Börn og menning - 2018, Blaðsíða 26

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 26
Börn og menning26 og Röskvu sem eru föst í þjónustu Þórs eftir að Þjálfi braut geitarlegg og hvaða verk þau þurfa að vinna. Einnig er fjallað um hetjuverk guðanna frá fleiri en einu sjónarhorni. Til að mynda er veiðiferð Þórs þegar hann reynir að drepa Miðgarðsorm bæði sett fram sem raup- saga um þann stóra sem slapp og síðar sögð frá sjón- arhorni Miðgarðsorms. Hlutur kvenna er einnig gerður meiri en í goðsögum miðalda. Frigg og Rán eru í valdabaráttu, Iðunn hótar að gera uppreisn gegn guðunum og vill fá sanngjörn laun fyrir að sjá um að framleiða yngingareplin. Sif les bækur á laun til að öðlast aukna þekkingu og Hel lærir galdra og rúnir af þeim sem sendir eru til heims henn- ar eftir dauðann. Ívaldasynir, sem smíðuðu nokkra af helstu dýrgripum guðanna, reynast eiga systur sem eru mun hagari en þeir. Karlkyns guðir og goðverur, að Loka frátöldum, eru fremur atkvæðalitlir og grunnhyggnir og þarf að reka þá til verka. Einnig er mikil áhersla lögð á verk Margrétar högu sem var í Skálholti um 1200 og er henni eignaður bagall og taflmennirnir frá Ljóðhúsum. Gripir hennar eru dýrgripir í goðheimum. Þroskasaga Eitt sterkasta þemað í bókunum snýst þó ekki um samskipti við guði og goðverur, heldur um þroskasögu barnanna tveggja. Þau verða stjúpsystkin þegar faðir Eddu og móðir Úlfs taka saman. Þegar fyrsta bókin hefst er mikil togstreita í samskiptum þeirra, enda eru þau mjög ólík. Úlfur er fyrirferðarmikill og uppátækja- „Skyndilega hóf stærðarinnar haförn sig til flugs frá þilfarinu og stefndi í átt að turninum.“ „Ég heiti Rán,“ hvæsti hún og keyrði hökuna upp.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.