Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 9. febrúar 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 316,54 Þorskur, slægður 369,94 Ýsa, óslægð 284,16 Ýsa, slægð 264,95 Ufsi, óslægður 149,18 Ufsi, slægður 180,89 Gullkarfi 183,78 Blálanga, slægð 202,00 Langa, óslægð 207,73 Langa, slægð 210,92 Keila, óslægð 29,37 Keila, slægð 81,47 Steinbítur, óslægður 138,46 Steinbítur, slægður 185,78 Skötuselur, slægður 613,79 Grálúða, slægð 519,00 Skarkoli, óslægður 230,00 Skarkoli, slægður 376,10 Þykkvalúra, slægð 691,83 Langlúra, óslægð 184,00 Sandkoli, óslægður 69,55 Bleikja, flök 1.433,20 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 795,64 Grásleppa, óslægð 2,53 Hlýri, slægður 242,23 Hrogn/ýsa 384,38 Hrogn/þorskur 437,07 Lúða, slægð 672,67 Lýsa, óslægð 21,62 Náskata, slægð 2,50 Rauðmagi, óslægður 68,51 Rækja 10,00 Sandhverfa, slægð 1.503,00 Skata, slægð 107,16 Stórkjafta, slægð 22,00 Undirmálsýsa, óslægð 100,32 Undirmálsýsa, slægð 167,00 Undirmálsþorskur, óslægður 168,94 Undirmálsþorskur, slægður 218,67 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Álagning veiðigjalds fyrir árið 2020 nam alls 4,8 milljörðum króna og greiddi Brim hf. mest allra útgerða, alls 367 milljónir kórna. Álagning ársins 2020 byggist á afkomu veiða ársins 2018. Afkoma ársins 2018 var lök, bæði í samanburði við árin á undan sem og árið 2019. Árið 2021 er gert ráð fyrir að álagning veiðigjalds muni nema um 7,5 milljörðum króna sem byggist á afkomu veiða ársins 2019. Það er 56% hækkun á milli ára. Flestir greiddu í sumar Veiðigjald er reiknað sem 33% af afkomu fiskveiða, þ.e. af verðmæti afla að frádegnum kostnaði. Þá er 40% afsláttur veittur af fyrstu 6,595 milljónunum. Alls voru gjaldendur veiðigjalds ársins 934 og greiddu flestir gjald yfir sumartímann eða á milli sjö og átta hundruð er kemur fram á vef Fiskistofu. Fámennastur var gjald- endahópurinn í janúar 2020 eða um 150. Á myndinni má sjá að þorskur stendur undir meira en helmingi allra greiðslna af veiðigjaldi á Ís- landi og veiðigjaldið af þorski og ýsu samanlagt stendur undir um 75% af álagningunni árið 2020. Í fyrra var veiðigjaldið af þorski einungis helm- ingurinn af því sem álagt var árið 2018. Seint árið 2018 var lögum um út- reikning veiðigjalds breytt svo við- mið færðust nær rauntíma. Því mið- uðust greiðslur á veiðigjaldi árið 2018 við afkomu veiða árið 2015, sem var gott ár í íslenskum sjávarútvegi, ekki síst í botnfiskveiðum, og gengi íslensku krónunnar sterkt. Miklar sveiflur í kolmunna Eins og má sjá á myndinni hafa tekjur ríkissjóðs af kolmunnaveiðum hrapað frá árinu 2018 þegar þær voru 340 milljónir króna en voru árið 2020 einungis 15 milljónir króna. Áætlað er að þær muni batna veru- lega á þessu ári. Veiðigjald fyrir kol- munna var fyrir árið 2020 0,06 krón- ur/kíló en verður fyrir árið 2021 0,99 krónur á kíló. Munurinn á afla á milli þessara ára er þó einungis rúm 24 þúsund tonn. Alls var álagt veiðigjald á tog- araflotann tæpir 2,3 milljarðar króna og álagningin á aflamarksskip 1,8 milljarðar. Krókabátar og aðrir smábátar greiða um 700 milljónir króna samtals. Brim greiddi mest  Veiðigjöld síðasta árs námu 4,8 milljörðum króna  Gjöldin miða við afkomu veiða árið 2018 sem var lök 4,8 6,6 11,3 Álagning veiðigjalds 2018 til 2020 Stærstu gjaldendur árið 2020 Álagt veiðigjald eftir fiskitegundum árið 2020 Álagt veiðigjald 2018-2020 Staðsetning gjaldenda árið 2020 Heimild: Fiskistofa 2018 2019 2020 Álagt veiðigjald Brim hf. 367 m.kr. Samherji Ísland ehf. 281 m.kr. Þorbjörn hf. 250 m.kr. FISK-Seafood ehf. 231 m.kr. Skinney-Þinganes hf. 197 m.kr. 1.326 m.kr. Staður Álagt veiðigjald Reykjavík (101) 680 m.kr. Vestmannaeyjar 550 m.kr. Grindavík 530 m.kr. Akureyri 400 m.kr. Sauðárkrókur 240 m.kr. Álagt veiðigjald 2018 2019 2020 Þorskur 5.760 m.kr. 3.550 m.kr. 2.810 m.kr. Ýsa 1.200 m.kr. 920 m.kr. 780 m.kr. Grálúða 870 m.kr. 420 m.kr. 400 m.kr. Makríll 440 m.kr. 450 m.kr. 260 m.kr. Síld 400 m.kr. 310 m.kr. 210 m.kr. Kolmunni 340 m.kr. 150 m.kr. 15 m.kr. Loðna 320 m.kr. 0 0 m.kr. Milljarðar kr. 680 550 530 400240 Örvar Marteinsson, formaður Sam- bands smærri útgerða, lýsir yfir áhyggjum af þróun línuívilnunar eft- ir að tilkynnt var um afnám hennar í þorski, ýsu og keilu frá og með föstu- deginum 12. febrúar og út tímabilið. Nýtt tímabil hefst 1. mars næstkom- andi og stendur stöðvunin því yfir í 17 daga. Örvar bendir á að skerðing í línu- ívilnunarpottinum um helming við síðustu fiskveiðiáramót sé nú að koma glögglega í ljós. Þá hefur Örv- ar áhyggjur af frekari skerðingum á pottinum sem lagðar eru til í frum- varpi sjávarútvegsráðherra um at- vinnu- og byggðakvóta o.fl. sem ligg- ur nú inni í atvinnuveganefnd Alþingis. „Skerðingin síðustu ár hefur verið á þeim forsendum að ekki þurfi svona mikla ívilnun lengur vegna þess að það séu svo fáir bátar sem nýta sér þetta. En það sést svo greinilega að það hefur verið allt of mikið að skerða úr tvö þúsund tonn- um niður í rúmlega þúsund tonn í þorski. Ef til frekari skerðingar kemur sem lögð er til í frumvarpinu færist potturinn niður í 800 tonn. Í febrúar var búið að veiða fyrir meira en 800 tonn af þorski í línuívilnun,“ segir Örvar í samtali við Morgun- blaðið. Ekki liggur fyrir hversu margir starfa við landbeitingu línu og upp- stokkun en Örvar segir að aðeins í Ólafsvík sé um 20 störf að ræða, jafn- vel fleiri. Með síminnkandi potti til ívilnunar segir hann að útgerðir séu þvingaðar úr landbeitingu og upp- stokkun. Örvar segir að margir sem gera út á balalínu hætti að róa á meðan af- nám línuívilnunar stendur yfir. Þeir sem geta róa áfram til þess að sjá starfsfólki fyrir vinnu. Smærri útgerðir kalla eftir að orðnar skerðingar á línuívilnun gangi til baka. „Þarna er verið að ganga af línuívilnuninni dauðri, og tilheyrandi bátum,“ segir Örvar. Áhyggjur Örvar Már Marteinsson, formaður Sambands smærri útgerða. Línuívilnunin dauðadæmd  Ívilnun afnumin í þorski, ýsu og keilu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.