Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 20212 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti setningarræðu Búnaðarþings 2021 en auk hans tóku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, til máls við setningu. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði athöfninni. Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra, lagði áherslu í máli sínu á mikilvægi íslensks landbúnaðar og þess að draga úr matarsóun og að það væru mörg tækifæri ónýtt í að auka lífræna framleiðslu á landinu. Hún sagði einnig að í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar væri lögð áhersla á að gera íslenskan landbúnað loftslagsvænni en hann er í dag. Umhverfisstefna landbúnaðarins Fram kom á Búnaðarþinginu að um hverfismál tengd íslenskum landbúnaði verða tekin til skoðunar og dregin saman í eina heildstæða stefnu. „Hugmyndin er að hægt verði að gera áætlun um hvað þarf að gera á næstu árum til að bæta stöð­ una og helst að kolefnisjafna allan landbúnað og alla bændur í landinu. Þetta verður unnið í samráði við stjórnvöld í samræmi við frumvarp fjármála­ og efnahagsráðherra um skattalegar ívilnanir vegna grænna fjárfestinga. Enda segir í aðgerða­ áætlun ríkisstjórnarinnar að lofts­ lagsaðgerðum í landbúnaði verði hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum þær sem stuðla að loftslagsvænni landbúnað og því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Við verðum einnig að byrja vinnu við endurskoðun á búvöru­ samningnum 2023 og ákveða hverjar áherslur Bændasamtakanna eiga að vera við endurskoðunina. Síðan hvað verður um búvörusamn­ inginn 2026 þegar hann rennur út og almennt hvaða sýn bændur og Bændasamtökin hafa á framtíðina,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar Í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar atvinnu­ og nýsköpunarráðherra sagði hann að vinna við „mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem nú stendur yfir er stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar nú um stundir. Í þeirri vinnu verður teiknuð upp framtíðarsýn. Tækifæri til að stilla saman strengi, skapa sameiginlega framtíðarsýn til næstu áratuga sem byggir á óumdeildum kostum og styrkleikum íslensks landbúnaðar. Um leið er mikilvægt fyrir bændur að styrkja enn frekar tengslin við íslenska neytendur. Bændur verða til framtíðar að svara spurningum neytenda, hlusta eftir þeirra þörfum og auka skilning.“ Kristján Þór sagði einnig frá þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig ekki fram til Alþingis í næstu kosn­ ingum og þakkaði um leið fyrir að hafa fengið að starfa með íslenskum bændum í tíð sinni sem landbúnað­ arráðherra. Búskapur á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði um mikilvægi íslensks landbúnaðar í ávarpi sínu og minnti á að á Bessastöðum hafi til skamms tíma verið búskapur og þar hafi fyrri ábúendur, hirðstjórar konungs og amtmenn gert tilraunir með að rækta grænmeti. Auk þess sem forsetinn sagði að í samræmi við breyttan tíðaranda væri nú unnið að endurheimt votlendis á Bessastöðum og að árangur þess væri sjáanlegur í fjölgun votlendisfugla í landinu. /VH – Sjá nánar frá þinginu á bls. 4 FRÉTTIR STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is KLETTAR HEILSÁRSHÚS Klettar eru sterkbyggð hús – sérhönnuð af Eflu verkfræðistofu. Húsin eru hefðbundin timburgrindarhús sem eru Íslandi að góðu kunn. Húsin afhendast ósamsett, að hluta í forsmíðuðum einingum og að hluta sem forsniðið efni. Hentug lausn við þröngar aðstæður. Uppsetning húsanna er afar fljótleg. Klettar eru með rúmgóðu svefnlofti (hæð 2,1m) sem eykur notagildi hússins umtalsvert. Klettar 65 – Grunnverð kr. 8.373.000,- Klettar 80 – Grunnverð kr. 10.807.000,- Ítarlegar upplýsingar og afhendingarlýsingu má finna á vefsíðu okkar. Húsið á myndinni er af gerðinni Klettar 80 sem reist var 2019 á Vesturlandi. Birgir nýr for- maður BSE Birgir H. Arason, bóndi í Gull- brekku í Eyjafjarðarsveit, var kosinn formaður Búnaðar- sambands Eyjafjarðar á aðalfundi sambandsins nýverið. Hann tekur við af Gunnhildi Gylfadóttur á Steindyrum í Svarfaðardal sem gegnt hefur stöðinni undanfarin ár. Birgir tók á fundinum við verðlaunum fyrir stigahæsta lambhrút af svæði BSE í haust, sem var lamb nr. 66 sem hlotið hefur nafni Varmi. /MÞÞ Birgir H. Arason. Aðalfundur BSE: Þrjú búnaðar- sambönd verði sameinuð Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í Hlíðarbæ fyrr í þessum mán- uði, veitti stjórn heimild til að vinna að sameiningu Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, Búnaðar- sambands S-Þingeyinga og Búnaðarsambands N-Þingeyinga. Sameiningartillögur verða kynntar félagsmönnum bornar upp til samþykktar eða synjunar á löglega auglýstum aðalfundi. Fram kemur í tillögu aðalfundar að hugmyndir félagsmálanefndar BÍ snúist um að stækka og efla félags­ legar einingar og að þær verði 6 á landinu. Ein þeirra verði byggð upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. „Sameinuð búnaðarsambönd á svæðinu geti myndað sterka félagslega heild sem verði grunnur í félagskerfi bænda á svæðinu,“ segir í tillögunni. /MÞÞ Bænda 15. apríl Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, tóku á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við upphaf Búnaðarþings 2021 sem fram fram fór í Súlnasal Hótel Sögu. Myndir / HKr. Stutt og hnitmiðað Búnaðarþing 2021: Þingfulltrúar voru samstiga í að leysa verkefni þingsins Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra blóm sem þakklætisvott Bændasamtakanna fyrir samstarfið í hans ráðherratíð og með þeim á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brýndi bændur til góðra verka við setningu Búnaðarþings og hvatti til aukinnar lífrænnar framleiðslu landbúnaðarafurða. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sló á létta strengi í setn- ingar athöfninni í Bændahöllinni samhliða því að tala um mikilvægi íslensks landbúnaðar í ávarpi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.