Börn og menning - 2018, Blaðsíða 19

Börn og menning - 2018, Blaðsíða 19
19Barnabókaflóðið upplestra og leikja. Stimpill með nýjum leiðbeiningum leynist á tunnu sem lónar í flóðinu. Börnin fá að veiða fiska og skrifa flöskuskeyti sem þau senda út í heim. Þau geta jafnvel fundið myndskreytta fjársjóðskistu á eyðieyju. Kistan er full af íslenskum barnabókum sem þýddar hafa verið yfir á mismunandi tungumál. Hún er fengin að láni frá Rauða krossinum. Íslandsdeild IBBY gaf Rauða krossinum nýverið átta slíkar kistur með þýddum bókum fyrir börn innflytjenda. Er það von sýningarstjóra að bókunum í fjársjóðskistunni fjölgi á sýningartímanum og að bókakostur kistunnar veki gesti til umhugsunar um hvernig bjóða megi börn sem flytja til Íslands velkomin. Sögugerð og hugarflug Ferðalangar Barnabókaflóðsins rekast á síðasta stimp- ilinn hjá hröfnum Óðins í sjötta rýminu. Þar birtist líka höfuð Miðgarðsormsins. Mynd úr bókaseríunni Goðheimar eftir Peter Madsen gín yfir vinnuborði. Þar geta börnin unað sér við að teikna kort af sögusviði sínu og skrifa eigin sögu. Inn af sögusmiðjunni leynist myrkvaður hellir með iðandi stjörnuhimni. Í myrkrinu er tilvalið að leggjast út af og láta sig dreyma. Að hugar- fluginu loknu fá börnin að teikna ímynduð stjörnu- merki á stjörnukort sem Sævar Helgi Bragason leggur til. Síðasta verkefni Barnabókaflóðsins er bráðskemmti- leg bókmenntagetraun. Þegar þátttakendur hafa svarað nokkrum laufléttum spurningum láta þeir getrauna- blaðið í sérmerktan rauðan póstkassa. Dregið verður úr pottinum mánaðarlega og að sjálfsögðu eru splunku- nýjar barnabækur í verðlaun. Það eru allir hjartanlega velkomnir á Barnabókaflóðið. Aðgangur er sem fyrr segir ókeypis og opnunartíma sýningarinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins: http://nordichouse.is. Ljósmyndir Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Höfundur er teiknari, rithöfundur og listrænn stjórnandi Barnabókaflóðsins.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.