Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 25.03.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202122 Tilraunaverkefni í Rangárvallasýslu um bokashi-jarðgerð fyrir lífrænan heimilisúrgang: Nýting á mikilvægu hráefni fyrir hringrásarhagkerfið – Talið að þetta sé með fyrstu verkefnum sinnar tegundar í heiminum Í Rangárvallasýslu, á Strönd í Rangárþingi ytra, stendur nú yfir tilraunaverkefni þar sem lífrænn heimilisúrgangur er jarðgerður með svokallaðri bokashi-aðferð. Um samstarfsverkefni er að ræða á milli Jarðgerðarfélagsins, Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Landgræðslunnar. Frumkvæðið að þessari tilraun sem hófst sumarið 2020 á Björk Brynjarsdóttir, stofnandi Jarðgerðar­ félagsins, sem er frumkvöðlafyrir­ tæki og vinnur með hringrásarlausnir í bokashi­jarðgerð fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Nýting á auðlind heimilisúrgangsins Hugmyndafræðin gengur út á að fullvinna og nýta þá auðlind sem lífrænn heimilisúrgangur er. Helstu kostir aðferðarinnar eru að um stað­ bundna aðferð er að ræða, hún er orkunýtin, dregur úr losun gróður­ húsalofttegunda og lokaafurðina má nota til landgræðslu, skógræktar og endurheimt vistkerfa. Bokashi­aðferðin er gerjunarað­ ferð sem er loftfirrð, hún er hraðvirk­ ari en hefðbundin moltugerð; tekur einungis fáeinar vikur en að molta tekur gjarnan nokkra mánuði að lág­ marki – og nánast engin lyktarmeng­ un er af bokashi­aðferðinni. Dýr dragast ekki að lífræna úrganginum, auk þess sem hann er óaðgengilegur. Niðurbrotsferlinu er komið af stað með örverum sem blandað er saman við lífræna úrganginn. Björk og samstarfskona hennar, Julia Miriam Brenner, standa að Jarðræktarfélaginu og tilraunarver­ kefninu. Björk segir að Rangárþing ytra hafi verið ákjósanlegur upphafs­ reitur fyrir verklega starfsemi Jarðræktarfélagsins og því hafi hún hafi ákveðið að athuga hljóm­ grunninn hjá sveitarfélaginu. „Það var þegar til staðar ákveðin grunn­ flokkun á lífræna úrganginum og svo eru höfuðstöðvar Landgræðslunnar auðvitað staðsettar innan sveitar­ félagsins, í Gunnarsholti. Við erum mikið að fókusera á þetta með lífkerfi í forgangi, það er að segja bæði mannleg eða samfé­ lagsleg lífkerfi og lífkerfi í jarðvegi – en ég er menntuð í samfélags­ hönnun og teymisþjálfun og Julia er jarðvegsfræðingur. Gott viðhorf og rökrétt, umhverfisvæn og stað­ bundin meðhöndlun á lífrænum hrá­ efnum er svo frábært verkfæri til að byggja upp hringrásarsamfélög og hringrásarhugsun hjá fólki – og það er svo ótrúlega skýr ávinningur af því,“ segir Björk og telur að líklega sé þetta með fyrstu verkefnum sinnar tegundar í heiminum. Góður skóli „Við fórum svo inn í þetta verk­ efni þannig að við vildum læra sem mest, bæði hratt og ódýrt. Lykilspurningin var hvort þetta væri fýsileg leið fyrir sveitarfélög til að nýta þennan ónýtta lífræna úrgang – eða „hráefni“ sem ég kýs frekar að kalla þetta. Við unnum innan þess ramma sem þegar var til staðar í sorpflokkun og ­söfnun í sýslunni; þar sem lífrænt er flokkað í maíspoka og sótt á tveggja vikna fresti. Íbúarnir hafa verið að flokka lífræna úrganginn frá 2019, í þeim tilgangi að hann fari síðan í iðnaðar­ jarðgerð hjá Terra í Hafnarfirði. Ein af niðurstöðunum núna var til dæmis að maíspokarnir virka ekki til niðurbrots í bokashi­jarðgerð – og það kemur fram í niðurstöðum skýrslu um fyrsta fasa verkefnisins sem við vorum að klára. Við erum svo nýlega komnar aftur af stað að leita eftir áhugasömum íbúum í Rangárvallasýslu sem væru til í að taka þátt í öðrum fasa verk­ efnisins, til að prófa aðeins öðruvísi flokkunarferli sem er sérstaklega hugsað fyrir bokashi­jarðgerð, en ekki iðnaðarjarðgerð. Þegar þeim fasa lýkur, vonandi í sumar eða snemma í haust, verður komin heildarniðurstaða fyrir verkefnið og sýslan fær þar með tækifæri til að ákveða hvort þau vilji innleiða bokashi­meðhöndlun að fullu á Strönd og stuðla þannig að staðbund­ inni hringrás,“ segir Björk. Hún vonast til að fleiri sveitar­ félög fylgi í kjölfarið og Ísland geti orðið leiðandi í þessum málum í nánustu framtíð. „Sérstaklega held ég að þetta sé vænlegt fyrir sveitar­ félög á landsbyggðinni því það er bæði dýrt að reisa og reka iðnað­ arjarðgerð. Flutningar á þessu hrá­ efni eru líka kostnaðarsamar – fjár­ hagslega og loftslagslega – og auk þess missa þau þessi verðmæti út úr sveitarfélaginu. Svo getur lífræn áburðargjöf aukið hreysti jarðvegs, en hraustur jarðvegur hefur betri getu til að binda kolefni en eyddur jarðvegur.“ Tilraunin bar árangur Í skýrslunni um fyrsta fasa verk­ efnisins kemur fram að þrjú tonn af lífrænu hráefni hafi verið gerjuð í fimm 660 lítra fiskikörum til að kanna hvort aðferðin gæti virkað innan núverandi ramma sorpflokk­ unar og ­söfnunar í sýslunni. Þar með var kannað hvort maíspokar væru efniviður til gerjunar og reyndust þeir ekki henta í slíkt. Pappírspokar reyndust hins vegar ákjósanlegri. Gerðir voru tilraunareitir þar sem birkigræðlingar voru gróðursettir með jarðgerðinni til að meta áhrif hennar á áburðarnotkun, að gerjun lokinni. Í skýrslunni kemur fram að bokashi­aðferðin hafi heilt yfir borið árangur, þar sem háefnið í fjórum af fimm körum var full gerjað að átta vikum loknum. Mun skemmri tíma tekur gerjunin í heimajarðgerð. Næringargildi jarðgerðarinnar var hátt. Hlutfall kolefnis og niturs var 15,7 sem gefur til kynna hátt inni­ hald niturs miðað við kolefni. Lágt sýrustig var í jarðgerðinni eða 5,46, sem hefur bælandi áhrif á virkni metanógena og mögulegra sýkla og sjúkdómsvaldandi örvera. Er dregin sú ályktun að þessar niðurstöður gefi til kynna að um sé að ræða bæði örugga og hverfisvæna meðhöndlun á lífrænu hráefni. Er aðferðin talin efnileg og skilvirk en tækifæri séu til að breyta örlítið heimaflokkun og meðhöndlun­ ina á sorpstöð til að gera ferlið í Rangárvallasýslu enn skilvirkari og stöðugra. Með því að nýta hakkara, bæta heimilisflokkun og nota ekki maíspoka megi auka endurvinnslu­ getu bokashi­jarðgerðar í sýslunni. Hlutverk Landgræðslunnar að prófa áburðinn Fulltrúi Landgræðslunnar í verk­ efnisstjórn verkefnisins er Magnús H. Jóhannesson. „Landgræðslan leggur áherslu á að auka notkun líf­ rænna efna til uppgræðslu. Lífrænn áburður hentar langtímamarkmiðum uppgræðslu vel þar sem áburðarefnin brotna hægt niður og verða aðgengi­ leg plöntum til lengri tíma. Það er líka í anda aukinnar sjálfbærnihugs­ unar að nýta allan lífrænan úrgang til góðra hluta í stað þess að urða hann eða farga með öðrum hætti. Næg eru tækifærin úti um allt land að nýta þetta efni til uppgræðslu eða ræktunar,“ segir hann. „Hlutverk Landgræðslunnar í þessu verkefni er að prófa bokashi moltuna sem áburð til uppgræðslu. Gerðar verða samanburðartilraun­ ir á bokashi moltunni og öðrum lífrænum áburði á rofnum melum í næsta nágrenni sorpstöðvarinn­ ar. Tilraunirnar verða settar upp í vor og gróðurmældar í haust og svo árlega í a.m.k. tvö ár,“ segir Magnús. /smh Björk og pabbi hennar Brynjar að sigta jarðgerðina í kjölfar gerjunar. Í fyrsta fasa tilraunarinnar var lagt upp úr því að læra bæði hratt og ódýrt og því minniháttar tækjabúnaður nýttur til að jarðgera fyrstu þrjú tonnin. Frá gróðursetningu birkigræðlingana í tilraunarreit við sorpstöðina Strönd síðasta haust, þar sem jarðgerðin var nýtt. Myndir / Jarðgerðarfélagið Björk Brynjarsdóttir og Julia Miriam Brenner, stofnendur Jarðgerðarfélagsins. LÍF &STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.