Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Síða 12

Skessuhorn - 19.05.2021, Síða 12
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202112 Ný grunnsýning var opnuð síðast- liðinn fimmtudag á Byggðasafn- inu í Görðum á Akranesi. undan- farin fjögur ár hefur verið unnið að hönnun og uppsetningu sýningar- innar og er þetta fyrsta gagngera breytingin sem gerð er á safninu frá því það var opnað í húsinu 1974. Safnaskálinn sem opnaður var fyr- ir aldamót og rúmaði þá þrjár sýn- ingar, gegnir nú hlutverki geymslu- rýmis en þar eru einnig skrifstofur. Hið upprunalega byggðasafnshús er því að nýju orðið aðal sýning- arrýmið á safnasvæðinu. Safnkost- ur og allar merkingar hafa verið endurnýjaðar og húsið sjálft hef- ur verið tekið í gegn innan sem utan. Þema hinnar nýju sýning- ar á byggðasafninu er lífið til sjós, í landi, í vinnu og í leik. Það voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi, Linda Björk Pálsdótt- ir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar og Ólafur Páll Gunnarsson for- maður menningar- og safnanefnd- ar Akraneskaupstaðar sem klipptu á borða og opnuðu sýninguna. um síðustu helgi var safnið svo opið al- menningi og íbúum boðið að kíkja í heimsókn. Sýning í nútímalegri umgjörð Áður en klippt var á borða og safn- ið opnað formlega hélt Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar tölu þar sem hann fór ítarlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið og hverjir komu að verkinu. Þá flutti hljómsveitin Travel Tunes nokkur lög, en hana skipa hjónin Valgerði Jónsdótt- ir og Þórður Sævarsson auk dótt- ur þeirra Sylvíu. „Það var af tilefni 60 ára afmælis safnsins sem ákveð- ið var að endurnýja grunnsýningu þess en safnið var stofnað þann 13. desember árið 1959. Söfn gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem þau starfa í sem felst meðal annars í því að halda utan um og miðla sögu samfélagsins. Í sýning- unni er lögð áhersla á að endur- spegla þá sérstöðu sem starfssvæði safnsins býr yfir en safnið er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarð- arsveitar. Efnistökum er skipt upp í einstök þemu sem eru: Lífið til sjós, lífið í landi, ferðalangar, lífið í vinnu og lífið í leik. Sýningin er sett fram í nútímalegri umgjörð og með fjölbreyttum hætti. Segja má að ljósmyndir, kvikmyndir, hljóð og hljóðleiðsögn gegni aðalhlut- verki auk safngripa sem eru valdir af kostgæfni. Hljóðleiðsögnin nær til fjörutíu og þriggja frásagna og er í boði bæði á ensku og íslensku. Auk þess er víða í sýningunni fatn- aður sem gestir mega handfjatla og máta, skúffur til að opna, snert- iskjásýning og nýja krakkabingó sem börnum gefst tækifæri á að reyna við,“ sagði Ólafur Páll. Aðgengileg öllum Í sýningarhúsnæðinu eru jafnframt kvikmyndarými og sérsýningar- rými sem gefa safninu kost á því að vera með fjölbreytni í sýningarhaldi til framtíðar. „Í dag eru tvær heim- ildarmyndir um Akranes í sýningu, önnur þeirra er frá árinu 1947 og hin frá 1974. Í sérsýningarrýminu er sýning Kolbrúnar Kjarval leir- listakonu og bæjarlistamanns Akra- ness árið 2017, Hvað ef? Með nýrri sýningu og breytingu á sýningar- húsnæði er unnið að því að gera safnið að fróðlegum og áhuga- verðum stað heim að sækja. Vonir standa til þess að sýningin höfði til breiðs hóps íbúa og gesta þannig að þeir verði tíðir gestir á safninu. Þá má jafnframt taka fram að sérstök áhersla hefur verið lögð á að gera sýninguna aðgengilega öllum. Má þar sérstaklega nefna að gert er ráð fyrir hjólastólaaðgengi og lausnum fyrir þá gesti sem hafa takmarkanir varðandi sjón og heyrn.“ Þá sagði Ólafur Páll að áður en hægt hafi verið að hefjast handa við uppsetningu sýningar hafi þurft að pakka eldri sýningu niður, mála allt húsæði að innan sem utan, endur- gera salerni, betrumbæta rafmagn, endurnýja glugga og brunavarnir, sinna ýmiskonar viðhaldsverkefn- um og ófyrirséðum uppákomum. mm Ný grunnsýning opnuð á Byggðasafninu á Akranesi Klippt á borða og safnið enduropnað eftir fjögurra ára breytingar. F.v. Linda Björk, Ólafur Páll og Sævar Freyr. Píanó, grammófónn og glimskratti sem var í einni af sjoppum bæjarins, eru meðal sýningarmuna. Á vegg á safninu má finna ýmis eldri götunöfn sem voru aflögð meðal annars vegna trúarskoðana. Skemmtileg uppstilling. Sími, Camel sígarettur í öskubakka og fölsku tennurnar í glasi. Sagt er frá verslunum sem voru í bæjarfélaginu. Sögu atvinnulífsins eru gerð góð skil.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.