Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 53 Saga laxveiða á stöng á Íslandi er löng og merkileg. Erlendir veiðimenn hófu að koma hingað til lands til að stunda laxveiðar á seinni hluta 19. aldar og eftir það var ekki aftur snúið. Óspillt náttúra, fallegar ár og villti laxinn sem kemur til baka á sínar heimaslóðir á hverju ári var það sem heillaði erlenda sem innlenda veiðimenn og gerir enn í dag. Nú eru þó blikur á lofti. Laxeldi í opnum sjókvíum stækkar á ógnarhraða og stefnt er að því að innan nokkura ára verði ræktuð ríflega 100.000 tonn af frjóum norskum eldislaxi í íslenskum fjörðum. Það felur í sér tugi milljóna norskra eldislaxa í opnum sjókvíum en til viðmiðunar telur allur villti íslenski stofninn ekki nema um 80.000 laxa. Þessir 80.000 laxar eru þó gríðarlega mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og íbúa í dreifðum byggðum landsins. Þær tekjur sem laxveiðin skapar gerir það að verkum að margir geta haldið út búi á jörðum sínum. Veiðirétturinn er leigður út, leigutakarnir selja hann áfram til veiðimanna og við þetta skapast störf fyrir leiðsögufólk, matreiðslufólk, þjónustufólk, bílstjóra og fleiri auk viðskipta við hina ýmsu birgja og þjónustuaðila víða um land. Lesendur þessa blaðs eru með- vitaðir um þessa þætti. Ef haldið verður áfram að auka sjókvíaeldi á þann hátt sem nú er verið að gera mun það þó grafa undan þeim búskap sem hér er fjallað um. Í því samhengi má nefna tvö dæmi frá grönnum okkar í Noregi. Noregur er stærsti framleiðandi á eldislaxi í heimi en landið hefur ætíð verið þekkt fyrir sínar miklu laxveiði- ár. Laxveiðiár sem rétt eins og á Íslandi skapa tekjur fyrir fólkið sem býr í nálægð við árnar og aðra sem þær heimsækja í atvinnuskyni. Drottningunni fórnað Laerdal áin hefur lengi verið þekkt sem ein af glæsilegustu og gjöfulu- stu laxveiðiám í Noregi. Þar er hún þekkt sem drottningin og Alta áin sem konungurinn. Áin hefur átt erfitt undanfarna áratugi vegna sníkjudýrs sem nefnist Gyrodactylus Salaris. Sníkjudýrið leggst á húð laxins og étur hann í raun lifandi. Hægt og rólega myndast sár sem getur svo á endanum orðið laxinum að bana. Sem betur fer tókst að losa laxinn í Laerdal við þetta sníkjudýr og var ánni lokað í nokkur ár til þess að gefa laxastofninum tækifæri á að jafna sig eftir að hafa gengist undir meðferð gegn sníkjudýrinu. Áin var opnuð á ný fyrir átta árum og má segja að hún væri komin aftur á strik. Nóg var af laxi og hann í góðum holdum og við góða heilsu. Best gekk árið 2016 og veiddist þá mikið af laxi og meðalþyngdin var hvorki meira né minna en 7,8 kg. Gleðin entist þó ekki lengi. Nýr ógnvaldur var mættur á svæðið. Í firðinum hafði sjókvíaeldi aukist til muna, og það sem gerist þegar þéttleiki kvía og fjöldi laxa í kvíun- um eykst, þá mætir annað sníkjudýr á svæðið. Það er hin margumtalaða laxalús. Laxalúsin er sníkjudýr sem hefur alltaf fylgt villtum laxi, en þó í litlu magni og er hún ekki hættuleg fisknum í villtri náttúru. Hún leggst á laxinn í hafi en drepst svo og dettur af honum þegar hann kemur í ferskvatn. Það sem er mikilvægt að hafa í huga er að nú eru ekki lengur nokkur hundruð eða þúsund laxar að synda í gegnum fjörðinn, heldur eru um 10 milljón eldislaxar í kvíum í firðinum. Það skapar þau skilyrði að lúsin getur fjölgað sér að því virðist endalaust vegna þrengsla í kvíunum. Þegar villti laxinn í Laerdal fer til sjávar eftir að hafa eytt nokkrum árum í ánni sem seiði, þarf hann að synda í gegnum þetta lúsafár sem er nú komið sökum sjókvíaeldisins. Samkvæmt Hafrannsóknarstofnun Noregs eru örlög villta laxins í Laerdal því miður þau að megnið af seiðunum drepast á leiðinni út á haf sökum þeirra aðstæðna sem sjókvía- eldið og lúsin skapar. Dauðshlutfall seiðanna sveiflast á milli 40-80% á milli ára. Þar af leiðandi eru sára- fáir villtir laxar sem snúa til baka í þessa fallegu á eftir að hafa lifað af ferðina yfir Atlantshafið. Þetta á einnig við um aðrar ár í hinum mikla Sognefirði. Að sama skapi á sjó- birtingurinn mjög erfitt uppdráttar á sömu slóðum. Sjóbirtingurinn lifir í firðinum allan ársins hring og er því undir stöðugum árásum frá lúsinni. Áþreifanlegur skaði Margar aðrar ár í Noregi eru einnig illa staddar af sambærilegum ástæðum. Sláandi dæmi er Vosso/ Bolstad áin. Þessi merka á var áður fyrr þekkt fyrir að geyma einhverja stærstu laxa í heiminum. Laxar sem vógu 30 kg þóttu engin stórtíðindi og á hverju ári veiddust laxar um 25 kg og yfir. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tók fiskeldið að stækka á svæðinu og í dag er það svæðið í Noregi sem hefur mestan þéttleika kvía. Um 12% af heildaframleiðslu Norðmanna af eldislaxi kemur þaðan. Risalaxarnir í Vosso svo gott sem hurfu árið 1989 og hafa aldrei komið aftur. Þessi einstöku gen eru líklega horfin að eilífu. Reynt hefur verið að hjálpa ánni með ýmsum aðferðum en það hefur ekki gengið upp. Þeir laxar sem ganga í ána í dag eru færri og smærri. Það að fáir laxar snúi til baka hefur ekki aðeins afleiðingar fyrir vistkerfið í ánni og firðinum heldur hefur það beinar afleiðingar fyrir fólkið sem býr í nánd við árnar. Ástandið á Laerdal ánni er nú orðið það slæmt að verið er að íhuga að loka henni aftur. Ef að ánni yrði lokað mun það fela í sér að samfélagið þar yrði af 25 milljónum norskra króna árlega. Það eru tæplega 400 milljónir íslenskra króna. Það má því spyrja lesendur hvort þetta sé það sem við viljum fyrir íslenskar laxveiðiár, íslenska nátturu, villta laxinn og það fólk sem hefur tekjur af laxveiðum? Ætla má að svarið við því sé nei og því er kominn tími til þess að íslenskir laxveiðibændur og eigendur veiðiréttar stígi upp og mótmæli sjókvíaeldi. Jón Magnús Sigurðarson Höfundur er formaður veiðifé- lags Hofsár og Sunnudalsár Heimsbyggðin er að vakna til vitundar um auðlindir og æ fleiri gera sér grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi þeirra. Á Íslandi er umræðan snörp enda landið ríkt að auðlindum. Í aldanna rás hefur sjávarauðlindin reynst okkur drjúg en framan af sigldu útlenskir kútterar með arðinn úr landi. Þorskastríð voru háð, þjóðin stóð saman og hafði sigur. Í því ljósi eru ummæli Guðmundar Kærnested, eins þekktasta skipherra þorskastríðanna, eftirtektarverð. Hann kvaðst ekki hafa staðið í þessari baráttu hefði hann vitað hvernig staðan yrði nokkrum árum síðar og vísaði þá til úthlutunar kvóta. Í stjórnarskrá Íslands frá 1944 er hvergi minnst á auðlindir. Margar tilraunir ríkisvaldsins til að ráða bót á því hafa farið út um þúfur með einni undantekningu. Eftir hrunið 2008 var ákveðið að færa endurskoðun stjórnarskrárinnar út fyrir veggi Alþingis. Fólkið í landinu gekk í verkið með þjóðfundi sem færði þjóðkjörnu stjórnlagaráði sín helstu áhersluatriði. Ráðið vann úr niðurstöðu þjóðfundar nýja stjórnarskrá sem Alþingi bar undir þjóðaratkvæði 2012 og lögðu 2/3 hlutar kjósenda blessun sína yfir hana. Auðlindaákvæðið byrjar svona: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þetta orðalag var samþykkt af 17 af hverjum 20 sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Eftir yfirferð sérstaks lögfræðingateymis á vegum Alþingis var auðlindaákvæðinu hins vegar breytt í eftirfarandi: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Skýringar lögfræðingateymisins við ákvæðið eru á þessa leið: „Með ákvæðinu er ekki hróflað við þeim eignarréttindum sem þegar kunna að vera fyrir hendi að auðlindum og þeim heimild- um eigenda sem slíkum eignar- rétti fylgja.“ Og nokkrum línum neðar: „Með ákvæðinu er ekki hróflað við þeim nýtingarleyfum eða óbeinu eignarréttindum sem þegar eru fyrir hendi.“ Þessar breytingar kollvarpa til- lögu stjórnlagaráðs og þá um leið forskrift þjóðfundarins sem gekk einmitt út á að geta hróflað við núgildandi úthlutun aflaheimilda. Breytingar lögfræðingateymis- ins færa þannig umráðaréttinn frá þjóðinni til útvegsmanna. Það er í hróplegri andstöðu við þann skýra vilja sem fram kom á þjóðfundinum 2010, í stjórn- lagaráði 2011 og í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 2012. Næsta grein mun fjalla um hvers vegna Alþingi kýs að vanvirða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðar- maður Ólafur Ólafsson, fyrrv.landlæknir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor SAMFÉLAGSRÝNI Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda Náttúru og hlunnindum fórnað fyrir norska stóriðju? Jón Magnús Sigurðarson. KH vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Rvk • 577 1000 • info@khvinnufot.is • khvinnufot.is Ný lína frá Jobman væntanleg strax eftir páska. Það er betra að vera skjó r en skjóur Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.