Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202130 UTAN ÚR HEIMI Fuglaflensusmit kom upp hjá stærsta kalkúnaframleiðanda Danmerkur Fuglaflensusmit er nú komið upp á kalkúnabúum í Danmörku. Hefur fuglaflensan fundist á tveimur af níu búum stórfram­ leiðanda í landinu. Danska Matvælastofnunin fylgist því sér­ staklega vel með búunum. Átta dönsk kalkúnabú hafa verið sett undir opinbert eftirlit af dönsku Matvælastofnuninni samkvæmt frétt Landsbrugs Avisen. Ástæðan er að fuglaflensusmit af stofni A(8H5N8) HPAI hefur komið upp á tveim af átta býlum sem áður voru í eigu Harboe brugghússins. Búin átta eru nú öll í eigu sama fyrirtækisins, APM Danmark A/S, sem stendur fyrir miklum meirihluta kalkúnfram- leiðslu í Danmörku. Alls hefur APM Danmörk níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega. Laugardaginn 6. mars fannst smit á fyrsta kalkúnabúinu af níu sem fyrirtækið rekur. Það var aukin dánartíðni meðal dýr- anna sem olli áhyggjum á bænum, sem er staðsettur við Lundby við Skælskør á Vestur-Sjálandi. Á bænum voru tæp- lega 50.000 kalkúnar. Upphaflega voru aðeins 4.000 kalkúnar drepnir úr einu af tíu kalkúnahúsum á bænum. Nokkrum dögum síðar hafði smitið breiðst út í önnur hús og var öllum dýrunum þá slátrað. „Þegar fyrst uppgötvaðist um smitið á fyrsta búinu var einnig ákveðið að auka eftirlit með hinum fuglahjörðunum. Það er nokkuð algengt að við könnum hvort það eru náin tengsl við sýkt bú og setj- um önnur bú undir opinbert eftirlit, eins og það er kallað,“ útskýrir Tim Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri dönsku Matvælastofnunarinnar, og heldur áfram: „Í þessu tilfelli var um tilviljana- kenndar ferðir starfsfólks að ræða á milli bæjanna og því gátum við ekki verið hundrað prósent viss um að smit bærist ekki til annarra hjarða.“ Miklar áhyggjur af frekari útbreiðslu Ótti um frekari smit var staðfestur miðvikudagskvöldið 10. mars á öðru býli fyrirtækisins, sem staðsett er rétt tæpa tvo kílómetra frá því búi sem fyrsta smitið uppgötvaðist. Reyndust prufur þar vera jákvæðar varðandi fuglaflensu, en á búinu voru 24.000 kalkúnar. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ sagði Tim Petersen. „Þess vegna erum við að gera eins mikið og við getum til að takmarka útbreiðslu smits. Nú hefur sýkingin sýnt að hún getur farið frá húsi til húsa og þess vegna erum við líka vakandi fyrir öðrum smitleiðum.“ Átta bú sem áður voru í eigu Harboe Bæirnir átta sem nú eru undir eft- irliti voru sem fyrr segir áður í eigu brugghússins Harboe. Brugghúsið hætti framleiðslu í kalkúnum árið 2004 og síðan var aðstaðan leigð af matvælafyrirtæki í eigu Þjóðverja. Þýska fyrirtækið keypti svo búin undir nafni APM Danmark A/S og er nú alls með níu býli undir kjúklingarækt sína. Ekki er lengur eiginlegt kalkúna sláturhús í Danmörku og þess vegna verður í flestum tilfellum að flytja alifuglana til Þýskalands þar sem kalkúniðnað- urinn er mun viðameiri. Þessi níu kalkúnabú skiluðu APM Danmark A / S samtals 1,5 milljónir danskra króna í hagnað á fjárhagsárinu 2019/2020. /HKr. VALLARBRAUT EHF WWW.VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 Hafnarfirði S-4540050 26-50-75-90 hestöfl PERKINS mótor 75-113 hestöfl 113 hö 6.400.000+vsk Gangstéttarvél 90 tilboð 5.500.000+vsk með frambúnaði Með tækjum 7.650.000+vsk 26 hö frá 1.480.00+vsk með tækjum frá 2.060.00+vsk Fuglaflensa komin upp í að minnsta kosti 25 Evrópusambandslöndum – Vírusinn hefur greinst í fleiri Evrópulöndum, þar á meðal í Bretlandi og í Rússlandi Fuglaflensusmit af A(8H5N8) HPAI stofni var þann 23. febrúar síðast liðinn staðfest í 25 Evrópu sambandslöndum. Voru þá staðfest 1.022 smit, en um bráðsmitandi tilfelli er að ræða. Að auki var þá staðfest 592 smit í alifuglum í Bretlandi og 421 smit í villtum fuglum þar í landi samkvæmt tölum Mat­ væla öryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu bönnuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin í janúar allan innflutning á fuglum og alifuglaafurðum frá Bretlandi og Hollandi. Þetta átti reyndar við alla fugla og fuglaafurðir, líka úr villtum fuglum. Þá var þegar búið að slátra tugum þúsunda alifugla í Bretlandi vegna flensunnar. Fuglaflensa orðin útbreidd í villtum fuglum Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis mála stofnun- inni (WHO), hefur fuglaflensa verið greind í villtum fuglum vítt og breitt um Evrópu. Þar á meðal í Búlgaríu, Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu. Bretlandi og í Rússlandi. Mat- væla stofnunin á Íslandi hefur einmitt varað við því að fugla- flensan kunni að berast með farfuglum til landsins nú með vorinu. Smit kom upp á varphænum Fuglaflensusmitin sem um ræðir greindust á tímabilinu frá 8. desember 2020 til 23. febrúar 2021. Fyrir utan smitin í löndum ESB hefur verið tilkynnt um sjö tilfelli vegna A (H5N8) HPAI-vírus í Rússlandi (High Pathogenicity Avian Influenza). Samkvæmt fregnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vöknuðu grunsemdir um flensuna í Rússlandi þegar 101.000 af 900.000 varphænum drápust skyndilega á búgarði í Rússlandi í desember 2020. Það var síðan staðfest af rannsóknastofnun Alþjóða dýraheilsustofnunarinnar (OIE) og dýraheilbrigðisstofnun Rússlands í borginni Vladimir. /HKr.Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu. Mynd / HKr. Alls hefur APM í Danmörku níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega. Fuglaflensuveiran sem alifuglabændur eru nú að berhjast við er nefnd A(8H5N8) HPAI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.