Börn og menning - 2018, Blaðsíða 36

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 36
„Okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson“ IBBY fréttir Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir Starfsemin hjá Íslandsdeild IBBY var lífleg í vor. Síð- ustu mánuðir hafa einkennst af miklu samstarfi við hin ýmsu samtök og stofnanir þar sem IBBY hefur unnið að ólíkum verkefnum á sviði barnamenningar. IBBY hef- ur reyndar átt mjög gott samstarf við marga í gegnum tíðina. Mér var það sérstaklega hugleikið þegar ég settist niður og fór að punkta hjá mér öll þau ólíku og stóru verkefni sem IBBY hefur staðið að eða tekið þátt í að undanförnu. Pissupása á degi barnabókarinnar Í byrjun apríl flutti Ævar Þór Benediktsson sögu sína, Pissupásu, á Rás 1 í tilefni dags barnabókarinnar og hlaut hún góðar undirtektir. Sagan í ár var skemmtileg saga um samskipti hundar og kattar þegar sá fyrrnefndi flytur í hverfi kattarins. Sögur – verðlaunahátíð barnanna Síðar í mánuðinum, 22. apríl, var Sögur – verðlauna- hátíð barnanna haldin hátíðleg í fyrsta skipti í Hörpu. Undirbúningurinn hófst síðasta haust þegar við Ragn- heiður Gestsdóttir, þáverandi formaður IBBY á Íslandi, settumst að borði fyrir hönd IBBY með einvala liði fólks sem á það sameiginlegt að vilja gera barnamenn- ingu hátt undir höfði. Markmiðið var að virkja sköp- unarkraft barnanna og gefa þeim vettvang til að koma verkum sínum á framfæri, gefa þeim tækifæri til þess að kjósa um það sem þeim þætti best á sviði barnamenn- ingar og síðast en ekki síst, að ýta undir sagnagleðina með því að hvetja þau til lestrar og skrifta. Að hátíðinni stóðu SÖGUR – samtök um barna- menningu, í samstarfi við KrakkaRÚV, SÍUNG, IBBY á Íslandi, Barnamenningarhátíð Reykjavíkur- borgar, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Borgar- bókasafnið, Borgarleikhúsið, Menntamálastofnun, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Hörpu og Miðstöð skólaþróunar við HA. Afrakstur samstarfsins var glæsilegur og vorum við í stjórn IBBY sérstaklega stolt af því að afhenda Guðrúnu Helgadóttur Sögustein IBBY á hátíðinni. Það var for- seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti hann fyrir hönd IBBY. Sögusteinninn var afhentur á heimili Guðrúnar og tóku liðsmenn KrakkaRÚV upp eftir- minnilegt myndskeið af afhendingunni sem snerti mig djúpt. Með forseta Íslands voru börnin Birta Hal og Ingvar Wu sem tóku skemmtilegt viðtal við Guðrúnu og ræða forseta var alveg einstaklega falleg þar sem hann lét þessi fögru orð falla: „Þú ert okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson.“ Vorvindar IBBY Vorvindar IBBY voru afhentir 13. maí við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi. Að þessu sinni beindi stjórnin sjónum sínum sérstaklega að lestrarhvatningu til að velja það sem okkur fannst blása ferskum vindum um barnamenninguna. Vorvindahafarnir í ár voru fjórir:

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.