Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 4
Sigtún þróunarfélag er í sam-
vinnu við atvinnulífið og hið
opinbera um að setja upp fjöl-
breyttar skrifstofueiningar á
Selfossi. Þar geta Sunnlend-
ingar sem vinna á höfuðborg-
arsvæðinu unnið hluta úr viku
í stað þess að aka alla daga
til Reykjavíkur. Einnig eru þær
hugsaðar fyrir einyrkja og
minni fyrirtæki.
Sigtún er með tilbúna að-
stöðu í húsinu Stað sem tekin
verður í notkun þegar fært
þykir vegna kórónuveiru-
faraldurs og mun einnig taka
2. og 3. hæð Landsbankahúss-
ins undir þá starfsemi. Eftir
tvö ár mun starfsemin síðan
verða flutt inn í nýjan miðbæ.
Leó segir að það auki gæði
Selfoss sem búsetukosts ef
fólk geti unnið hluta vikunnar
í heimabænum. Hann segir að
kórónuveirufaraldurinn hafi
opnað augu fólks fyrir þess-
um möguleika og flýtt þróun-
inni.
Bætir bú-
setuskilyrði
SKRIFSTOFUR HEIMA
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsemi hefst í byrjun sumars í
þrettán húsum sem byggð eru í
gömlum stíl í miðbæ Selfoss. Þar
verða mathöll, sögusýning um skyr-
ið, kaffihús, verslanir, skemmti-
staður, tónleikahöll og 13 íbúðir á
efri hæðum. Er þetta fyrsti áfangi
uppbyggingar miðbæjarins.
„Ég er mjög ánægður með gang
framkvæmda. Við treystum heima-
fyrirtæki fyrir þessu og það treystir
aftur aðallega á heimafyrirtæki sem
undirverktaka. Þetta er samstilltur
hópur,“ segir Leó Árnason, stjórn-
arformaður Sigtúns þróunarfélags.
Gísli Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri segir að uppbyggingin í mið-
bænum hafi mikla þýðingu fyrir Sel-
foss. „Þetta er góður staður sem
getur orðið hjartað í miðbænum, til
viðbótar við ráðhúsið og Krónuna.
Þarna getur fólk stigið út úr bílnum
og notið staðarins og samvista við
fólk,“ segir Gísli Halldór.
Fyrirmyndir í eldri húsum
Öll húsin eru byggð í gömlum stíl
og eiga sér fyrirmyndir í byggingum
sem staðið hafa á Selfossi og annars
staðar á landinu. Í forgrunni verða
fjögur hús sem áður stóðu á Selfossi.
Þar ber fyrst að nefna hús Mjólkur-
bús Flóamanna sem Guðjón Sam-
úelsson húsameistari teiknaði og
byggt var árið 1929. Það stendur við
hringtorgið við brúna og blasir við
þeim sem aka yfir Ölfusárbrú. Í
Mjólkurbúinu verður sýning um
sögu skyrsins og tengingu þess við
Selfoss og Suðurland, heimavöll
skyrsins í heiminum, eins og Leó
tekur til orða.
Meðal annarra áberandi húsa má
nefna Sigtún, fyrsta hús Kaupfélags
Árnesinga, og húsin Ingólf og Höfn.
Nú lokar bárujárnsgirðing upp-
byggingarsvæðið af. Hún hverfur
vitaskuld áður en miðbærinn opnar
dyr sínar og blasa þá nýju-gömlu
húsin við. Hægt verður að aka beint
af hringtorginu eftir aðrein inn á
Brúarstræti og þaðan inn á Mið-
stræti þar sem hægt verður að
leggja bílum.
Leó segir að verið sé að ljúka
samningum við rekstraraðila að öll-
um plássunum. 23 nýir aðilar verða
með rekstur þar. Þá verði íbúðirnar
þrettán tilbúnar í júní og settar í
sölu.
Sigtúnsmenn eru byrjaðir að huga
að framhaldinu, öðrum áfanga. Eftir
er að byggja rúmlega tuttugu hús,
meðal annars fyrir hótel, fleiri versl-
anir, banka, skrifstofur og aðra
þjónustu. Segir Leó að byrjað verði
á þessum áfanga á árinu og reiknar
hann með að hann taki til stórs hluta
af því sem eftir er.
Gamall miðbær verður til
Framkvæmdir við nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi ganga vel Nýju-gömlu
húsin opna dyr sínar í byrjun sumars 23 ný fyrirtæki með starfsemi í húsunum
Skraut Fjölbreytt starfsemi verður í húsunum sem rísa í fyrsta áfanga nýs miðbæjarkjarna á Selfossi. Vonast er til að húsin og starfsemin dragi að gesti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt-gamalt Fjalakötturinn úr Reykjavík, rauða húsið, og Egilssonarhús úr
Hafnarfirði, það bláa, lífga upp á umhverfið í nýja miðbænum.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
„Þetta var ekki
einföld ákvörðun
og er tekin eftir
mikla yfirlegu.
Ég vil vera hluti
af hóp sem er
hægt að treysta
til að taka djarf-
ar ákvarðanir og
tel að innan
þingflokks Pí-
rata muni hug-
sjónum mínum vera best borgið. Í
framhaldinu mun ég gefa kost á
mér í prófkjöri Pírata til að sjá
hvort grasrótin vilji treysta mér
fyrir áframhaldandi verkefnum
eftir kosningar,“ segir þingmað-
urinn Andrés Ingi Jónsson sem í
gær tilkynnti að hann væri geng-
inn til liðs við Pírata. Sem kunnugt
er hefur Andrés Ingi verið utan
flokka síðasta rúma árið eftir að
hann sagði sig úr þingflokki
Vinstri-grænna.
Í tilkynningu frá Pírötum kom
fram að þingflokkurinn hefði sam-
þykkt einróma að bjóða Andrés
velkominn í hópinn. „Andrés Ingi
og þingflokkurinn hafa átt í góðu
samstarfi, flutt saman fjölda þing-
mála og unnið náið saman í nefnd-
um þingsins. Með tímanum hefur
komið í ljós að um er að ræða nátt-
úrulega bandamenn með margar
sameiginlegar áherslur,“ sagði í
tilkynningunni.
Andrés
Ingi til liðs
við Pírata
Gefur kost á sér í
prófkjöri flokksins
Andrés Ingi
Jónsson
Reynir Traustason ritstjóri og
Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri
Mannlífs, hafa keypt vörumerkið
Mannlíf og lénið mannlif.is af
Birtingi útgáfufélagi. Reynir er
gamalreyndur blaðamaður og
starfaði á árum áður á DV,
Fréttablaðinu og fleiri miðlum.
Þá var hann einn af stofnendum
Stundarinnar.
Í tilkynningu er rakið að Birt-
íngur útgáfufélag sé í eigu Goð-
dala sem sé 100% í eigu Sigríðar
Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Boð-
að er áframhaldandi samstarf við
tímarit Birtíngs.
Kaup Reynis og Trausta eru í
gegnum einkahlutafélagið Sól-
artún ehf., sem er að 75
prósent hluta í eigu Reynis og
Trausti er eigandi að 25 prósenta
hlut í félaginu, segir í tilkynn-
ingu.
Festa kaup
á Mannlífi