Börn og menning - 2018, Blaðsíða 18

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 18
Börn og menning18 Rögnu Gunnarsdóttur, Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason, Ólíver eftir Birgittu Sif, Enginn sá hundinn eftir Hafstein Hafsteinsson, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, Vinur minn, vindurinn eftir Berg- rúnu Írisi Sævarsdóttur, Bétveir Bétveir eftir Sigrúnu Eldjárn og Óðhalaringla eftir Þórarin Eldjárn. Reykja- vík Bókmenntaborg UNESCO styrkti uppsetningu textanna. Bækurnar sjálfar hanga til sýnis og lestrar við hverja tilvitnun. Hetjur eru alls konar Nemendur Teiknideildar Myndlistaskólans í Reykjavík máluðu stóra mynd af sögupersónum bernskuáranna. Veggmyndin getur veitt börnum innblástur fyrir næsta verkefni en þau eiga að skapa eigin söguhetju. Verkefnið leysa börnin við vinnuborð og þar má líka búa til and- litsgrímur. Veggi sýningarinnar prýða einnig myndir unnar út frá verkum þeirra myndhöfunda sem voru gestir á fyrrnefndri barnabókmenntahátíð Úti í mýri: Undur í norðri. Myndhöfundarnir eru: Jenny Lucander (frá Finnlandi), Áslaug Jónsdóttir (frá Íslandi), Marit Törnqvist (frá Hollandi/Svíþjóð), Benjamin Chaud (frá Frakklandi), Peter Madsen (frá Danmörku), Rán Flygenring (frá Íslandi), Anna Höglund (frá Svíþjóð), Högni Sigurþórsson (frá Íslandi), Daniel og Aleksandra Mizielinski (frá Póllandi) og Sigrún Eldjárn (frá Íslandi) auk Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur sýningarstjóra. Skáldamjöðurinn Ævintýraþyrstir bókaormar geta skriðið inn í kraum- andi eldfjall. Þar bíður skáldamjöðurinn sem reyn- ist vera gerður úr kynngimögnuðum orðum Þórarins Eldjárns. Orð úr bókinni Óðhalaringla eru rituð á við- arkubba. Börnin fiska orðin upp úr stórri skál og raða saman í eigið ljóð á þar til gerðum hillum á vegg. Börn- in skrifa síðan ljóðið sitt í vegabréfið. Að ljóðagerð lok- inni er auðvelt að gleyma sér við yndislestur. Í litríkum lestrarkrók má finna fullar kistur af bókum, lestrarpúp- ur, púða, kubba og hús Línu langsokks. Ævintýrasigling Barnabókaflóðið fyllir fimmta rýmið en þar er leikurinn í forgrunni. Stórt víkingaskip siglir innan um ótal barna- bækur á vit ævintýra. Skipið er kjörinn vettvangur til

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.