Bændablaðið - 25.03.2021, Side 32

Bændablaðið - 25.03.2021, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202132 LÍF&STARF Kjúklingasláturhús Reykjagarðs á Hellu. Þar er slátrað um 50.000 kjúklingum á viku. Myndir / HKr. Þann 20. febrúar síðastliðinn fagn- aði Reykjagarður 50 ára afmæli. Í dag er Reykjagarður stærsti fram- leiðandi kjúklingaafurða á Íslandi og skilgreinir sig sem markaðs- drifið fyrirtæki í alifuglabúskap og matvælaframleiðslu. Félagið er í 100% eigu Sláturfélags Suðurlands. Meginþættir starfseminnar felast í stofnfuglarækt, útungun, kjúklinga- eldi, slátrun, vinnslu, fulleldun, sölu- og markaðsstarfi. Hjartað í starf- seminni er í Rangárþingi, þar sem félagið rekur umfangsmikið eldi og stofnfuglarækt að Ámundarstöðum, í Meiri Tungu, Hellutúni og á Jarlsstöðum. Þá er útungunarstöð, sláturhús og vinnsla á Hellu. Auk þessarar starfsemi er fyrirtækið ýmist með á eigin vegum eða í samstarfi við aðra, kjúklingaeldi í Árnessýslu, Borgarfirði, Hrútafirði og í Grindavík. Þá er rekið fram- leiðslueldhús í Garðabæ og sölu- deild á Foss hálsi í Reykjavík. Stolt af öflugri starfsemi „Á þessum tíma- mótum erum við stolt af þeirri öfl ugu starfsemi sem Reykjagarður sinnir í dag. Verandi stærsti aðili í kjúklingaeldi, slátrun og vinnslu hérlendis. Við minnumst með hlýhug og þakklæti þeirra sem ruddu brautina, vörðuðu veginn og gerðu okkur að því sem við erum í dag. Við erum staðráðin í að feta veginn áfram upp á við,“ segir Guðmundur Svavarsson framkvæmdastjóri. Margir starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu í áratugi Guðmundur ber starfsfólki sínu og samstarfsaðilum afar vel söguna og að það sé harðduglegt og samviskusamt fólk. Þá hafi gengið vel að manna sláturhús og vinnslu og starfsmannavelta er lítil hjá Reykjagarði á Hellu. Þó stór hluti starfsmanna sé af erlendum uppruna, þá hafa þeir margir hverjir starfað hjá fyrirtækinu í áratugi og eru fyrir löngu orðnir íslenskir ríkisborgarar. Heildar starfsmannafjöldi hjá Reykjagarði er í dag um 120-130 manns, þar af um 70–80 sem starfa á Hellu. Fagfólk er á öllum stigum framleiðsluferlisins, jafnt í eldi og vinnslu, sem hefur mikinn metnað og tryggir gæði og áreiðanleika vörunnar. Sérstaklega er gætt að velferð fuglanna, enda er góður aðbúnaður, ásamt hreinu vatni og hágæðafóðri lykillinn að góðum árangri í eldi og gæðum framleiðslu varanna. Fjöldi samstarfs- aðila, verktaka og bænda eiga í nánu samstarfi við félagið. Má þar nefna verktaka við flutninga, þrif, viðhald húsa og búnaðar, umsjón með fugli, húsum og búnaði og fleiru. Um 40.000 Íslendingar snæða máltíð sem tengist Reykjagarði á hverjum degi Til gamans má geta þess að árleg fram leiðsla jafngildir u.þ.b. 14-15 milljónum máltíða og má því segja að á hverjum degi árið um kring snæði u.þ.b. 40 þúsund Íslendingar máltíð, sem byggir á starfsemi Reykjagarðs. Enda er slagorð Holta – „grunnur að góðri máltíð“. Með um 40% af kjúklingaframleiðslunni „Við erum að framleiða um 50 þúsund fugla á viku. Heildarframleiðslan á alifuglakjöti í landinu hefur verið á bilinu níu til tíu þúsund tonn. Hún var heldur minni á síðasta ári, eða 8.705 tonn, og af því vorum við með ríflega 40%. Síðan er Matfugl með annað eins og Ísfugl með nálægt 20%,“ segir Guðmundur. Sagan rakin til 1971 Reykjagarður hf. var stofnaður 20. febrúar 1971 af Jóni Vigfúsi Bjarnasyni, garðyrkjubónda á Reykjum í Mosfellssveit og konu hans, Hansínu Margréti Bjarnadóttur. Árið 1978 hóf félagið eggja- og kjúklingaframleiðslu og árið 1982 keypti félagið alifuglabúið Teig í Mosfellsbæ. Þann 1. janúar 1987 kaupir félagið kjúklingarækt Holtabúsins hf. í Ásahreppi ásamt útungunarstöð og sláturhúsi á Hellu. Árið 1990 festir félagið síðan kaup á þeim hluta Holtabúsins hf. sem eftir var. Árið 1991 seldi það eggja- framleiðslu sína og hætti þá sölu neyslueggja. Árið 1996 festi félagið kaup á 1.400 fermetra húsnæði að Álafossvegi 40 í Mosfellsbæ, þar var til húsa skrifstofa, dreifingarstöð og birgðastöð þess. Dreifing var í höndum félagsins fram til september 2002 þegar samningur var gerður við Landflutninga um að sjá um dreifingu, en í mars 2004 tók Sláturfélag Suðurlands yfir dreifingu á vörum félagsins. Frá miðju ári 2007 hefur Eimskip/Flytjandi annast dreifingu allra vara fyrirtækisins. Skrifstofa félagsins flutti haustið 2003 að Fosshálsi 1 í Reykjavík. Í ágúst 2002 keypti Sláturfélag Suðurlands (SS) 67% hlutabréfa í Reykjagarði af Búnaðarbanka Íslands, sem litlu fyrr hafði eignast félagið. Frá árinu 2007 er Reykjagarður alfarið í eigu SS og rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki þess með sjálfstæðan fjárhag, stjórn og stjórnendur. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins – Mikið lagt upp úr sýkingavörnum í kjúklingaeldi, slátrun og vinnslu Björgvin Bjarnason framleiðslustjóri og Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri í vinnslusal kjúklingasláturhússins á Hellu. Starfsmenn Reykjagarðs vinna af mikilli samviskusemi við vinnslulínuna þó stutt væri í grín og glens. Enda ekki á hverjum degi sem ljósmyndara er hleypt inn á þeirra vinnustað. Þeir eiga uppruna að rekja víða um heim, m.a. til Taílands, Kólumbíu og Austur-Evrópu, en eru margir orðnir íslenskir ríkisborgarar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.