Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202142 Líftæknifyrirtækið Ísteka er nýsköpunar fyrirtæki sem vinnur verðmætt lyfjaefni úr gjafablóði íslenskra hryssa. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa gjaldeyristekjur. Fyrirtækið velti um 1,7 milljörðum króna í fyrra en hjá því starfa um 40 manns. Um helmingur þeirra er háskólamenntaður. Öflugt eftirlit og alþjóðlegar vottanir Ísteka starfar samkvæmt leyfi frá Lyfjastofnun sem vottar einnig að framleiðslan uppfylli ströng skilyrði sem gerð eru til lyfja- framleiðslu samkvæmt staðli um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð (GMP). Þá er verksmiðjan sam- þykkt til framleiðslu á lyfjaefni á Bandaríkjamarkað af Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Þrotlaus vinna starfsmanna Ísteka hefur jafn- framt tryggt lyfjaefninu samþykki viðkomandi lyfjayfirvalda til nota í lyf í fjölmörgum löndum heims. Dýravelferð í öndvegi Blóðgjafir hryssa eru ávallt fram- kvæmdar af dýralækni að undan- genginni staðdeyfingu. Auk öflugs innra eftirlits eru blóðgjafir hryss- anna undir eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Vel er fylgst með heil- brigði hryssanna eftir blóðgjöf en að jafnaði er tekið blóð fimm sinnum á sumri úr hverri hryssu og aldrei oftar en átta sinnum. Teknir eru að hámarki 5 lítrar í hvert sinn sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að er öruggt fyrir hryssuna. Engin staðfest dæmi eru um að hryssur hafi drepist vegna þessa blóðmissis. Haldið er utan um afföll á blóðgjafatímanum sem eru um eða tæplega 0,1%. Það er sambærilegt við það sem er hjá hrossum sem ekki gefa blóð. Öflugt eftirlit dýralækna Velferð blóðgjafahryssa er undir miklu eftirliti sem fram fer í sex sjálfstæðum lögum. Bóndinn er mikilvægasti hlekk- urinn í velferðareftirlitinu. Hann þekkir skepnurnar og landið sitt best. Hann skipuleggur beit og gjöf hópsins síns og fylgist með sérhverju dýri árið um kring. Blóðgjafadýralæknir metur hverja hryssu fyrir hverja einustu blóðgjöf og tryggir að allar hryssur sem hann samþykkir til blóðgjafa séu hraustar og vel haldnar. Hann er yfirmaður á blóðgjafastað og hefur fullt vald til að útiloka hryssu frá blóðgjöf eða hafna notkun á aðstöðu eða aðferð- um séu þær ekki í lagi. Starfandi dýravelferðarfulltrúi Hjá Ísteka starfar sérstakur dýravel- ferðar- og gæðafulltrúi sem sinnir innra eftirliti með dýravelferð og hefur samkvæmt samningi við bændur aðgengi að þeim hrossum og aðstöðu sem nýtt eru í verkefninu. Fyrirtækið gefur út sérstaka ítarlega gæðahandbók fyrir þá bændur sem eru í samstarfi. Dýravelferðarfulltrúi Ísteka heimsækir úrtak bæja á hverju ári, bæði á blóðgjafatímabili og utan þess. Hann fer yfir ástand á hrossum, aðstöðu og meðferð hrossa. MAST hefur eftirlit með því að skilyrðum fyrir blóðgjöfum sé framfylgt. Að auki framkvæmir MAST almennt búfjáreftirlit til að tryggja að hross og önnur húsdýr séu haldin í samræmi við lög og reglu- gerðir. Almenningi, nágrönnum og ferðamönnum, er jafnframt skylt að tilkynna um hross sem þeir telja illa haldin eða illa farið með samkvæmt 8. gr laga 55/2013 um velferð dýra. Sérstakir dýravelferðarsamningar Allir bændur sem Ísteka á í samstarfi við hafa skrifað undir sérstakan dýravelferðarsamning. Samtals eru í gildi um 100 samningar. Þeir eru byggðir á skilyrðum MAST og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglu- gerðir. Í þeim eru sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, gott beitiland, aðgang að vatni og saltsteinum. Þá eru þar líka sérstakar kvaðir um skráningu allra hrossanna í World feng. Síðast en ekki síst eru þar ákvæði um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram og að ekki megi taka blóð úr hrys- sum á bæjum þar sem hafa komið upp frávik við velferð hrossa sam- kvæmt MAST. Stöðug verðhækkun til bænda Fyrirtækið á sem fyrr segir í sam- starfi við um eitt hundrað bændur sem samanlagt halda yfir 5.000 hryssur vegna þessarar búgreinar. Verðið á gjafablóðinu hefur hækkað langt umfram aðrar landbúnað- arvörur síðustu 20 ár. Bændum í samstarfi við Ísteka hefur jafnframt fjölgað mikið og eru þeir dreifðir um allt landið og hjálpa víða til við að tryggja búsetu í brothættum byggðum. Í tengslum við kórónu- veirufaraldurinn ákvað Ísteka að greiða samstarfsbændum sínum sérstaka eingreiðslu eftir seinasta tímabil. Nam aukagreiðslan 6% af verðmæti innlagðra afurða 2020. Farsæld fyrir menn og dýr Undirritaður er framkvæmdastjóri Ísteka og ég er stoltur af því starfi sem þar er unnið. Farsæld þeirra hrossa sem unnið er með er tryggð og aðbúnaður þeirra og vellíðan er eins og best verður á kosið. Fóstureyðingar eru ekki leyfðar hjá þeim hryssum sem eru í verkefninu. Bændur fá góðar og öruggar tekjur vegna þessarar búgreinar og fjöldi fólks, bæði dýralæknar og starfs- menn Ísteka, fá vel launuð störf vegna þessa verkefnis. Arnþór Guðlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka. Á Búsáhaldasýningunni sem hald­ in var í Reykjavík árið 1921 stóð dráttarvél með nafni sem ein­ hverjum sýningargestum kom kunnuglega fyrir sjónir – Fordson. Árið 1915 hafði orðið til fyrirtæk- ið Henry Ford & Son skilið frá Ford Motor Company, í því skyni að hanna og dráttarvél án afskipta hluthafa Ford-kompanísins. Draumur Fords var að smíða dráttarvél sem að stærð og verði hentaði sem flestum bænd- um og við smíðina skyldi beitt tækni sem vel hafði reynst við bílasmíð- ina – að smíða vélarnar á færibandi. Til varð dráttarvél sem fékk nafnið Fordson F. Fréttir af henni bárust brátt til Íslands og umboðsmaður Ford hérlendis, Páll Stefánsson frá Þverá, hóf að kynna hina nýju drátt- arvél. Búnaðarfélagsmenn urðu strax spenntir og höfðu spurst fyrir um dráttarvélina hjá Páli þegar vorið 1917. Svo virðist sem svar við þeirri fyrirspurn hafi dregist. (Sjá nánar í bókinni Frá hestum til hestafla, bls. 101-106). Fátt bendir til þess að gesti Búsáhaldasýningarinnar 1921 hafi rennt grun í að þar stæði dráttarvél sem ætti eftir að verða ein helsta fyr- irmynd dráttarvélasmiða um kom- andi áratugi. Í mörgu tilliti braut hún í bág við eldri gerðir dráttarvéla og boðaði nýja tíð. Enn síður vissu þeir að maður að nafni Harry Ferguson væri að vinna með hugmynd að tæknibúnaði sem félli að Fordson- vélinni og ætti eftir að breyta heims- mynd vélplægingamanna. Það fer ekki mörgum sögum af Fordson-dráttarvélinni fyrst eftir að Búsáhaldasýningunni lauk. Hún hvarf þaðan jafn hljóðlega og hún kom. Við hana skorti verkfæri og þannig er dráttarvél gagnslítil. Þjóðsagan segir að vélin hafi stað- ið ónotuð í Reykjavík um 5-6 ára skeið og að enginn hafi eftir henni spurt. Þá brá Páll Stefánsson á það ráð að gefa dráttarvélina vini sínum, Halldóri skólastjóra á Hvanneyri, þar sem hún enn er til. „Gerði hann það af gömlum og góðum kunnings- skap við mig og velvild á íslenskum landbúnaði“, skrifaði Halldór í ræki- legri greinargerð sinni um reynslu af dráttarvélinni. Þar sagði einnig m.a.: „Dráttarvjelin hefur reynst mjer prýðilega. Hún er handhæg og lipur og fremur auðveld í meðferð. Þó verður að leggja hina ýtrustu áherslu á það, að þeir, sem með hana fara, þekki hana vel, og kunni vel að stjórna henni... Með dráttarvjelinni er nú hægt á tiltölulega ódýran og einfaldan hátt að losna við erfiðustu vinnuna, jarðvinsluna, sem mörgum hefir eðlilega vaxið í augum.” Íslenska Fordson-sagan var að hluta rakin í bókinni Alltaf er Farmall fremstur, bls. 29-36, m.a. með samanburði Fordson við International 10-20 frá samnefndri dráttarvélasmiðju. Dráttarvélin IHC 10-20 hafði betur í samkeppni við Fordson hérlendis. Munaði um það að Samband íslenskra samvinnufé- laga hafði umboð fyrir IHC og bjó að greiðum aðgangi að bændum um allt land og samtökum þeirra í gegnum kaupfélögin. Bjarni Guðmundsson MENNING&SAGA Fordson F – Fyrirmynd dráttarvéla 20. aldar Þýfi plægt með Fordson-dráttarvél fyrir brotplógi. Mynd / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Verðmætaskapandi landbúnaður | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Arnþór Guðlaugsson. SAMFÉLAGSRÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.