Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 47 yrkin hafa skemmst minna en 6-raða yrkin. Kornfylling stöðvaðist í þeim smá- öxunum sem urðu fyrir skemmdum dagana 12.-14. ágúst, en í þeim óskemmdu gat hún haldið áfram þar til 5. september, en þá gerði mikið næturfrost sem fór niður í -4,3° C í 2 m hæð á Möðruvöllum og má gera ráð fyrir að kornið hafi ekki bætt við sig eftir það. Þær vindskemmdir sem hér hefur verið lýst höfðu mikil áhrif á uppskeru, kornþyngd og rúmþyngd eins og sjá má á næstu myndum nr. 9-10 en tilraunin var uppskorin 9. september. Eins og sést á myndum nr. 9 og 10 þá er bæði upp- skeran og rúmþyngdin frekar slök og sem dæmi um það hefur Bústólpi á Akureyri sem kaupir korn af bænd- um, miðað við að kornið nái yfir 600 grömm/lítrar í rúm- þyngd til að það komist í 1. flokk sem greitt er fullt verð fyrir. Eins og áður segir tekur Bústólpi á móti korni frá bændum á hverju hausti og er þá alltaf mæld rúm- þyngdin í hverrri sendingu/(vagni) sem þangað kemur (sjá mynd nr. 11) og hefur Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri verið svo vin- samlegur að senda undirrituðum mæliniðurstöðurnar svo ég geti fylgst með hvernig til hefur tekist með kornræktina hjá bændunum og ekki síst e.t.v. hjá þeim bænd- um sem ég hef komið að ráðgjöf um val á yrkjum og áburðargjöf. Eins og kemur fram á mynd nr. 11 hefur kornfyllingin verðið nokk- uð misjöfn milli kornakra og um 60% þess með rúmþyngd undir 600 g/l, en í þessum tölum geta verið nokkrar sendingar frá sama búinu. Niðurstöður þessara mæl- inga hjá Bústólpa gefa til kynna að eitthvað af kornökrum hafi orðið fyrir skemmdum af miklum vindi dagana 12.-14. ágúst eins og gerð- ist í tilrauninni á Möðruvöllum, en rúmþyngdin sem kemur fram á mynd nr. 11 er aðallega af ökrum í Eyjafjarðar- og Hörgársveit. Við skoðun á veðurmæling- um Veðurstofunnar á Torfum í Eyjafirði var mikill vindur þar dag- ana 12.-14. ágúst, þó hann væri ívið minni en á Möðruvöllum. Sumarið 2020 hér á Norðausturlandi var mjög gott vaxtar sumar, hiti yfir meðalagi nema í júlí og úrkoma hæfilega mikil nema í maí en þá er nægur raki í jarðvegi eftir vet- urinn fyrir bæði vöxt á grasi og korni. Meðan undirritaður var í fullu starfi m.a. við kortagerð hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar auk ráðgjafar í jarðrækt þurfti ég oft að fara um sveitir hér, þá aðallega á Norðausturlandi vegna mælinga á lóðum og landspildum og þá notaði ég oft (eða misnot- aði aðstöðu mína) tækifærið og skoðaði kornakra þar sem ég fór um. Þannig gat ég betur fylgst með hvernig til hefði tekist hjá bændum með ræktunina og aflað upplýsinga fyrir mig til að geta svo miðlað þeim til bændanna. Þetta frumkvæði af minni hálfu var nú ekki vel séð af yfirmönnum hjá RML og gerði ég þetta þá bara á mínum vegum, en ég var að hluta að vinna fyrir RML árið 2013 og aftur frá 2015-2019. Vegna þessara breyttu aðstæðna fer nú minna fyrir ferðum hér um svæðið, nema þá helst um Hörgársveitina í nágrenni Möðruvalla. Fór þó eina hringferð um Eyjafjörðinn í byrjun ágúst í sumar til að kíkja á kornakra og litu þeir þá margir vel út og ekki er ólíklegt að einhverjir akrar þar hafi skemmst eitthvað af vindi dagana 12.-14. ágúst. Við úttekt- ir jarðabóta sl. haust hér á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem undirritaður kom lítillega að eru skoðaðar uppskerutölur m.a. á korni og mátti víða sjá að uppsker- an var í lakara lagi. Guðmundur H. Gunnarsson Sjálfstætt starfandi ráðgjafi í jarðrækt netf: ghg(hjá)bugardur.is gsm: 8663295 Mynd nr. 8 tekin 24. ágúst sem sýnir óskemmd smáöx hlémegin vindsins á yrkinu Judit. Mynd nr. 9 þurrefnisuppskera tonn/ha úr korntilraun á Möðruvöllum 2020. Mynd nr. 10 rúmþyngd kornyrkja g/dl (60g/dl er sama og 600g/l) Mynd nr. 11 sem sýnir rúmþyngdarmælingar hjá Bústólpa á bændakorni haustið 2020. SKÓGARKOLEFNIS- 2C REIKNIR reiknivel.skogur.is C M Y CM MY CY CMY K Skógarkolefnisreiknir-auglýsing í BBL.20210325.pdf 1 16.3.2021 13:38:26 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.