Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 30

Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 30
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202130 Í hvaða sæti heldur þú að Ísland lendi í Eurovision? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Davíð Kristjánsson „1. sæti.“ Guðfinna Olga Sveinsdóttir „4. sæti.“ Gunnar Sigurjónsson „4. sæti.“ Aðalheiður Rósa Harðardóttir „1. sæti.“ Guðmundur Hagalín Guðjónsson „5. sæti.“ Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA lagði lið Augnabliks í jöfnum og spennandi leik í blíðskaparviðri á Akranesvelli á miðvikudagskvöld- ið í síðustu viku. Þetta var annar leikur ÍA í Lengjudeildinni í sum- ar en eftir tap fyrir Gróttu í fyrstu umferðinni var ljóst að sigur væri nauðsynlegur fyrir þær til að koma sér í efri hluta deildarinnar. Þetta byrjaði þó ekki vel því Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom gestunum yfir á 4. mínútu með þrumuskoti sem small í þverslánni og niður og rétt inn fyrir marklínuna. Skagastúlkur sóttu meira í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér góð marktækifæri og staðan í hálfleik 0-1. Skagastúlkur héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og uppskáru loks á 71. mínútu með flottu marki Erlu Karítasar Jóhannesdóttur sem fékk boltann fyrir framan vítateig- inn og skaut hörkuskoti í bláhorn- ið. Eftir þetta sóttu liðin á bága bóga og það var ÍA sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Lilja Björg Ólafsdóttir fylgdi þá vel eft- ir góðri fyrirgjöf og lagði boltann í netið eftir klafs og mistök gest- anna. Frábær sigur og ÍA komið á blað í Lengjudeildinni með þrjú stig. Þá má hrósa umgjörð leiksins sem var til fyrirmyndar á Akranes- velli á miðvikudagskvöldið: Vallar- þulur, klapplið og stemning í stúk- unni. Næsti leikur ÍA í Lengjudeild- inni verður gegn KR föstudaginn 21. maí á Meistaravöllum í Vestur- bænum og hefst kl. 19.15. vaks Knattspyrnulið ÍA, sem leikur í Lengjudeild kvenna, hefur feng- ið liðsstyrk fyrir baráttuna í sumar. Bandaríski framherjinn McKenna Akimi davidson er gengin til liðs við félagið en hún lék síðast í Lithá- en þar sem hún spilaði með FC Gintra. Þá hefur Hulda Margrét Brynjarsdóttir ákveðið að taka fram takkaskóna á ný eftir að hafa ver- ið fjarri knattspyrnuiðkun í nokkur ár vegna barneigna. Hulda Margrét er fædd árið 1993 og hefur alla tíð spilað fyrir ÍA hér á landi. vaks Skallagrímsmenn fóru fýluferð vestur á Ísafjörð á mánudaginn þegar þeir mættu Vestra í undanúr- slitum 1. deildar karla í körfuknatt- leik. Skallagrímur hafði áður tryggt sig áfram í undanúrslitakeppnina með sigri á Álftanesi síðastliðinn föstudag og var leikur Skallagríms og Vestra sá fyrsti í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitaviðureignina. Þeir grænklæddu komu ákveðn- ir til leiks og stýrðu leiknum fram- an af í fyrsta fjórðungi sem endaði með eins stigs forystu gestanna úr Borgarnesi. Leikurinn hélt sama takti fram að hálfleik og var staðan 33-32 fyrir heimamönnum þegar gengið var til klefa. Í þriðja leikhluta skellti Vestri hreinlega í lás á Skallagríms- menn sem áttu engin svör við vörn heimamanna. Vestri náði að halda Borgnesingum í tíu stigum í leik- hlutanum en heimamenn bættu við 26 stigum og komu sér í væn- lega stöðu fyrir loka fjórðunginn. Skallagrímur sýndi smá lífsmark síðustu tíu mínúturnar en bilið sem Vestri bjó til í þriðja fjórðungi var gestunum um megn og náðu þeir grænklæddu aldrei að ógna af ein- hverri alvöru. Vestramenn sigldu því nokkuð þægilegum sigri í höfn, 81-55, og tóku í leiðinni forystu í einvíginu, 1-0. Lang stigahæstur í liði heima- manna var Ken-Jah Bosley með 34 stig og 6 stoðsendingar. Hann náði einnig að fiska 9 villur á Borgnes- inga í leiknum. Næst stigahæstir voru Marko dmitrovic og Nem- anja Knezevic með 12 stig hvor en sá fyrrnefndi reif niður 21 frákast fyrir Ísfirðinga. Í liði Skallagríms var Marques Oliver stigahæstur með 13 stig. Næst stigahæstur var Eyjólfur Ásberg Halldórsson með 12 stig, 7 fráköst og fjórar stoð- sendingar. Leikur númer tvö í einvígi lið- anna fer fram í Borgarnesi föstu- daginn 21. maí kl. 19:15. glh Íslandsmót unglinga í badmin- ton var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu um síðustu helgi. Bad- mintonsamband Íslands hélt mót- ið í samstarfi við Badmintonfélag Akraness og var framkvæmd móts- ins til fyrirmyndar, samkvæmt frétt á heimasíðu badmintonsambands- ins. Sýnt var beint frá öllum leikjum mótsins á Youtube rás sambandsins. Til leiks voru alls skráðir 159 kepp- endur frá níu félögum og var ÍA með alls 16 keppendur. Sex kepp- endur náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar og þar á meðal var Skagamaðurinn María Rún Ellertsdóttir sem sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik og tvennd- arleik í u17. Annar Skagamaður, davíð Logi Atlason, lenti í 2. sæti í einliðaleik og tvíliðaleik snáða u11 og í tvenndarleik í sama flokki. Þá lenti Máni Berg Ellertsson í 2. sæti í einliðaleik og tvenndarleik sveina u15 en fagnaði sigri með félaga sínum, Arnari Frey Fannarssyni í tvíliðaleik í þeim flokki. TBR var með flesta keppendur, alls 60, BH var með 30 og uMFA með 24. Þá voru einnig keppendur auk ÍA frá KR, Hamri, TBS, Samherjum og Tindastóli. vaks Eva María Jónsdóttir í leik gegn Augnabliki fyrr í sumar. Ljósm. sas Frábær sigur hjá Skagastúlkum gegn Augnabliki Marinó Þór í baráttu við liðsmann Vestra í deildarleik liðanna frá því í vetur. Tap í fyrsta leik undanúrslita gegn Vestra Verðlaunahafar ÍA á Íslandsmótinu: Frá vinstri: María Rún Ellertsdóttir, Arnar Freyr Fannarsson, Davíð Logi Atlason og Máni Berg Ellertsson. Ljósm. bsí. Íslandsmót unglinga í badminton var á Akranesi um helgina Skagakonur fá liðsstyrk Úr leik Gróttu og ÍA á dögunum. Ljósm. sas.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.