Börn og menning - 2018, Blaðsíða 20

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 20
Með fjölbreytnina á bak við eyrað Elín Elísabet Einarsdóttir Á barna- og unglingabók- menntahátíðinni Mýrinni sem haldin var fyrir stuttu fór fram málstofan Að týnast og finnast í myndum: Myndveröld nú- tímabarna. Þar ræddu mynd- höfundarnir Anna Höglund, Benjamin Chaud, Daniel Mizielinski, Högni Sigþórsson, Jenny Lucander og Rán Flyg- enring stuttlega um það hvort börn sjái myndefni sem hent- ar þeim best og sem örvar þau og þroskar, heim sem býður upp á ferðalög um ókunnar ævintýralendur og uppgötvun eigin sjálfsmyndar. Málstofustjóri var Ragn- heiður Gestsdóttir. Einmanaleiki Hin finnska Jenny Lucander talaði um mikilvægi þess að geta tjáð sig nákvæmlega á þann hátt sem maður vill; að ef maður geti ekki sagt frá því hver maður er finni maður fyrir einmanaleika og ótta við að vera misskilinn. Á sama hátt er auðvelt að upplifa sig einan í heimin- um ef maður sér ekki sögur sem svipar til manns eig- in. Teikningin er leið Jennyar til þess að stunda þessa mikilvægu tjáningu og í leiðinni getur hún haft áhrif út á við. Hún upplifir sig eins og kvikmyndaleikstjóra. Öll smáatriðin í útliti og gerð sögupersónanna í sér- hverri barnabók eru í hennar höndum. Þannig leggur hún sitt af mörkum til þess að breyta heiminum, enda er besta leiðin til þess í gegnum yngstu kynslóðina. Frakkinn Benjamin Chaud sagði að börn væru sjálfselsk, það er að segja að þau vilji sjá eitthvað sem þau kannast við í barnabókum. Væntanlega má heimfæra slíka sjálfselsku upp á fullorðna sem gleðjast til dæm- is yfir að sjá íslenskt landslag í bakgrunni í Game of Thrones og James Bond. Við þráum líklega öll að sjá okkar raunveruleika í víðara samhengi, að samsama okkur með restinni af heiminum, að heyra okkar sögu sagða. Ekki síst vegna þess að við erum agn- arsmá þjóð og erum ekki endilega vön því. Það virðist vera sammannlegt að geta tengt sjálfan sig við það efni sem maður upplifir, hvort sem það er bíómynd, skáldsaga eða barnabók. Barn sem elst upp í íslenskri sveit er líklegra til að tengja við Helgi skoð- ar heiminn en Grimms-ævintýri, þótt ekki væri nema vegna þess að hraunið og fjöllin eru kunnuglegri en evrópsku skógarnir. Barnabækur eru listaverk Í stuttum umræðum sem sköpuðust í lok málstofunnar var rætt um gæði barnabóka. Fram kom að hlutfallslega lítið er til af gæðaefni sem er gert á Íslandi og endur- Við þráum líklega öll að sjá okkar raunveruleika í víðara samhengi, að samsama okkur með restinni af heiminum, að heyra okkar sögu sagða.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.