Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 20214 Á nýliðnu Búnaðarþingi var samþykkt nýtt félags kerfi bænda þar sem búgreina félög sameinast undir Bænda sam­ tökum Íslands og verða deildir í stað sjálfstætt starfandi félaga. Munu búgreinafélög taka afstöðu til sameiningarinnar á aðal fundum sínum og verður málið lagt fyrir aðalfund Lands­ sambands kúabænda sem verður haldinn 9.–10. apríl nk. Stjórn LK hefur starfað náið með stjórn BÍ við að móta nýtt félagskerfi, enda viðamikið verk að koma saman tillögu sem passar ólíkum búgreinum svo allir séu sáttir. Ekki var annað að sjá á Búnaðarþingi en að það hafi tekist. Vissulega eru einhverjir þættir sem verða að fá að þróast áfram en vegferðin liggur fyrir og við bændur ætlum okkur að fara í hana saman. Aðalfundum aðildarfélaga LK er nú lokið og mætti ég á þá nokkra þar sem við ræddum breytingar á félagskerfinu. Ekki áttu allir heimangengt á fundina en mikilvægt er að sem flestir átti sig á hvernig nýtt félagskerfi lítur út. Ef Landssamband kúabænda ákveður að sameinast Bændasamtökunum er eitt og annað sem breytist. Helstu breytingar • Núverandi starfsemi Landssambands kúabænda færist yfir í búgreinadeild undir BÍ. • Bændur verða beinir fulltrúar að BÍ og félagsgjald til LK fellur niður. • Búgreinaþing kemur í stað aðalfundar LK. Þar eru málefni nautgriparæktarinnar tekin fyrir. • Yfir búgreinadeildinni er 5 manna stjórn, líkt og er í LK í dag. • Formaður búgreina deildar­ innar situr í búgreinaráði sem er stjórn BÍ til ráðgjafar. • Við verðum ekki með sér­ stakan starfsmann sem sinnir kúabændum heldur verðum við með aðgengi að öllum starfsmönnum BÍ, hver og einn með sérþekk­ ingu á sínu sviði. Þá verður einnig ákveðinn starfsmaður BÍ tengiliður búgreinarinnar og fylgir málum greinarinnar eftir. • Núverandi aðildarfélög að LK verða ekki aðildarfélög að BÍ en verða áfram sjálf­ stæð félög um landið. • Á búgreinaþingi munu sitja kúabændur alls staðar að af landinu og eru þeir fulltrúar ákveðinna svæða, en ekki aðildarfélaga líkt og er á aðalfundi LK í dag. • Kosnir eru fulltrúar búgreinadeildar kúabænda beinni kosningu af félagsmönnum BÍ, sem jafnframt eru kúabændur, á hverju svæði fyrir sig. Stjórn LK er hins vegar sammála um það að við viljum ekki slíta félaginu þó það verði óvirkt. Það þýðir að kennitala LK verður enn lifandi og sjóðir LK verði á þeirri kennitölu, en samtökin eru ágæt­ lega fjárhagslega stödd. Þann sjóð er hægt að nýta í hin ýmsu framfaraverkefni fyrir greinina og stjórn búgreinadeildarinnar hefði umsjón og ábyrgð með sjóðnum. Mun aðalfundur LK taka ákvörðun um næstu skref kúa­ bænda. Við munum kappkosta að koma frekari upplýsingum til okkar félaga fram að þeim tíma svo allir séu vel upplýstir. Það er von mín að við tökum heillaskref eftir réttum vegi, sameinuð í einum Bændasamtökum. Herdís Magna Gunnarsdóttir, Formaður Landssambands kúabænda FRÉTTIR Afskornir túlípanar. Gul blóm gleðja á páskunum Gul blóm hafa lengi verið tengd páskum og flestum þykir gaman að skreyta heimilið með blómum á þeim árstíma og flýta þannig komu vorsins. Fyrir nokkrum árum voru afskornar páskaliljur vinsælastar en í dag er nóg að blómin séu gul til að teljast páskablóm. G a r ð y r k j u b æ n d u r segja að Íslendingar séu fastheldnir á liti þegar kemur að blómum og tengja gul blóm við páskana og markaðurinn fyrir þau því mestur í kringum páskahátíðina Afskornir gulir eða gulleitir túlípanar seljast vel og hefur sala þeirra farið vaxandi milli ára. Forsytíugreinar seljast einnig vel enda blómin á þeim gul og tete páskaliljur, gulur ástareldur, pottakrýsi og gular begóníur eru líka vinsælar. /VH Blómstrandi ástareldur. Fuglaflensa: Mast eykur viðbúnaðarstig – Töluverðar líkur á að flensan berist til landsins með farfuglum Viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hefur verið aukið. Það þýðir að allir fuglar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn eða í fuglaheldum húsum. Sóttvarnir skulu viðhafðar til að hindra smit frá villtum fuglum í alifugla. Matvælastofnun hvetur alla sem halda alifugla til að skrá fuglahald sitt í gegnum þjónustugáttina á vef stofnunarinnar. Atvinnuvega­ og nýsköpun­ arráðuneytið hefur birt auglýsingu um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa ber­ ist í alifugla og aðra fugla í haldi. Var það gert á grundvelli tillögu Matvælastofnunar til ráðuneytisins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu í vetur. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa m.a. greinst á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Töluverðar líkur á að flensan berist til landsins Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands og Tilraunastöðvar HÍ að Keldum, hefur metið ástandið og komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur eru á að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglunum sem nú eru farnir að streyma til landsins. Í þeim faraldri sem geisar í Evrópu nú eru smit frá villtum fuglum talin vera megin smitleiðin í alifugla. Það er því hætta á að alifuglar hér á landi smitist af þeim farfuglum sem koma frá sýktum svæðum, sér í lagi þeir sem haldnir eru utandyra og þar sem smitvörnum er ábótavant. Óvíst er hvenær hægt verður að aflétta sóttvörnum Afleiðingar sjúkdómsins eru alvarlegar; stór hluti fuglanna getur drepist, fyrirskipa þarf aflífun á öllum fuglum á búi sem fuglaflensa greinist á og leggja þarf ýmiss konar takmarkanir á starfsemi á stóru svæði umhverfis viðkomandi bú. Óvíst er hvenær óhætt getur talist að aflétta þessum auknu sóttvarnaráðstöfunum en starfshópurinn endurmetur smithættuna reglulega. Ekki talin smithætta fyrir fólk Ekki er talin vera mikil smithætta fyrir fólk af þessum afbrigðum fuglaflensuveirunnar og ekki stafar smithætta af neyslu afurða alifugla. /VH – Sjá einnig erlendar fréttir af fuglaflensunni á bls. 30 Allir fuglar í haldi þurfa tímabundið að vera í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn eða í fuglaheldum húsum. Einungis sjö mál til afgreiðslu frá Búnaðarþingi 2021 Einungis sjö mál lágu fyrir Búnaðarþingi að þessu sinni. Öll voru þau samþykkt samhljóða í Súlnasal síðastliðinn þriðjudag. Veigamesta málið fjallaði um til­ lögu að nýju félagskerfi bænda, með sameiningu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og búgreinafélag­ anna. • Félagskerfi bænda Í greinargerð er því beint til þeirra búgreina, sem tryggja skulu land­ fræðilega dreifingu á búgreinaþingi, að við kosningu fulltrúa á búgreina­ þing sé höfð til hliðsjónar svæðis­ skipting landsins eins og hún liggur fyrir í gögnum. Markmiðið með breytingunum er að ná aukinni skilvirkni í félags­ kerfinu og eflingu hagsmuna gæslu í landbúnaði. Lagt fram um mitt ár 2021 Því er enn fremur beint til þeirra aðildarfélaga, sem hyggjast sam­ ein ast Bændasamtökum Íslands, að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum svo sameiningin megi ganga í gegn um mitt ár 2021. Stefnt er að því að nýjar samþykktir BÍ, þingsköp Búnaðarþings og búgreinaþings verði lagt fyrir til samþykktar á aukabún­ aðarþingi 10. júní 2021. • Rannsóknir á kolefnisspori í íslenskum landbúnaði Búnaðarþing 2021 telur brýnt að auka þekkingu og skilning á kolefn­ isferlum í íslenskri landbúnaðar­ framleiðslu. Þar þurfa innlendar vísindastofnanir að stíga fram með haldbærri þekkingu og hagnýtum lausnum. Búnaðarþing 2021 beinir því til Alþingis að auka fjármagn til rannsókna á kolefnisspori íslensks landbúnaðar. Búnaðarþing 2021 beinir því til Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) að taka forystu í rann­ sóknum á losun og bindingu kolefnis í landbúnaði á Íslandi. Búnaðarþing 2021 beinir því til LbhÍ að búrekstur skólans verði fyrirmynd í lofts­ lagsvænum aðgerðum. • Þróun vísindastarfs í landbúnaði Styrkja þarf samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar með öflugra vísinda­, mennta­ og rannsóknastarfi í greininni. Stjórn BÍ er falið að kynna sér þessi mál og leggja fram greinargerð á Búnaðarþingi 2022. • Afleysingaþjónusta fyrir bændur Búnaðarþing 2021 samþykkir að koma á afleysingaþjónustu fyrir bændur vegna veikinda eða slysa. Lagt er til að gerður verði samn­ ingur milli Tryggingasjóðs sjálf­ stætt starfandi einstaklinga, Vinnumálastofnunar og Bænda­ samtaka Íslands um fjárstuðning vegna afleysinga ef upp koma veik­ indi, slys eða önnur óvænt áföll í búrekstri, sem valda því að bændur geti af þeim sökum ekki sinnt búum sínum. • Nýliðun í landbúnaði Búnaðarþing 2021 ályktar að styðja þurfi betur við nýliðun í landbún­ aði. Er stjórn BÍ falið að vinna að málinu meðal annars í tengslum við endurskoðun búvörusamninga. Lagt er til að unnin verði úttekt á því hvernig núverandi fyrirkomu­ lag hefur reynst í ljósi fjölda um­ sókna og þeirra fjármuna sem hafa verið til úthlutunar. Niðurstöður úttektarinnar verði nýttar í endur­ skoðun Rammasamnings í sam­ starfi við Samband ungra bænda og Ráðgjafarmiðstöðvar í landbúnaðar. • Aukin tryggingavernd bænda Búnaðarþing 2021 kallar eftir heildstæðri endurskoðun á tryggingamálum bænda, þar með talið á lögum um Bjarg­ ráðasjóð. Markmiðið er að auka tryggingavernd bænda, fyrirsjáanleika og skilvirkni við uppgjör á tjónum í landbúnaði. Stjórn BÍ er falið að kalla eftir því að skipaður verði starfshópur með fulltrúum BÍ, tryggingafélaga, Náttúruhamfaratrygginga Íslands og ráðuneyta þar sem farið verði heildstætt yfir tryggingamál bænda. • Sýklalyfjaónæmi Búnaðarþing 2021 krefst þess að íslensk stjórnvöld láti heil­ brigði landsmanna njóta vafans umfram viðskiptahagsmuni inn­ flutningsaðila þegar kemur að sjúkdómavörnum á Íslandi. Í greinargerð kemur fram að sýklalyfjaónæmi sé orðin ein stærsta heilbrigðisógn í heimin­ um í dag. Því hvetji Búnaðarþing stjórnvöld til þess að gæta hags­ muna bænda í þessu mikilvæga máli og standa fast á réttinum til þess að verjast sýklalyfjaónæmi eins og kostur er. / smh Kúabændur í nýju félagskerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.