Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Page 18

Skessuhorn - 19.05.2021, Page 18
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202118 Í byrjun þessa mánaðar kom út bók- in Nemandi minn, þar sem m.a. er gripið niður í skólaslitaræður Guð- mundar Sveinssonar fyrrum skóla- stjóra á Bifröst og fjallað um skól- ann fyrstu tvo áratugina eftir flutn- ing hans á Bifröst. Það eru Holl- vinasamtök Bifrastar sem gefa bók- ina út til minningar um séra Guð- mund sem var skólastjóri árin 1955 til 1974 og eiginkonu hans Guð- laugu Einarsdóttur. Við útgáfu bók- arinnar voru liðin 100 ár frá fæð- ingu Guðmundar 28. apríl 1921. Í formála segir Hrafn Magnússon að í fyrstu hafi verið stefnt að útgáfu á skólaslitaræðum séra Guðmund- ar sem ætíð voru mjög vandaðar að allri gerð og hugsun. „Þegar betur var að gáð þótti ekki síður áhuga- vert að birta viðtöl við hann og Guð- laugu konu hans um tilurð skólans á Bifröst og þá starfsemi sem þar fór fram,“ skrifar Hrafn. Með Hrafni í útgáfunefnd bókarinnar voru þeir Þórir Páll Guðjónsson og Reynir ingibjartsson. Bókin kom út 1. maí síðastliðinn og var Lilju d Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra fært fyrsta eintak hennar. Presturinn fenginn í mótun skóla Samvinnuskólinn hafði verið rekinn í Reykjavík allt frá stofnun 1918 en ákveðið að færa starfsemina á Bif- röst í Borgarfirði og gera námið samhliða flutningunum að tveggja ára námi á framhaldsskólastigi. Séra Guðmundur Sveinsson hafði þá í um áratug verið prestur á Hvann- eyri. Var mælt með því að hann yrði ráðinn til þess að móta skól- ann og stýra flutningi hans á nýj- an stað. Blaðamaður ræddi stutt- lega við Þóri Pál Guðjónsson sem sæti átti í útgáfunefnd bókarinnar. Hann er gjörkunnugur skólahaldi á Bifröst, fyrst sem nemandi en síðar kennari og starfsmaður en auk þess dyggur félagi í Hollvinasamtökum Bifrastar. „Eftir að búið var að ákveða að flytja skólann að Bifröst og Guð- mundur hafði verið ráðinn, fór hann í ferðir til Norðurlandanna, Þýskalands og Bretlands til að afla sér fróðleiks um samvinnuskóla sem þar voru víða reknir. Guðmundur var gríðarlega mikill skólamaður og hugsuður í þeim efnum og eru allir sammála um að það hafi verið farsælt fyrir samvinnuhreyfinguna, sem stóð að baki skólanum, að hann var fenginn til verksins. Hjónin Guðmundur og Guðlaug voru síðan í tvo áratugi vakandi og sofandi yfir starfseminni á Bifröst. Hann sem skólastjóri en hún sem húsmóðirin, sú sem rak skólaheimilið á Bifröst. Þarna kom ungt fólk og lítt mótað til náms og búsetu. Guðmundur var hugsuðurinn en Guðlaug kom með jarðsambandið, var afar umhug- að um velferð okkur nemendanna. Þessir tveir áratugir þeirra hjóna í Norðurárdalnum hafa í seinni tíð verið kallaðir Bifrastarævintýrið en þau eiga ekki hvað síst þátt í því,“ rifjar Þórir Páll upp og vitnar í orð Hrafns Magnússonar sem segir í lok formála bókarinnar. „Þáttur Guð- laugar Einarsdóttur verður seint fullþakkaður. Kannski má líkja Bif- rastarævintýrinu við vel heppnaða tónleika þar sem Guðmundur held- ur á tónsprotanum en nemendur og starfsfólk skólans skipa hljómsveit- ina. Ekki aðeins einu sinni heldur í nærfellt tvo áratugi, undir styrkri stjórn Guðmundar Sveinssonar.“ Þrennt til sérstöðu Þórir Páll segir að við flutning skól- ans á Bifröst og mótun tveggja ára viðskiptaskóla á framhaldsskólastigi þar hafi Guðmundur ákveðið að skólinn hefði þrennt að megin sér- stöðu. Í fyrsta lagi að stofna þar til heimilis sem nemendur ættu í tvö ár, heimili þar sem allir væru ávallt velkomnir, agi væri til staðar en ekki síst jákvætt og uppbyggjandi upp- eldi. Þá skyldi ríkja sérstök húsmóð- ir og valdist Guðlaug fljótlega í það hlutverk og gegndi því allan þann tíma sem Guðmundur var skóla- stjóri. „Loks var þriðja sérstaðan sú að skólinn skyldi hafa sérstakan félagsmálakennara enda skyldi rík áhersla vera lögð á kennslu í fram- sögn og tjáningu og eflingu félags- þroska okkar sem þarna stunduð- um nám. Félagsmálakennarar voru ýmsir og nefni ég Hróar Björnsson, Höskuld Goða, Vilhjálm Einarsson og Sigurð Hreiðar sem störfuðu á tíma Guðmundar. Allt menn sem hafa látið að sér kveða í þjóðlífinu enda öflugir félagsmálamenn hver á sinn hátt. Þarna var okkur nem- endunum gefinn kostur á óþrjót- andi þjálfun í félagsstörfum, ræðu- mennsku og framkomu og fjölmarg- ir klúbbar á borð við tónlist, blaða- mennsku, bridds, ljósmyndun og marga fleiri voru í boðið. Svo voru kvöldvökur flest laugardagskvöld sem nemendur sáu um. Þarna leidd- ist því engum.“ Háttvísi var skilyrði Áhersla var lögð á að kenna nem- endum Samvinnuskólans góða framkomu og innprenta þjónustu- lund í mannskapinn. „Meðal annars voru nokkuð stífar reglur um að við drengirnir skyldum vera í jakka og með bindi bæði í kennslustundum og matsal en stúlkurnar í pilsum. Sum- um þótti þetta full mikil afskipta- semi en staðreyndin var sú að það var verið að búa okkur undir þjón- ustustörf úti í atvinnulífinu, oft sem stjórnendur, þar sem mikilvægt er að vera vel til fara og öðrum til fyrir- myndar. Sjálfum fannst mér þetta sérkennilegt í fyrstu en sá síðar að þetta var ákveðið uppeldi. Nemend- ur voru flestir frá sautján ára og til tvítugs og voru að fara í fyrsta skipti að heiman. Bifröst var okkar heim- ili þessi ár og áttu þau Guðmund- ur og Guðlaug mikinn þátt í mót- un okkar og þroska til að takast á við lífið, bæði þátttöku á vinnumarkaði og stofnun heimilis. Það var okkur nemendunum því dýrmætt að hafa fengið að njóta krafta og leiðsagn- ar þeirra hjóna og því var ákveðið að leggja í útgáfu þessarar bókar til að minnast þeirra,“ segir Þórir Páll. Fyrsti skólameistari fjöl- brautaskóla Séra Guðmundur og kona hans Guðlaug stýrðu Bifrastarævintýr- inu fyrstu tvo áratugina eins og áður segir, eftir að ákveðið var að flytja skólann í sveitina. En Guðmundur hafði ekki lokið þátttöku sinni í mót- un skóla. Hann var að loknum Bif- rastartímanum fenginn til að skipu- leggja stofnun fyrsta fjölbrautaskól- ans í landinu; Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem hóf starfsemi 1975. Samvinnuskólinn á Bifröst var hins vegar áfram rekinn á framhalds- skólastigi allt til ársins 1987 að há- skóli var stofnaður á grunni Sam- vinnuskólans. Háskóli hefur svo ver- ið rekinn þar undir nokkrum nöfn- um allar götur síðan eins og flestir þekkja. Hægt að panta Hina nýju bók um hjónin Guð- mund og Guðlaugu er hægt að kaupa á Bifröst og í bókaverslun Pennans í Hafnarfirði. Þá segir Þór- ir Páll að hægt sé að panta bókina hjá honum, með því að senda tölvu- póst á hk.pall@simnet.is eða hringja í 892-8882. mm Það var frábær stemning í Tónbergi á Akranesi síðastliðinn miðvikudag þegar fram fóru vortónleikar Skóla- kórs Grundaskóla og söngkonunnar Sölku Sólar. Tónleikarnir hafa verið á dagskrá frá því vorið 2020 en ítrek- að þurft að fresta þeim vegna Co- vid ástandsins. Það var því langþráð stund hjá kórfélögum að fá loksins að stíga á svið og syngja fyrir fjöl- skyldur og vini en vegna takmark- ana varð uppselt á tónleikana strax í forsölu og ekki hægt að opna á al- menna sölu. Kórinn æfir í tveimur aldurs- skiptum hópum og sungu þeir fyrst í sitt hvoru lagi og svo saman í lokin. Salka Sól tók nokkur lög með krökk- unum og söng einnig Lou Reed lag- ið „Perfect day“ og heillaði alla upp úr skónum. Það gerðu kórkrakkarn- ir svo sannarlega líka, með glaðlegri framkomu og kraftmiklum og falleg- um söng. Það var Valgerður Jóns- dóttir stjórnandi kórsins sem sá um stjórn og skipulag tónleikanna og Flosi Einarsson lék á píanóið. vj/ Ljósm. Kristján A. Reiners Friðriksson. Skólakór Grundaskóla hélt langþráða vortónleika Hollvinasamtökin minnast Bifrastarhjóna með útgáfu bókar Við útgáfu bókarinnar 1. maí síðastliðinn var Lilju D Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra fært fyrsta eintakið. Hér er hún ásamt ritnefnd; Hrafni Magnússyni, Þóri Páli Guðjónssyni og Reyni Ingibjartssyni. Ljósm. Steinþór Guðbjartsson. Þórir Páll Guðjónsson með eintak af nýju bókinni. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.