Börn og menning - 2018, Blaðsíða 28

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 28
Breytingar í Brókarenda María Bjarkadóttir Bækur Nærbuxnaverksmiðjan Texti: Arndís Þórarinsdóttir Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Mál og menning, 2018 Nýlega kom út barnabókin Nærbuxna- verksmiðjan, sem er önnur skáldsaga Arndísar Þórarinsdóttur. Arndís hefur áður fengist við ýmis skrif fyrir börn og meðal annars þýtt barnabækur og skrif- að lestrarbækur fyrir grunnskóla. Fyrri skáldsaga hennar, Játningar mjólkurfernuskálds, kom út árið 2011 og var tilnefnd til Norrænu barnabókaverð- launanna. Nærbuxnaverksmiðjan er skrifuð fyrir börn á neðri stigum grunnskóla, sagan er rétt innan við 100 blað- síður og er með stóru letri sem hentar vel ungum les- anda. Inn á milli eru svart-hvítar myndir eftir Sigmund Breiðfjörð Þorgeirsson, sem eru fullar af smáatriðum og iða af lífi. Sagan gerist í Brókarenda og segir frá skóla- systkinunum Gutta og Ólínu og ævintýralegri för þeirra inn í risavaxna nærbuxnaverksmiðju, sem setur svip sinn á umhverfið og líf allra í hverfinu. Lík börn leika best? Gutti og Ólína eru eins ólík og hægt er að hugsa sér. Það eina sem þau eiga sameiginlegt er að búa í sama hverfinu, í Brókarenda, og ganga í sama skóla. Gutti er duglegur og samvisku- samur og vill allt fyrir alla gera þó að hann þurfi oft að fórna ýmsu til þess. Hann vill hafa skipulag og reglur og sér engan tilgang með því að vera með vesen af neinu tagi. Ólína er alger andstæða hans. Hún er forvitin og með fjörugt ímyndunarafl og gerir það sem henni dettur í hug án þess að hafa of miklar áhyggjur af afleiðingunum. Hún er nýflutt í hverfið og er strax búin að koma sér í alls konar vandræði í skólanum. Hún virðist nefnilega sog- ast að veseni, jafn mikið og Gutti forðast það. Í upphafi sögunnar kemst Gutti að því að nær- buxnaverksmiðjunni í bænum hefur, flestum að óvörum, verið lokað. Verksmiðjunni, sem er hjartað í bænum og hefur verið um árabil. Amma Gutta, hún Lena, hefur eins lengi og hann man eftir sér unnið sem bókari þar og Gutti getur hreinlega ekki ímyndað sér framtíðina án nærbuxnaverksmiðjunnar. Þegar Gutti áttar sig svo á því að amma Lena hefur ekki skilað sér heim úr vinnunni þrátt fyrir að búið sé að innsigla vinnustað hennar verður hann mjög áhyggjufullur. Á meðan hann reynir að átta sig á því hvað hann eigi að gera í stöðunni kemur Ólína aðvífandi og hún er ekki í nokkrum vafa. Þau verða að fara í verksmiðjuna strax og finna ömmu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.