Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202114 Á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun um stöðu garðyrkjunáms í landinu: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á stjórnvöld að tryggja framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar á Íslandi. Á tímum þar sem áhersla er lögð á að hefja iðn- og starfsmenntanám til vegs og virðingar, áhersla lögð á fæðuöryggi þjóðarinnar, aðgerðir í loftslagsmálum og byggðaþróun verður ekki við það unað að staða starfsmenntanáms garðyrkjunnar sé í þeirri óvissu stöðu sem nú er raunin. Sveitarstjórn telur rétt að aðskilja námið frá Landbúnaðarháskóla Íslands og tryggja framtíð þess á öðrum forsendum, svo sem með tengslum við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mikilvægt er að starfsmenntanáminu sé tryggð örugg aðstaða í húseignum á Reykjum, enda verður ekki hægt að kenna garðyrkju nema hafa húsakost og svæði til ræktunar. Jafnframt þarf að tryggja að námið verði áfram aðgengilegt fyrir nemendur á ólíkum aldri, en algengt hefur verið að fólk sé komið af hefðbundnum framhaldsskólaaldri þegar það sækir sér menntun á þessu sviði. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur jákvætt að jafnframt verði lögð stund á nýsköpun og rannsóknir í garðyrkju á Reykjum, eftir því sem húsrúm og aðstaða leyfir. Það, sem slíkt nýsköpunarstarf leiðir fram, þarf þó á því að halda að fólk með menntun og þekkingu á sviði garðyrkju verði til staðar til að vinna með niðurstöður. Grundvallaratriði er að kippa ekki fótunum undan starfsmenntanáminu og þarf það að hafa tryggan forgang að því húsnæði sem nauðsynlegt er skv. þarfagreiningu, en aðra hluta húsnæðisins væri hægt að nýta fyrir aðstöðu til rannsókna á Reykjum. Um er að ræða menntun sex atvinnugreina sem allar eru mikilvægar. Í Bláskógabyggð hefur átt sér stað mikil uppbygging á sviði garðyrkju, m.a. 9.000 fermetrar gróðurhúsa reistir á síðasta ári. Þá eru margar eldri garðyrkjustöðvar að ganga í gegnum endurnýjun og unnið er að ýmiskonar nýsköpun. Rímar þetta vel við stefnu stjórnvalda um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% árið 2023 til að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Öll þessi starfsemi þarf á að halda starfsfólki sem kann til verka og er nauðsynlegt að viðhalda fagmennsku í þessum greinum. Því er brýnt að tryggja það að áfram verði boðið upp á metnaðarfullt garðyrkjunám, jafnframt því sem unnið er að nýsköpun í greininni.“ /MHH FRÉTTIR Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ályktar um garðyrkjunám: Vill að námið verði aðskilið frá LbhÍ og flutt á Selfoss „Gömul“ og góð ljósmynd frá opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 24. apríl 2014, þegar Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt Ágústi Sigurðssyni, sem var þá rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, skáluðu í kaffi úr kaffibaunum, sem ræktaðar voru á Reykjum. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaðarháskóli Íslands: Sérálit vegna starfsmennta- náms í garðyrkju Mennta- og menningarmála ráð - herra skipaði starfshóp í nóv- ember 2019 til að fara yfir stöðu og framtíðarskipulag starfs- menntanáms við Landbúnaðar- háskóla Íslands sem fram fer á Hvanneyri og að Reykjum í Ölfusi. Tilefnið var áhyggjur hagaðila í garðyrkjugreinum sem töldu að verið væri að breyta inn- taki og sýnileika námsins. Niðurstöður sem fram koma í séráliti LbhÍ, sem birt er á vef Land búnaðar háskólans, eru eftir- farandi: Tækifæri innan garðyrkjunnar á Íslandi eru gríðarleg og brýnt að aðilar taki höndum saman ásamt stjórnvöldum um að koma innvið- um á Reykjum í það horf að þeir séu fremstir í flokki á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig mun námið verða sýnilegra og draga að unga fólkið sem þarf til nýliðunar. Samstarf verði um að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf enn frekar sem skili sér í bættum innviðum og til starfsmenntanáms- ins og atvinnulífsins með skilvirk- um hætti. Á undanförnum misserum hefur verið gert stórátak í átt að því að bæta innviði á Reykjum. Garðskálinn hefur verið endur- byggður og ýmsu öðru viðhaldi verið sinnt. Kynningarstarf hefur verið öflugt og nemendur skólans aldrei verið fleiri. Aðsókn í námið sló öll met sl. haust. Í séráliti LbhÍ er lögð áhersla á styrkleika og samlegðaráhrif á milli skólastiga sem er ein af sérstöðum skólans. Í desember sl. ákvað mennta- og menningar- málaráðherra að starfsmennta- nám í garðyrkju yrði fært til FSu. Undirbúningur að því hefur verið í gangi á undanförnum mánuðum og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands sent frá sér þarfagreiningu um rann- sóknir sem fram fara á Reykjum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vinnur enn að þarfagreiningu sem snýr að starfsmenntanáminu í samvinnu við starfsfólk á Reykjum. LbhÍ hefur lagt áherslu á að sam- legðaráhrif sem eru á milli starfs- menntanámsins annars vegar og rannsóknastarfseminnar hins vegar verði áfram tryggð við breytinguna. • Þarfagreining LbhÍ sem snýr að rannsóknastarfseminni sem eftir verður við LbhÍ • Sérálit LbhÍ sem skilað var til mennta- og menningar mála- ráðuneytisins í júlí sl. /VH Nýnemar í garðyrkju. Jazzhátíð í Skógum í sumar „Jazz undir fjöllum“ er heiti á Jazzhátíð, sem haldin verður í Skógum undir Eyjafjöllum í júlí í sumar. Þetta er sautjánda Jazz- hátíðin í Skógum í röð. Fjölbreyttur hópur úr framvarðar sveit íslenskrar jazztón- listar mun koma fram á hátíðinni. Sigurður Flosason er einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar og heldur utan um skipulag hennar. /MHH Regnbogar við Skógafoss og engir ferðamenn. Mynd / HKr. Brautarstjórar og kennarar garðyrkjubrauta Garðyrkjuskólans á Reykjum: Mótmæla áframhaldandi yfirráðum LbhÍ yfir mannvirkjum og búnaði Mikill reiði er á meðal nem enda og kennara við Garð yrkju skólann á Reykjum í Ölfusi yfir að stjórn- endur Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri fari áfram með yfirráð yfir búnaði, aðstöðu og mannvirkjum skólans á Reykjum. Hafa þeir sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um málið: „Við brautarstjórar og kennarar garðyrkjubrauta Garðyrkjuskólans á Reykjum lýsum eftirfarandi yfir. Ráðherra hefur tilkynnt að garð- yrkjunám skuli færast frá LbhÍ yfir í FSu og teljum við það geta styrkt stöðu námsins. Samhliða því þarf að tryggja að garðyrkjunámið hafi áfram lögheimili á Reykjum, eins og síðustu 80 ár. Okkur líst illa á þá hugmynd að Landbúnaðarháskólinn (LbhÍ) haldi eftir staðarhaldi á Reykjum, enda hefur sú stofnun rúmgóða aðstöðu í sín verkefni á Keldnaholti í Reykjavík og á Hvanneyri, bæði innan- og utan- húss. Jafnframt erum við mjög hugsi yfir því að við yfirfærslu námsins frá einni stofnun til annarrar eigi fulltrúar garðyrkjunnar ekki aðild að því samtali, hvorki frá atvinnulífi né skóla. Starfsemin á Reykjum er fyrst og fremst byggð upp og nýtt fyrir garðyrkjunám á framhaldsskóla- stigi og garðyrkjutilraunir í þágu atvinnugreinarinnar. Þetta er eina aðstaðan í landinu undir sérhæft starfsmenntanám í garðyrkjugrein- um og mikilvægt að ekki sé þrengt að starfseminni. Kostnaðarsamt og erfitt væri að byggja slíka aðstöðu upp annars staðar, enda ætti það að vera óþarfi. Sú óvissa sem ríkir um aðstöðu og framtíð garðyrkjunáms- ins er óskiljanleg, sérstaklega þegar horft er til vaxandi samfélagslegs mikilvægis garðyrkjugreina. Hið farsæla starf Garðyrkju- skólans hefur verið undirstaða öflugra atvinnugreina og rækt- unarmenningar og hefur sam- vinna atvinnulífs og skóla verið hornsteinn þessa starfs. Á sama tíma og mikilvægt er að horfa til framtíðartækifæra garðyrkjugrein- anna má ekki kippa undirstöðunni, þessu sérhæfða námi, undan faginu. Garðyrkjan þarf á fleiri höndum að halda, höndum sem kunna til verka og hafa faglegan metnað að leiðarljósi. Rétti staðurinn fyrir Garðyrkjuskólann er á Reykjum.“ /HKr. Garðyrkjuskólin á Reykjum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.