Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 20218 FRÉTTIR BSE og starfsumhverfi íslensks landbúnaðar: Nauðsynlegt að hraða endur- skoðun tollasamnings Fjallað var um starfsumhverfi íslensks landbúnaðar á aðal fundi Búnaðarsambands Eyja fjarðar sem haldinn var í Hlíðar bæ fyrr í þessum mánuði. Lagði fundur­ inn áherslu á ýmis atriði er varða starfsskilyrði íslensks landbún­ aðar og taldi t.d. að nauðsynlegt væri að hraða endur skoðun tolla­ samnings við ESB. Fram kemur í tillögu sem sam­ þykkt var um efnið að nauðsynlegt væri að landbúnaðarráðherra hefði heimildir til að bregðast sérstaklega við erfiðum aðstæðum á markaði með því að fresta eða takmarka útboð á tollkvótum fyrir innfluttar búfjár­ afurðir. „Tollvernd er hluti af starfs­ umhverfi íslensks landbúnaðar líkt og í nágrannalöndum. BSE leggur áherslu á að viðhalda henni og styrkja eftir því sem þörf er á,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundinum. Þá krefst fundurinn þess að stjórnvöld tryggi þegar í stað að röng skráning á innfluttum búvör­ um í tollflokka verði upprætt og heimildum til endurákvörðunar tolla eða öðrum álögum verði beitt eftir því sem við á. „Ólíðandi er að ekki hafi verið brugðist við með eðlilegum hætti af tollayfirvöld­ um/stjórnvöldum þegar rökstuddur grunur er um að alvarleg tollsvik hafi átt sér stað þegar flutt er inn vara á röngu tollnúmeri,“ segir enn fremur. Eðlileg krafa sé að innfluttar vörur séu af sömu gæðum og inn­ lend framleiðsla varðandi hrein­ leika og með tilliti til notkunar sýklalyfja við framleiðsluna og að sambærilegar kröfur séu gerðar til dýravelferðar í þeim löndum sem flutt er inn frá og reglur kveða á um hér á landi. /MÞÞ Átaksverkefni hjá hestamönnum á Hellu: Hesthúsabyggðin færð úr þorpinu á Rangárbakka Lögð hefur verið fram tillaga í sveitarstjórn Rangárþings ytra um átaksverkefni tímabilið 2021–2022 til að flýta uppbyggingu í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum en eldra hverfi er víkjandi sam­ kvæmt skipulagi. Byggja á nýtt 30 stíu hesthús á vegum Rangárbakka ehf., sem er nú þegar með ein 28 stíu hesthús á staðnum. Átaksverkefnið gengur út á að húseigendur í eldra hverfi geti gert sérstakan samning við sveitar­ félagið um flutning í nýtt hverfi. Sveitarfélagið kaupir þá eldra hús og er miðað við 50.000 kr. á fm og seljandi skuldbindur sig til að leggja fjármunina í nýtt hús í hinu nýja hverfi. Helmingur upphæðarinnar er greiddur við undirritun samnings og afgangurinn þegar sökkull á nýju húsi hefur verið kláraður. Einnig er hægt að semja án þess að byggja á nýjum stað en þá eru eingöngu greiddar 25.000 kr. á fm. Átakið verður auglýst vel og kynnt á fundi með hesthúsaeigendum á næstunni ásamt nánari upplýsingum um umsóknarferlið. Byggðarráði hefur verið falið að undirbúa verkefnið fyrir fjárhagsáætlun og eftir atvikum viðauka við fjárhagsáætlun þegar betur liggur fyrir með þátttöku í ver­ kefninu. /MHH Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Lífræn grænmetisræktun á Ósi hlaut verðlaunin Lindigarðar ehf., Ósi, Hörgársveit, hlaut Hvatningarverðlaun Bún­ aðar sambands Eyjafjarðar en verðlaunin voru veitt á aðalfundi BSE á dögunum. Að Lindi görðum standa Nanna Stefánsdóttir ásamt dóttur sinni, Sunnu Hrafns dóttur og tengdasyni, Andra Sigurjóns­ syni. Nanna er skrúðgarðyrkjumeist­ ari frá Garðyrkjuskólanum og hefur starfað við garðyrkju frá árinu 1984. Árið 2007 stofnaði hún fyrirtækið Lindigarða ehf. sem í upphafi sá um lóðaumhirðu og fleiri slík verkefni á Akureyri. Sunna er með BA­próf í þjóð­ félagsfræði og hefur einnig lokið bókhalds­ og skrifstofunámi og útskrifaðist sem garðyrkjufræðing­ ur frá Lbhí af lífrænni braut skólans árið 2018. Hún keypti helminginn í Lindigörðum ehf. árið 2014, ásamt sambýlismanni sínum, Andra Sigurjónssyni, sem er húsasmiður að mennt og vinnur sem verktaki við smíðar. Óhætt er að segja að menntun mæðgnanna í garðyrkju og smiðsins Andra hafi nýst einkar vel við uppbyggingu í búskapnum á Ósi. Kjöraðstæður til ræktunar Eftir nokkra leit að hentugri jörð til að stunda lífræna ræktun keyptu þau Ós í Hörgársveit haustið 2016. Á jörðinni hafði ekki verið stund­ aður búskapur til fjölda ára en tún verið nytjuð. Þar eru kjöraðstæður til ræktunar, jörðin liggur vel við sól. En það var ekki nóg því verkefnin voru mikil og mörg sem þurfti til að byggja upp framleiðsluna og koma í það form sem stefnt var að. Byrjuðu eigendur strax að undir­ búa jörðina og húsakost fyrir lífræna grænmetisrækt. Byrjað var á að vinna upp frjósemi í jarðveginum, einnig var byggt gróðurhús. Stór braggi var fyrir á jörðinni og inni í honum hefur verið byggð upp vinnsla þar sem aðstaða er til þvottar og pökkunar á grænmeti. Lífrænt best fyrir jörðina og neytendur Fyrirtækið lauk aðlögun hjá Vottunar stofunni Túni og fékk vottun í lífrænni framleiðslu árið 2019. Ástæða þess að ábúendur á Ósi völdu lífræna ræktun var sú sannfær ing að það væri best fyrir bæði jörðina og þá sem neyta vörunnar og því kom aldrei neitt annað til greina að fá líf­ ræna vottun. Gulrætur frá Ósi þykja með eindæmum góðar, ferskar og safaríkar. Fyrir þá áræðni og elju sem eigendur Lindigarða hafa sýnt við að byggja upp ræktunina á Ósi fá þau Hvatningarverðlaun BSE fyrir árið 2020. /MÞÞ Gunnhildur á Steindyrum, fráfarandi formaður BSE, með bændum á Ósi í Hörgársveit, frá vinstri, Sunna Hrafnsdóttir, Nanna Stefánsdóttir og Andri Sigurjónsson. Nanna og Sunna eru mæðgur og Andri er eiginmaður Sunnu. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Skýrt verði hver er handhafi kolefnisbindingar skóga í samningum bænda við Skógræktina „Það þarf að skýra það í samning­ um bænda við skógrækt ríkisins að bændur séu handhafar þeirra kolefniseininga sem skógrækt þeirra bindur og stjórni alfarið nýtingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum. Skorar fundurinn á umhverfis­ og auðlindaráðherra að skýra sem fyrst hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga sem ræktaðir eru í gegnum samninga bænda við skógrækt rík­ isins. Ríkið greiði hluta kostnaðar við fornleifaskráningu á skógræktarsvæðum Aðalfundurinn skorar einnig á sama ráðherra að beita sér fyrir því að ís­ lenska ríkið taki á sig kostnað vegna skráninga fornminja við skipulagn­ ingu á skógræktarsvæðum að hluta til eða öllu leyti. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að aukin kolefnisbinding sé nauðsynleg til að íslenska ríkið geti staðið við alþjóðlegar skuld­ bindingar sínar í loftslagsmálum að slæmt sé að mikill kostnaður land­ eigenda við skráningu fornminja sé farinn að standa í vegi fyrir því að skógræktarsvæði séu skipulögð. „Ef ríkið tæki á sig þennan kostnað að hluta eða öllu leyti er ljóst að það myndi flýta fyrir aukinni skógrækt og þar af leiðandi aukinni bindingu á kolefni,“ segir í greinar­ gerðinni. Ólíðandi að sitja undir enda­ lausum áróðri hagsmunaafla Þá var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi BSE þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands var hvött til að láta rannsaka og reikna út ís­ lenska staðla fyrir kolefnisbindingu íslensks landbúnaðar, úr íslensku umhverfi þar sem gróið land og túnrækt fái rétta niðurstöðu um bindingu kolefnis í jarðvegi. Einnig verði reiknuð út losun á allri íslenskri framleiðslu landbún­ aðarvara miðað við íslenskan raun­ veruleika og að óheimilt verði að nota erlenda staðla. Þá vill BSE að Bændasamtökin annist frekari út fær­ slu á málinu og feli RML að vinna verkefnið. Fram kemur í tillögu með þessari greinargerð að alltof oft hafi komið fram óvandaðar og rangar full­ yrðingar um íslenskan landbún­ að í umræðunni um loftslagsmál. Bændur verði að taka málið í sínar hendur og vera skrefinu á undan og stýra umræðunni. „Það er með öllu ólíðandi fyrir landbúnaðinn að sitja undir enda­ lausum áróðri hagsmunaafla, sem oft og tíðum nota erlenda staðla sem ekki eiga við hér á landi,“ segir í greinargerðinni. /MÞÞ BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga. Mynd / HKr. Hesthúsahverfið, sem er staðsett í þorpinu við Hellu, verður flutt í nýtt hesthúsahverfi á Rangárbökkum. Fjarskiptasjóður: Styrkur til að leggja ljós- leiðara til Hríseyjar Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjar­ stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri. Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum. Nú liggur fyrir að finna hag­ kvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi. Ásthildur segir á vef Akureyrar­ bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið. /MÞÞ Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið. Mynd / Almar Alfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.