Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202156 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Björgólfur og Agnes búa í Refsmýri og stunda sauðfjárrækt og skógrækt. Býli: Refsmýri. Staðsett í sveit: Refsmýri er staðsett í Fellunum á Fljótsdalshéraði. Ábúendur: Björgólfur Jónsson, Agnes Klara Ben Jónsdóttir, Hanna Dís Björgólfsdóttir og Glódís Tekla Björgólfsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum oftast þrjú í heimili en elsta dóttir Björgólfs kemur til okkar reglulega. Gæludýr, já þau eru nokkur. Fjórir Samoyed hundar, tvær Pomeranian tíkur svo tvær tíkur af tegundinni French Bulldog. Stærð jarðar? Jörðin er frekar lítil sem er helsti ókostur hennar. Gerð bús? Við erum í sauðfjárrækt og einnig erum við með skógrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 358 hausa og stefnum að því að fjölga á næstu árum vonandi í kringum 600 fjár. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Björgólfur er sjómaður og vinnur tvær vikur á sjó og tvær í „fríi“ heima. Dagarnir eru misjafnir hvort sem hann er heima eða ekki. Ef hann er heima þá sér hann meira um búið þar sem Agnes fer í vinnu en hún vinnur vaktavinnu sem er skipulögð þannig að það eru færri vaktir þegar Björgólfur er á sjó. Ef Björgólfur er ekki heima þá er Agnes að vinna á hjúkrunarheimili einnig svo það fer alveg eftir því hvort dagurinn byrji með morgunnvakt þar. Annars eru við með 1.000 fermetra fjárhús á taði sem er með 12 gjafagrindum svo stundum þarf aðeins að lyfta upp í gjafagrindunum eða gefa nýjar rúllur. Fjárhúsin eru fyrrum gróðurhús sem var í eigu Barra. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnes er ekki alveg að ná tengingu við liðléttinginn og getur ein rúlla tekið 2 sek. að komast í gjafagrindina og einnig meira en 40 mínútur, sem er virkilega þreytandi. Skemmtilegast er að mynda tengingu við dýrin. Björgólfi finnst leiðinlegast þegar kemur að ormalyfjum og sprautuferlinu öllu og skemmtilegast daglega dundið. Glódísi finnst skemmtilegast að gefa Grímu sinni gras en Gríma er gemlingurinn hennar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við keyptum jörðina haustið 2020 og markmið okkar er að ná upp meðalþyngdinni og fjölga vonandi hausunum með tímanum en í dag vantar alveg 100-200 fjár í húsin svo þau haldist betur frostlaus á veturna, höfum verið í vandræðum með vatnið í vetur í mesta frostinu. Einnig erum við með gömul hús á jörðinni sem er vel hægt að hafa 250-300 hausa í og eru í góðu standi. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Við teljum að það þurfi að skoða betur kjötframleiðslu, það er alveg merkilegt hvað kjötið kostar í búðunum miðað við hvað bóndinn fær fyrir það í sláturhúsi. Heimaslátrunarverkefnið er spennandi og á eftir að hjálpa okkur bændunum að koma okkar kjöti á framfæri, margir vilja fá að kaupa beint af býli en ekki í gegnum 2-3 eða 4 aðila. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Harðfiskur frá pabba Agnesar. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Saltkjöt, hakk og kjötsúpa borðast alltaf vel hjá okkur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þar sem við höfum ekki verið lengi við bústörf þá eru þrátt fyrir það komin nokkur skemmtileg atvik. Við vorum nýlega flutt í Refsmýri og það skellur á leiðinda hret í september og var okkur sagt að það væri gott að hafa hliðið á túnunum opið ef þær skyldu mæta heim í veðrinu. Við stóðum úti á palli og töldum yfir 200 hausa í halarófu á leiðinni inn á túnin, kindurnar skiptu sér svo í brekkunni eða á veginum eftir því hvort við áttum þær eða ábúendur á næsta bæ. Þetta var virkilega sérstakt að fylgjast með. Agnesi leiddist reyndar ekkert þegar einn lambhrútur náði að stökkva með Björgólf hangandi á sér á fóðurganginum þannig að þeir enduðu í faðmlögum á gólfinu. Jarðhnetu-hjúpaðar kjúklingabringur Jarðhnetu-brauðrasp gefur þessum kjúklingabringum dýrindis stökka áferð og heldur þeim mjúkum og safaríkum. Hráefni › 1 msk. ólífuolía, plús meira fyrir bökunarplötu › 3/4 bolli jarðhnetur › 3 sneiðar hvítt samlokubrauð, rifið í litla bita › salt (ath. salt af hnetum) og malaður pipar › 2 stór egg › 4 beinlausar, skinnlausar kjúklinga- bringur skornar í helminga › 1 búnt aspas › 1 msk. smjör › 2 teskeiðar fínt rifinn sítrónubörkur Aðferð Hitið ofninn í 220 gráður. Takið bökunarplötu með álpappír, dreifið olíu létt yfir og setjið til hliðar. Í matvinnsluvél, „púlsið“ saman hnetum og brauði þangað til áferðin er orðin hæfilega gróf. Flytjið í miðlungsstóra skál; þeytið olíu, 1/2 tsk. salti og 1/4 tsk. pipar saman. Þeytið egg í stórri skál; kryddið ríkulega með salti og pipar. Bætið kjúklingi við og snúið yfir á hina hliðina. Takið einn bita í einu og setj- ið í hnetubrauðsmylsnuna, þrýstið varlega á kjúklinginn og flytjið yfir á bökunarplötu. Bakið þar til léttbrúnt og rétt eldað í gegn, um það bil 15 mínútur. Á meðan kjúklingur er að bakast, eldið aspas í stórum potti af sjóðandi saltvatni þar til hann er meyr, þrjár til fjórar mínútur, allt eftir þykkt. Tæmið og færið yfir í skál ásamt smjöri og sítrónuberki, kryddið með salti og pipar. Berið kjúkling fram með aspas. Ristað grasker með pestó og mozzarella-osti Bakið grasker með papriku og lauk og berið síðan fram í salati með basil-pestó og rjómakenndum mozzarella-osti og fullt af gleði. Hráefni › 1 lítið butternut grasker, klofið í helminga og skorið í 2 sentimetra þykkar sneiðar › 3 tsk. ólífuolía › 1 tsk. þurrkaður mulinn chilli › 1 rauðlaukur, skorinn í þunna fleyga › 2 rauðar paprikur, skornar í bita › 50 g poki klettasalat › Safi úr ½ sítrónu › 125 g kúla mozzarella › 4 msk. pestó úr dós eða heimalagað Aðferð Hitið ofninn í 220 gráður. Setjið graskerið á stóra bökunarplötu. Veltið upp úr 2 tsk. af olíunni, chilli og kryddi. Bakið í 15 mínútur. Takið graskerið úr ofninum og snúið því við. Dreifið lauknum og paprikunni yfir og setjið aftur í ofninn í 25 mínútur til viðbótar, eða þar til grænmetið er orðið meyrt og hefur tekið á sig fal- legan lit. Veltið klettasalatinu upp úr afgangn- um af olíu, sítrónusafa og smá pipar. Færið yfir á diskana, með graskerinu, lauknum og paprikunni ofan á. Rífið mozzarellaost yfir graskerið og látið aðeins bráðna. Skreytið með pestói. Berið fram heitt. Kókos-karrí-kál Þetta er einföld, fljótleg og auðveld uppskrift og er mjög sveigjanleg. Veljið hráefnið eftir eigin smekk, eða bætið til dæmis við fennel eða papriku, jafnvel heitri papriku til að krydda það aðeins! Það er frábært með steiktum fiski. Hráefni › 1 msk. ólífuolía › 2 msk. smjör › 1 lítill gulur laukur, þunnur skorinn › 1 bolli gulrætur › 1 hvítlauksrif, hakkað › 1 lítið höfuðkál, skorið › ½ bolli ferskur rifinn kókos › 2 msk. indverskt karríduft › ¾ bolli kókosmjólk › salt og pipar eftir smekk › ¼ bolli teningur ferskur tómatur › ¼ bolli saxaður grænn laukur › ¼ bolli saxaður kóríander Aðferð Setjið stóra pönnu yfir háan hita. Hitið olíuna og smjörið þar til það er er sjóðandi heitt. Hrærið saman lauk, gulrót og hvítlauk þar til laukurinn byrjar að mýkjast, um það bil eftir eina mínútu. Bætið hvítkáli, kókos- hnetu og karrídufti út í; hrærið í tvær mínútur í viðbót. Lækkið hitann í miðlungs lágan; hellið kókosmjólkinni út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Setjið lok á pönnuna og eldið að vild. Fyrir framreiðslu, stráið tómötum, vorlauk og kóríander yfir. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Refsmýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.