Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 49 ...frá heilbrigði til hollustu Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á land- lægum sjúkdómum í íslenska hrossastofninum. Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvar- legustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu. Má þar nefna kverkeitlabólgu, hestainflú- ensu, hestaherpes týpu-1 og smitandi blóðleysi. Árlega er skimað fyrir þremur síðastnefndu sjúkdómunum og þannig lagður grunnur að skrán- ingu á þessari góðu sjúkdómastöðu hjá Alþjóða dýraheilbrigðisstofn- uninni, OIE. Það er sérstaklega mikil vægt fyrir útflutning hrossa en hross héðan eru undanþegin sóttkví í löndum Evrópusambandsins og þau fara aðeins í takmarkaða sóttkví í Bandaríkjunum. Nokkur vægari smitefni eru þó landlæg, annaðhvort frá fornu fari eða hafa borist í hrossastofninn í seinni tíð. Einnig eru smitefni í umhverfinu sem geta valdið fóð- ursýkingum eða öðrum tilfallandi sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa yfirlit yfir landlæga sjúkdóma og tryggja samræmd viðbrögð við þeim, enda falla þeir alla jafna ekki undir viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna alvar- legra dýrasjúkdóma. Góð þekking á landlægum smit- sjúkdómum er nauðsynleg til að tryggja að nýir sjúkdómar sem kunna að berast í íslenska hrossastofninn uppgötvist fljótt og örugglega. Hún stuðlar auk þess að réttri meðhöndl- un og dregur úr óþarfa notkun á sýklalyfjum. Vöktun á landlægum sjúkdómum er því til þess fallin að vernda heilsu og velferð íslenska hrossastofnsins. Leiðbeiningarnar eru ætlað- ar bæði starfandi dýralæknum og hrossaeigendum. Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum Sjúkdómaskimun í svínum 2021 Matvælastofnun skimar fyrir PRRS veiki (Porcine Respiratory and Reproductive Syndrome) í svínum á Íslandi í ár, líkt og undanfarin ár. Sýni verða tekin frá 8 bæjum við slátrun að vori og hausti. Niðurstöður verða sendar til eigenda dýra, hvort sem þau eru jákvæð eða nei- kvæð. PRRS er einn af þeim sjúkdóm- um sem mikilvægt er að koma í veg fyrir að berist til landsins og bregðast þarf skjótt við ef það ger- ist, því hann getur haft alvarlegar afleiðingar. Ástæða þess að sýni eru tekin árlega er að einkenni geta verið óljós og því uppgötvast seint. Sjúkdómurinn getur því breiðst út án þess að vart verði við hann til að byrja með. Skimunin er liður í því að reyna að uppgötva sjúkdóminn snemma í ferlinu og kemur til við- bótar almennri árvekni og eftirliti svínabænda. PRRS er veirusjúkdómur með fyrst og fremst tvö birtingaform: Frjósemisörðugleikar hjá gyltum/ göltum og öndunarerfiðleikar hjá grísum. • Helstu einkenni hjá gyltum eru minnkuð matarlyst, hiti, slapp- leiki og einkenni frá öndunar- færum. Einkenni tengd frjó- semisörðugleikum geta verið færri grísir í goti, fósturlát seint á meðgöngu, fæddir grísir geta verið veikburða og átt erfitt með öndun og dánartíðni spenagrísa eykst. • Helstu einkenni hjá grísum geta verið slappleiki, hiti, einkenni frá lungum, hnerri og öndunar- erfiðleikar. • PRRS-veiki hefur aldrei greinst á Íslandi og er mikilvægt að vera laus við þennan sjúkdóm þar sem að hann veldur töluverðum vandræðum hjá svínum og svína- bændum víða um heim. Til þess að halda honum og öðrum smit- sjúkdómum fjarri er mikilvægt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum eins og góðum smitvörnum hjá öllum þeim sem halda svín og vinna með svín. Einnig er mikilvægt að dýraeigendur, almenningur og dýralæknar séu vel á verði til þess að geta fljótt stöðvað útbreiðslu smitsjúkdóma ef þeir koma upp. Samkvæmt lögum um dýrasjúk- dóma og varnir gegn þeim ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smit- sjúkdómi sem lögin ná yfir eða áður óþekktan sjúkdóm að tilkynna það til dýralæknis eða lögreglu. Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu. Mynd / HKr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 793 8800 tekta@tekta.is www.tekta.is HÚS FRAMTÍÐARINNAR Spói 63fm heilsárhús - Verð 15,855,000 kr. 3 herbergi og aukalega 30fm svefnloft Hágæða einingahús, hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður Fullbúið hús að utan, klætt með standandi greniklæðningu, gluggar og hurðir komnar í. Þakjárn og fylgihlutir koma með í pakkanum. Framleiðslutími húsanna er 8-10 vikur og við það bætist um 2 vikur í f lutningi ti l landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.