Bændablaðið - 25.03.2021, Side 28

Bændablaðið - 25.03.2021, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202128 Hagkaup, Krónan og Fjarðarkaup hafa tekið í sölu nýja og spennandi vöru úr íslensku lambakjöti sem fyr- irtækið Pure Arctic hefur þróað. Um er að ræða rifið lamb (e. pulled lamb) úr lamba- bógum sem eru hægeldaðir og kryddaðir. Varan er tilbúin til neyslu í handhægum 350 g pakkn- ingum og þarf einungis að hita kjötið upp. Varan er tilvalin í fljóteldaða rétti svo sem hamborgara, samlokur, vefjur, tacos og á pitsur. Pure Arctic kynnti Pulled lamb til sögunnar í Danmörku í byrjun síðasta árs og hefur varan náð góðri festu á mark- aðnum og salan farið fram úr björt- ustu vonum. Pure Arctic var stofnað af Sverri Sverrissyni og Jørgen Peter Poulsen fyrir um þremur árum. „Markmið félagsins er að fram- leiða og dreifa hágæða matvörum frá Norðurslóðum sem framleiddar eru á vistvænan hátt með endurnýj- anlegum orkugjöfum og með lág- marks kolefnisspori. Fljótlega bætt- ust Sölufélag garðyrkjumanna og Kaupfélag Skagfirðinga við í hlut- hafahópinn og hafa stutt dyggilega við upp- b y g g i n g u f é l a g s i n s . Markmiðið til lengri tíma litið er að byggja upp vöru- merkið Pure Arctic á þann hátt að neytandinn tengi merkið við hágæða vörur frá Norðurslóðum sem framleiddar eru undir góðum skilyrðum, á vistvænan hátt og með endurnýjanlegum orkugjöf- um. Það er trú okkar að auka megi virði þessara afurða sem finnast í takmörkuðu magni með því að markaðssetja þær sem hágæða vöru og velja staðsetningar á markaði sem henta,“ segir Sverrir. Það sé best gert í tilfelli íslenska lambsins með því að segja söguna af sérstöðu okkar sauðfjárbú- skapar og gæðum lambakjötsins. „Pure Arct ic hóf sölu á íslensku grænmeti og lamba- kjöti í Danmörku í upphafi árs 2019 og hefur að mestu selt vörur sínar í vefverslun Nemlig.com undir vörumerki Pure Arctic. Vörurnar eru markaðssettar sem hágæða vörur eins og lýst hefur verið hér að ofan og keppa við það besta sem fyrir er á markaðnum. Mun betra verð fæst t.d. fyrir íslenska lamba- kjötið en fæst fyrir sambærilegt kjöt frá Nýja-Sjálandi og teljum við að þakka megi þann árangur staðfær- slu vörunnar og markaðssetningu.“ Að sögn Sverris hefur verið rífandi gangur í útflutningi félags- ins á matvörum frá Íslandi en auk Danmerkur flytur félagið út vörur til Færeyja og Grænlands í nánu samstarfi við Sölufélag garðyrkju- manna og KS. Auk lambakjötsins flytur Pure Arctic m.a. út íslenskt grænmeti eins og t.d. agúrkur, tómata og salat. Mikil eftirspurn er eftir íslenska grænmetinu bæði vegna bragðgæða og einnig vegna hreinleikans sem er einstakur. Þá er félagið einnig að markaðssetja Pure Arctic Omega-3 síldarlýsið sem er íslensk framleiðsla og fæst í búðum hérlendis. Margildi framleiðir lýsið með einkavarinni vinnsluaðferð. Markaðsstofan íslenskt lamba- kjöt (e. Icelandic Lamb) leggur markaðssetningu Pure Arctic lið með því að leggja til uppruna og gæðamerki sitt sem m.a. má sjá á íslenskum umbúðum „pulled lamb“ og veitir með því aðgang að markaðsefni sínu. Þá hefur markaðsstofan komið að viðburð- um og kynningum í samstarfi við Pure Arctic. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri íslensks lamba- kjöts, segir: „Áherslur Pure Arctic í nálgun sinni á markaðinn passa fullkomlega við stefnu okkar um að lyfta upp ímynd lambakjötsins með því að nota það sem blasir við okkur öllum. Sem eru gæðin og einstök saga okkar séríslenska sauðfjárkyns, búskaparhættir íslenskra bænda og velferð dýranna.“ /HH ÍSLENSKT LAMBAKJÖT KURLARARNIR KOMNIR Ansi öflug verkfæri með 15 hp bensínmótor, blæs kröftuglega frá sér. Tekur allt að 100mm. Auka hnífasett fáanlegt. Verð á samsettu tæki kr. 259.000.- með vsk. Vír og lykkjur ehf. Sími 772 3200 272 fm. hesthús. 54 hesta pláss samkvæmt eldri reglugerð eða 30 pláss í lúxus stíum. Fimm gerði fylgja húsinu sitt hvoru megin við. Ýmsir mögurleikar eru t.d : Byggja reiðskemmu yfir hluta af gerði, útbúa íbúð o.fl. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Tyrfingsson s. 898-3708, löggildur fasteignasali og húsa- smíðameistari, sigurdur@gardatorg.is. FRÁBÆRT HESTHÚS Á BESTA STAÐ Á FÉLAGSVÆÐI FÁKS Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn LÍF&STARF Norðurþing: Góð verkefnastaða hjá iðnaðarmönnum Bjart er yfir iðnaðarmönnum í Norðurþingi um þessar mundir enda mikið að gera og lítið sem ekkert atvinnuleysi meðal þeirra, ólíkt öðrum atvinnugreinum. Jónas Kristjánsson, formaður Þingiðnar, ræddi stöðu í atvinnu- málum iðnaðarmanna ásamt framkvæmdastjóra félagsins við Byggðaráð Norðurþings á dögunum. Fram kom í máli Jónasar að staðan sé góð, einkum hjá trésmiðum. Töluvert hafi verið um nýbyggingar og viðhaldsverkefni á svæðinu og að sjálfsögðu munaði um stórar framkvæmdir á mælikvarða svæðisins, svo sem eins og framkvæmdir Búfesti á Húsavík, nýtt fjölbýlishús við Útgarð og framkvæmdir fiskeldisfyrirtækja í Kelduhverfi og Öxarfirði. Allt væru þetta mannfrek verkefni. Bygging hjúkrunarheimilis í farvatni og ef til vill þaraverksmiðja Þá kom fram að frekari verkefni væru í farvatninu sem myndu skipta verulegu máli á næstu árum hvað byggingariðnaðinn varðar, s.s. bygging á nýju hjúkrunarheim- ili á Húsavík. Jafnframt væri til skoðunar að reisa húsnæði undir þaraverk- smiðju og vonandi myndi sú hug- mynd ná fram að ganga. Þá kæmi til með að lifna yfir öðrum iðnaði þegar starfsemi PCC á Bakka færi aftur á stað í vor. Sagt er frá fund- inum á vefsíðu stéttarfélagsins Framsýnar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.