Börn og menning - 2018, Blaðsíða 8

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 8
Börn og menning8 miklu máli,“ segir Sigrún. „Sem betur fer er heilmikil gróska í barnabókmenntum á Íslandi nú um stundir og margir nýir og spennandi höfundar komnir fram. Vanda- málið er hins vegar hversu léleg kjör barnabókahöfunda eru og erfitt að vinna fyrir sér með þessari iðju.“ „Barnabækur eru í þeirri erfiðu stöðu að þær mega ekki kosta neitt en eru samt iðulega dýrar í framleiðslu,“ segir Þórarinn. „Þetta kemur illa út á okkar örmarkaði og lendir illilega á höfundum og þýðendum. Ég sé enga leið út úr þessu aðra en gott styrkjakerfi sem væri í þágu íslenskrar tungu.“ „Ef tekin yrði upp sú stefna að kaupa árlega nýjar, góðar bækur í hressilegu magni inn fyrir öll bókasöfn landsins myndi það bæta kjörin og um leið tryggja að nóg sé til fyrir öll börn að lesa,“ bætir Sigrún við. „Skólabókasöfn eru því miður afskaplega svelt og oft erfitt fyrir börnin að fá nýjustu bækurnar. Foreldrar verða líka að standa sig og kaupa bækur fyrir börnin sín eða fá þær lánaðar á safni.“ Silfurlykillinn, Sigurfljóð og Shakespeare Yfirskrift Mýrarinnar í ár var „Undur í norðri“ og í einni málstofunni var rætt um náttúru í norðri og vistrýni í barnabókum. Í bókunum ykkar er margt furðulegt og skemmtilegt fólk og fyrirbrigði en skiptir náttúran miklu máli? Ratar umhverfið í æsku – hinn „villti“ Vesturbær – stundum inn í textann ykkar eða myndirnar? „Ég er borgarbarn,“ segir Sigrún, „en sögurnar mínar geta í rauninni gerst hvar sem er. Í bæjum og sveitum og villtri náttúru. Umhverfið sem maður ólst upp í hlýtur þó alltaf að hafa einhver áhrif. Í Þjóðminjasafninu og umhverfi þess var heill ævintýraheimur og stutt í ýmsar lystisemdir eins og Tjörnina, Vatnsmýrina, Öskjuhlíð- ina og Hljómskálagarðinn. Ég var 14 ára þegar við flutt- um til Bessastaða, orðin unglingur, og þótti að ýmsu leyti hundleiðinlegt að vera flutt upp í sveit. En mér fannst þó margt mjög skemmtilegt við að búa þar og á góðar minningar þaðan. Ég er ekki í vafa um að ým- islegt frá þessum stöðum finnist hér og þar í sögunum mínum.“ Náttúran hlýtur að koma við sögu í Silfurlyklinum, ekki satt? Er sögusviðið ekki heimur sem mannfólkið hefur lagt í rúst? „Jú, sagan er framtíðarsaga og gerist í ekki mjög fjarlægri framtíð en þá er þannig komið fyrir mannkyninu að öll sú tækni sem við búum við í dag virkar ekki lengur og „Ég er borgarbarn,“ segir Sigrún, „en sögurnar mínar geta í rauninni gerst hvar sem er.“ Úr Silfurlyklinum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.