Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ég var, er, og verð alltaf nasisti.“ Flestir myndu eflaust verða hissa, ef einhver sem maður hefði kynnst sam- dægurs myndi fleygja þessari setn- ingu fram í miðju samtali, og svo var einnig um Jón Fr. Sigvaldason, bif- reiðasmið, þegar hann rakst á Gunn- ar Guðmundsson, einn af Petsamo- förunum, fyrir hendingu í Kína árið 1978 en Gunnar var á árum seinni heimsstyrjald- arinnar flugumað- ur fyrir nasista í Danmörku og Þýskalandi. Jón og Mary kona hans voru á ferðalagi um Kína ásamt hóp ann- arra Íslendinga, og höfðu nýverið komið frá Hong Kong til borgarinnar Guangzhou, sem fyrr á tíð var þekkt sem Kanton. „Í miðjunni á hótelinu var yndislegur garður, við erum að labba þar í gegn, konurnar ætluðu að kaupa sér silki. þá situr maður þar með bjór og dottar. Þegar við göng- um fram hjá segir hann: „Íslend- ingar!“ rifjar Jón upp. Segir Jón að Gunnar hafi verið þátttakandi á kaupstefnu sem var á hótelinu á sama tíma og Gunnar, sem þá rak heild- verslun með kínverskar nið- ursuðuvörur sem hann seldi m.a. til Danmerkur. Var hann þá nýbúinn að kaupa inn að eigin sögn 2.000 tonn af niðursuðuvörum og var örþreyttur. „Þetta þótti fólkinu skrítið sem var með mér, þau voru svona betri borg- arar. En ég hafði áhuga á að tala við manninn, þennan Íslending sem var þarna, ekki að ég vissi neitt um hann,“ segir Jón, sem segist hafa rætt aðeins við Gunnar þarna í hót- elgarðinum, en Gunnar bauð honum að koma upp á herbergi til sín um kvöldið. „Og þar átti ég með honum langt samtal. Þar opnaði hann sig fyrir mér, í einrúmi,“ segir Jón. „Svo fór- um við að tala saman, og hann bara gaf mér yfirlýsingu eins og hann vildi létta á sér. Hann sagði: „Ég var, er, og verð alltaf nasisti.“ Þá segir hann mér frá því að hann hafi komið með Petsamo-förum til Íslands á haust- dögum 1940 til að undirbúa vinnu sem hann hafði tekið að sér í Þýska- landi, við að senda áróður á íslensku yfir útvarp,“ segir Jón. Jón segist ekki muna nafnið á út- varpsstöðinni sem Gunnar vann fyrir, en að hún hafi verið opinber stöð. „Og hann sagðist hafa þurft að undirbúa þessa vinnu á Íslandi, en sagði ekki orð um hverjir voru vitorðsmenn hans, eða í hverju sá undirbúningur fólst.“ Palermó eða Tókýó? Gunnar komst hins vegar ekki beint til Þýskalands vegna stríðs- ástandsins. Jón segir að Gunnar hafi sagt sér að eina leiðin aftur til Þýska- lands hafi legið um New York, því Bandaríkjamenn voru þá enn utan stríðsins. Gunnar sagði honum í kjöl- farið, að hann hefði beðið þar í nokkr- ar vikur eftir skipi, sem hafi siglt til Palermó á Sikiley. Frásögn Jóns af ferðalagi Gunnars er raunar athyglisverð, þar sem aðrar heimildir hafa hermt, að Gunnar hafi átt ævintýralegt ferðalag frá New York til San Francisco, þaðan sem hann hafi farið til Tókýó, en sam- kvæmt heimildum bresku leyniþjón- ustunnar fékk hann þar far með skipi sem sigldi til Spánar. Sé sú ferðasaga rétt, hafði Gunnar eflaust sínar ástæður til þess að leyna förum sínum fyrir Jóni. Jón segist hafa heyrt þá frásögn, en finnist hún nánast fjarstæðukennd, þar sem ekki hafi komið fram nein ástæða fyrir því hvers vegna Gunnar hefði átt að fara kringum hálfan hnöttinn bara til þess eins að sigla til baka, og vera svo kominn aftur til Danmerkur í árs- byrjun 1941, en gögn bresku leyni- þjónustunnar benda til að Gunnar hafi verið kominn aftur til Kaup- mannahafnar í janúar það ár. Þar virðist helsta hlutverk Gunn- ars hafa verið að finna mögulega út- sendara meðal Íslendinga í Dan- mörku og snúa þeim til fylgis við málstað nasista. Gekk í Waffen-SS en hvað svo? Þegar það tók að halla undan fæti hjá Þjóðverjum í stríðinu mun Gunn- ari hafa rennt blóðið til skyldunnar, og greindi hann Jóni frá því. „Hann sagði við mig: „Ég gat ekki annað, heldur gekk ég í Waffen-SS og eftir litla sem enga þjálfun fór ég á aust- urvígstöðvarnar.“ Og til hvers, spurði ég? „Ja, til að verða fyrir mestu nið- urlægingu sem ég hef nokkurn tím- ann orðið fyrir, að ganga á móti Rúss- unum með uppréttar hendur.“ Samkvæmt frásögn Gunnars var herflutningabíllinn sem átti að flytja hann fram til orrustu stöðvaður af Rússum, áður en hann gat svo mikið sem hleypt af skoti, og endaði Gunnar þar með í fangabúðum í Síberíu. Gunnar sagði Jóni svo að Rússarnir hefðu við stríðslok hent sér yfir landamærin til Kína, þar sem hann hefði dvalist í Peking, eignast konu, sem var læknir og átt með henni tvö börn. Við valdatöku Maós 1949, sem Gunnar hafði ófögur orð um, hafi hann flúið til Japans og þaðan til Hong Kong, þar sem hann var bú- settur þegar Jón og Gunnar hittust. Eitthvað virðist hafa vantað í frá- sögn Gunnars til Jóns um hagi sína eftir að styrjöldinni lauk, því að ís- lensk blöð greina frá því í janúar 1946 að hann hafi verið dæmdur til fang- elsisvistar og ærumissis í Danmörku, og síðar sama ár var hann kominn til Íslands þar sem hann eignaðist konu og son, sem fæddist 1948. Hitt virðist vera rétt, að Gunnar hafi líka eignast konu og börn í Asíu eftir að hann fór héðan af landi brott skömmu síðar. Þá er rétt að Gunnar gekk til liðs við Waffen-SS 1944, en upplýsingar bresku leyniþjónustunnar um her- þjónustu hans benda til að hann hafi verið talinn of veikburða til að halda til orrustu og á hann að hafa verið leystur frá herþjónustu í mars 1945, skömmu fyrir stríðslok í Evrópu. Jón segir þó að hann muni ekki gleyma hitanum í frásögn Gunnars þegar hann rakti niðurlægingu sína og fang- elsun af hendi Rússa. „Hann mun selja þér Ísland“ Hann og Gunnar eyddu kvöldinu og því næsta saman við spjall og skemmtan á hótelinu, og var Gunnar enginn aukvisi í þeim efnum. Rifjar Jón upp að einn af þeim sem hefði hitt þá tvo saman á hótelinu hefði sagt sér að passa sig, ellegar myndi Gunnar selja honum Ísland eins og það legði sig. „Hann var refur,“ segir Jón. Gunnar bjó þá í Hong Kong að eig- in sögn, en rak dreifingarheild- verslun í Danmörku, og seldi þangað niðursuðuvörur. Jón segist hafa spurt Gunnar hvort að hann hafi selt vörur til Ís- lands, en fengið þau svör að hann nennti ekki að standa í slíku smá- ræði. „Hann sagðist ekki nenna slíku, því hann keypti og seldi vörur í þúsundum tonna, „Ég nenni ekki að selja nokkrar grænbaunadósir til Íslands,“ sagði hann, en mig grunar reyndar líka að hann hafi viljað forð- ast Ísland. Ég átti ekki að skila kveðju til neins á Íslandi, en hann sagði mér að hann væri uppalinn á Haðarstíg, sem var alveg rétt,“ segir Jón. Gunnar gaf honum einnig nokkrar aðrar upplýsingar um fjöl- skylduhagi sína, sem einnig reynd- ust réttar. Jón hefur ekki haft hátt um kynni sín af Gunnari, fyrir utan að um það bili ári eftir ferðalagið til Kína var hann beðinn um að segja frá ferða- lagi sínu hjá Karlakór Reykjavíkur, sem var á leiðinni þangað í tónleika- ferð. Þá kom í ljós að fram- kvæmdastjóri kórsins hafði verið leikfélagi og æskuvinur Gunnars á Haðarstíg. Jón rifjar upp að Gunnar hafi sagt að sér væri velkomið að hafa sam- band, ef hann væri á ferðinni í Kaup- mannahöfn, en aldrei gafst neitt tækifæri til þess. Ekki varð því af endurfundum þeirra. Ekki er vitað margt um afdrif Gunnars, en hann mun hafa dáið ár- ið 2010, þá háaldraður maður. Segir í umfjöllun Morgunblaðsins árið 2015, þegar 75 ár voru liðin frá Pet- samo-förinni, að hann hafi alla tíð reynst fámáll um störf sín í þágu nasista í stríðinu. Kynntist njósnara fyrir hendingu  Jón Fr. Sigvaldason rakst á Gunnar Guðmundsson, Petsamo-fara, í Kína á áttunda áratugnum Ljósmynd/Gunnar Cortes Petsamo Esjan sést hér sigla úr höfn í Kaupmannahöfn með Petsamo-farana. Um borð var Gunnar Guðmundsson. Nafnspjald Gunnar lét Jón fá nafn- spjald sitt þegar þeir kvöddust. Jón Fr. Sigvaldason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.