Börn og menning - 2018, Blaðsíða 30

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 30
Börn og menning30 smiðjunni. Gutti vill helst alltaf vera í sambandi við umheiminn og finnst þetta afskaplega óþægilegt þegar þau læðast um gangana, en það kemur í ljós að það eru ekki endilega allir sömu skoðunar og hann. Þau Gutti og Ólína komast þannig í verksmiðjunni í kynni við fólk sem vill heldur verja tíma sínum í hluti sem þurfa engrar tækni við, eins og að grilla sykurpúða og leggja kapal með alvöru spilum, en að hanga í símun- um sínum. Athyglisvert, og kannski ekki svo vitlaust. Umræðan um frið fyrir áreitinu sem því fylgir að vera í stöðugu sambandi við umheiminn, og streitunni sem nútímafólk á öllum aldri glímir við í kjölfarið, hefur verið að færast í aukana og í Nærbuxnaverksmiðjunni er hún tekin fyrir á áhugaverðan hátt. Hér er því velt upp að kannski sé hægt að finna eitthvað annað að gera en að lesa fréttir og fylgjast með öllu sem er að gerast alls staðar og gera frekar eitthvað sem róar hugann og veitir innri frið. Og þó að Gutta finnist þetta óþægilegt er það einmitt líka áminning um að það sé nauðsynlegt að leiða hugann að því, alla vega af og til, hvort ekki væri fínt að fá frí. Vélarnar koma Tæknin og kostir hennar og gallar koma víðar við sögu í Nærbuxnaverksmiðjunni. Þónokkuð hefur borið á fréttum að undanförnu um vélvæðingu samfélagsins, hvaða störf verði orðin úrelt eftir 15 ár, hvaða störf vélmenni geti unnið alveg eins og manneskjur og hvernig við manneskjurnar eigum að koma í veg fyrir að verða sjálfar úreltar. Nærbuxnaverksmiðjan í Brókarenda hefur einmitt verið vélvædd að mestu leyti og starfsfólkinu haldið í algeru lágmarki, því vélar gera allt jafn vel, eða betur, en menn. Eða hvað? Kannski er málið aðeins flóknara en svo. Gutti og Ólína hafa svo sem ekki mikið spáð í þetta áður en þau verða mjög meðvituð um það í verksmiðjunni að tæknin getur aldeilis farið úr böndunum. Það þarf að uppfæra hugbúnað og viðhalda vélum og ekki bara það. Vélar skortir þann afskaplega mikilvæga eiginleika að hugsa sjálfstætt, kannski sem betur fer. Þó að vélar séu vissulega til margra hluta nýtilegar og létti mönnum sannarlega þung og flókin verk hafa þær ekki innsæi, sveigjanleika eða hugmyndaflug. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem eru svo mikilvægir þegar þarf að bregðast við vandamálum. Að lokum Að lokum leysast málin með samvinnu ömmu Lenu, Gutta og Ólínu, þar sem eiginleikar og styrkleikar allra fá að njóta sín. Gutti og Ólína, og líka amma Lena, læra að breytingar eru ekki endilega slæmar. Og oft sannast einmitt hið fornkveðna: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Tækifærin leynast á ólíklegustu stöðum ef maður er tilbúinn til að láta vaða og vera ekki hræddur við af- leiðingarnar, innan skynsamlegra marka auðvitað. Höfundur er bókmenntafræðingur og bókasafns- og upplýsingafræðingur. Gutti og Ólína búa í Brókarenda.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.