirtitilinn Dýr-
gripurinn, í fyrra kom út bókin Drekaaugun og nú hefur
þriðja bókin, Drottningin, litið dagsins ljós. Bækurnar
eru ætlaðar börnum á aldrinum átta til þrettán ára
en geta hentað fyrir alla fjölskylduna. Í þeim segir frá
stjúpsystkinunum og nútímabörnunum Úlfi og Eddu,
ferðalögum þeirra til heims hinna norrænu goða og
upplifun þeirra og samskiptum við guði og goðverur.
Bækurnar eru myndskreyttar af höfundi og eru annars
vegar myndir af persónum sem fyrir koma og hins vegar
af síðum úr dagbók Eddu.
Bækurnar þrjár gerast allar sama sumarið og seg-
ir hver þeirra frá einu ferðalagi Úlfs og Eddu til goð-
heima. Sjónarhornið er hjá börnunum og fá lesendur að
kynnast guðum og goðsögum í gegnum það sem börnin
upplifa og heyra. Um leið myndast tenging við nútím-
ann, því börnin vísa oft til þess menningarheims sem
þau (og lesendur) eru kunnug til nánari skýringa. Til að
mynda er Sirius Black úr Harry Potter-bókunum not-
aður til að útskýra hvað hamskipti eru og Úlfur þekkir
nöfn dverga af því að hann hefur horft á myndirnar um
Hobbitann.
Úlfur og Edda í goðheimum
Kolfinna Jónatansdóttir
Bækur
Úlfur og Edda – Dýrgripurinn
Úlfur og Edda – Drekaaugun
Úlfur og Edda – Drottningin
Myndir og texti:
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Bókabeitan, 2016, 2017 og 2018
Sú aðferð að kynna guði og goðsögur í gegnum
spurningar og upplifun gesta sem ekkert vita hjálp-
ar lesendum að fóta sig í ókunnugum sagnaheimi og
getur gert þeim kleift að lesa þær goðsögur sem nýttar
hafa verið sem efniviður. Sem dæmi um slíkt má nefna
bækur Lars-Henriks Olsen um ferðir drengsins Eiríks til
Ásgarðs og Jötunheima.
Heiti bókanna vísa til þeirra fornmuna sem eru í for-
grunni í hverri bók fyrir sig. Í fyrstu bókinni reynist
dýrgripurinn vera brot úr Brísingameni sem amma og
nafna Eddu fann við fornleifauppgröft þegar hún var
lítil og varð til þess að hún varð fornleifafræðingur.
Þegar Úlfur og Edda koma til dvalar í Skálholti þar sem
amman býr og starfar er þessum grip stolið frá henni af
manni sem reynist vera Loki í dulargervi. Börnin vilja
hjálpa ömmu sinni að endurheimta gripinn. Eftirförin
leiðir þau inn í Þorláksbúð og þaðan inn í göng sem
liggja til goðheima. Í Drekaaugunum og Drottningunni
leiða stolnir fornmunir sem tengjast Loka til þess að
börnin fara í gegnum sömu göng og í fyrrnefndu bók-
inni fer amma Edda einnig til goðheima.
Heimur guðanna
Upplifun barnanna af þessum framandi heimi er sterk-
ust í fyrstu bókinni þar sem allt sem þau sjá er nýstár-
legt og spennandi, askur Yggdrasils og kettir Freyju líta
út fyrir að vera á sterum og atferli og hegðun guðanna
passa ekki við þá ímynd sem börnin höfðu af þeim. Þór
er til að mynda engin ofurhetja, líkt og hann birtist í