Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónu-veirufar-aldurinn hefur ekki verið góður fyrir lýðræð- ið. Breska tímaritið The Economist hef- ur frá 2006 gert reglulega úttekt á stöðu lýð- ræðis í heiminum og hefur með- aleinkunn þess ekki verið lægri frá því mælingin hófst, eins og fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á laugardag. Sagnfræðingurinn Frank Snowden kemst að þeirri nið- urstöðu í stórfróðlegri bók sinni um plágur og samfélag að í ald- anna rás hafi yfirleitt verið gengið á réttindi og frelsi al- mennings þegar faraldrar hafa gengið yfir. Yfirstandandi heimsfaraldur virðist ekki vera nein undantekning frá því. Í úttekt The Economist voru áhrif faraldursins tekin sér- staklega fyrir og kom í ljós að vísitalan í ár hefði einkum lækkað vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, sem skert hefðu einstaklingsfrelsi og borg- araréttindi með ýmsum hætti. Samkvæmt niðurstöðum blaðs- ins hefur verið gengið harðast fram í ríkjum þar sem réttindi borgaranna voru af skornum skammti fyrir. Þá virðist sums staðar sem faraldurinn hafi ver- ið notaður sem yfirskin til að þrengja að borgurunum. Í úttekt The Economist er Ís- land í öðru sæti þegar horft er til lýðræðislegra þátta og standa aðeins Norðmenn fram- ar. Það er vert að halda þessu til haga, ekki síst í ljósi furðulegrar úttektar á spill- ingu, sem birt var fyrir skemmstu og hefur síðan verið afhjúpuð með þeim hætti að ljóst er að ekki er mark á henni takandi. Heildarmyndin í úttekt The Economist gefur tilefni til að hafa áhyggjur. Lýðræðið er ekki lengur á þeirri uppleið, sem það var í kringum aldamót- in. Nær væri að tala um að al- ræðið væri í sókn, eins og sagði í fréttaskýringunni. 75 lönd af 167 teljast lýðræðisríki. Alræð- isríkin eru 57 alls og fjölgaði um þrjú og síðan eru 35 ríki önnur, sem eru á óræðu bili þar á milli. Fram kemur að 49,4% jarð- arbúa búi við lýðræði af ein- hverju tagi, en aðeins 8,4% í lýðræðisríki, sem telst í fremstu röð. Faraldurinn hefur leitt til sóttvarnaaðgerða um allan heim. Hér á landi hefur verið talað um að skortur hafi verið á umræðu um aðgerðir stjórn- valda. Mikilvægast í þeim efn- um er að frelsi verði komið á að nýju þegar eðlilegt ástand skapast á ný og yfirvöld dragi ekki lappirnar. Lýðræðið er ekki gallalaust, en það tekur öllu öðru stjórnarfari fram. Þess vegna er rétt að hafa vak- andi auga með alræðisríkjum og einræðisherrum þessa heims og vekja stöðugt athygli á því þegar valdhafar skerða frelsi og brjóta mannréttindi. Í plágunni hefur verið gengið á réttindi borgaranna og harðast ganga alræðisríkin fram} Lýðræði gefur eftir Sigmundur Davíðsegir það mikil vonbrigði að ekki verði af samningi við Pfizer og telur slíkar viðræður ekki snúast síður um pólitík en vísindi: „Miðað við það sem heyrst hefur um tregð- una til að semja við Íslendinga „fram fyrir röðina í Evrópu“ virðast skuldbindingar okkar gagnvart ESB ráða miklu um niðurstöðuna. Fyrirtækið taldi sig þurfa sterk rök fyrir því að semja sérstaklega við Ísland fram hjá þeim samningi. Eða e.t.v. bara einhver rök fyrir því að þurfa ekki að gera það.“ Bendir hann á að Pfizer hafi verið í hörðum deilum við ESB og sætt hótunum af hálfu þess eftir að í ljós kom að það klúðr- aði samningum við lyfjafram- leiðandann. Það er mat Sig- mundar að lágt smithlutfall þjóðarinnar ætti fremur að mæla með samningum en hitt: „Ef mörg smit í fámennu landi væru forsenda rannsóknar ættu stjórnvöld í San Marínó að hringja í Pfizer strax í fyrramálið.“ Þá nefnir Sig- mundur að samn- ingar um bóluefni náist ekki án að- komu stjórnvalda sbr. Ísrael þar sem búið er að bólusetja 65% þjóðarinnar. Stjórnvöld hér ættu að leita samninga við aðra framleið- endur góðra bóluefna og helst fleiri en einn samtímis. Líklega væri ráð að líta til bóluefna sem falla ekki undir skuldbindingu gagnvart ESB. Hröð bólusetn- ing á Vesturlöndum, þar sem hlutfall eldri borgara er hæst, myndi bjarga flestum lífum og gera löndunum kleift að aðstoða önnur lönd. Bretar sem sömdu við Pfizer þremur mánuðum á undan ESB hafi heitið meiri stuðningi við þróunarlöndin en ESB samanlagt! Lokaorð SDG eru þessi: „Líklega er svo langt liðið síðan menn ferðuðust með flugvél að þeir hafa gleymt regl- unni „setjið súrefnisgrímuna fyrst á ykkur áður en þið að- stoðið aðra.““ Aftaníossaháttur stjórnvalda hér við ESB heldur áfram að valda okkur skaða} Hljómar skynsamlega A ðgangur að lánsfjármagni hjálpar fólki úr klóm fátæktar. Að losna af leigumarkaði og komast í eigin fasteign gefur svigrúm til að safna höfuðstól. Í stað þess að greiða leigu greiðir fólk afborganir. Þær eru oft lægri en leigugreiðslur fyrir sambærilegt hús- næði. Aðgangur að lánsfjármagni er þó ekki jafn greiður fyrir alla. Fólk þarf að standast láns- hæfis- og greiðslumat áður en bankar veita þeim lán. Iðulega fá einstaklingar ekki slíka fyrirgreiðslu vegna niðurstöðu lánshæfismats, þrátt fyrir góða greiðslugetu og með lán í skil- um. Fólki er sagt að þriðji aðili hafi gefið þeim of lága einkunn og því geti bankinn ekki veitt þeim lán. Þetta getur gerst vegna þess að það hafi áður verið á vanskilaskrá. Ótækt er að neytendur geti ekki fengið lán vegna þess að þeir hafi einhvern tímann lent á slíkri skrá. Margt get- ur legið þar að baki. Dæmi: Í hruninu hækkuðu skuldir heimilanna skyndilega nánast um helming. Eflaust lentu þá margir á vanskilaskrá án þess að reglulegar tekjur þeirra hefðu skerst. Annað eru hin hryllilegu smálán sem haldið er að þeim sem höllum fæti standa. Þar svífast lána- veitur einskis við að koma höggi á viðskiptavini sína sem lenda í greiðsluerfiðleikum og setja þá hiklaust á van- skilaskrá vegna lágra upphæða. Vinnsla þriðja aðila á fjárhagsupplýsingum einstaklinga til að miðla upplýsingum til annarra fellur undir lög um persónuvernd. Þingmenn Flokks fólksins munu á næstu dögum leggja fram frumvarp á Alþingi um að slík vinnsla verði bönnuð. Cre- ditinfo Lánstraust hf. er eina fyrirtækið sem hefur leyfi í dag til slíkrar starfsemi. Verði frumvarpið að lögum mun það þurfa að hætta þessu háttalagi. Fyrirtækið gæti ekki lengur miðlað upplýsingum úr vanskilaskrá eða eigin lánshæfismati. Þannig munu bankar einir upp- fylla kröfur laga um framkvæmd lánshæfis- og greiðslumats. Neytendur geta þá treyst því að lánveitandi sjálfur leggi mat á lánshæfi þeirra í stað þess að byggt sé á persónunjósnagögnum óviðkomandi aðila sem byggja á Völvuspá um það hvort viðkomandi sé líklegur til að lenda í vanskilum í framtíðinni. Við leggjum líka til að lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán verði breytt og tekin af öll tvímæli um það að við gerð lánshæfismats megi ekki líta til upplýsinga um vanskil ef búið er að afskrá meint vanskil úr van- skilaskrám. Með þessum lagabreytingum mun þeim tilfellum fækka þar sem neytendum er vísað á dyr lánastofnana vegna nið- urstöðu lánshæfismats sem byggir á spálíkani sem oftar en ekki gefur kolranga mynd af núverandi fjárhagsstöðu viðkomandi. Það er löngu orðið tímabært að löggjafinn stoppi þessa starfsemi af með öllu og setji ábyrgðina beint og milliliðalaust til lánveitandans sjálfs. Inga Sæland Pistill Bönnum þessa starfsemi Creditinfo Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnulausum einstakling-um fór enn fjölgandi íseinasta mánuði frá því ílok seinasta árs. Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% en atvinnuleysi sem tengt er minnkuðu starfshlut- falli minnkaði hins vegar talsvert í janúar eða um 514 frá mánuðinum á undan og var um 1,2% í janúar. Heildaratvinnuleysi á landinu var því 12,8% samkvæmt mánaðar- skýrslu Vinnumálastofnunar (VMST), sem birt var í gær. Hækkun atvinnuleysisprósent- unnar gefur þó ekki alveg nákvæma mynd af þróuninni. Störfum hefur fækkað í kórónukreppunni og marg- ir hafa horfið af vinnumarkaði þótt þeir séu ekki skráðir atvinnulausir. Í skýrslu VMST er bent á að einstaklingum sem teljast til vinnu- aflsins á vinnumarkaðinum hefur fækkað nokkuð. Þess vegna hækkar hlutfallslegt atvinnuleysi nokkru meira en fjölgun atvinnulausra á skrá segir til um en að meðaltali fjölgaði fólki sem er skráð án at- vinnu í janúar um 527 frá mán- uðinum á undan. VMST spáir því nú að almennt atvinnuleysi í yfirstandandi mánuði aukist lítið frá janúar og verði á bilinu 11,6% til 11,9%. Fjöldi atvinnulausra í almenna bótakerfinu hefur aldrei verið meiri hér á landi. Alls voru 21.809 manns atvinnulausir í almenna bótakerfinu um seinustu mánaðamót og 4.594 voru skráðir í minnkuðu starfshlut- falli, þ.e.a.s. á hlutabótum. Samtals voru því 26.403 einstaklingar at- vinnulausir eða í skertu starfshlut- falli og á hlutabótum í janúar. 4.508 án vinnu í meira en ár VMST bendir á að samanlagt atvinnuleysi jókst alls staðar á land- inu í janúar, m.a. vegna fækkunar þeirra sem teljast til vinnuaflsins. Sé litið á einstaka landshluta er ástandið enn sem fyrr verst á Suð- urnesjum. Þar fór heildaratvinnu- leysið úr 23,3% í desember í 26% í janúar og á höfuðborgarsvæðinu jókst atvinnuleysið úr 12% í 12,4%. Á Suðurnesjum er heildaratvinnu- leysi meðal kvenna nú komið í 29,1% en atvinnuleysi meðal karla er 24%. Erlendir ríkisborgarar verða sérstaklega illa fyrir barðinu á sam- drættinum og voru 8.794 atvinnu- lausir í almenna atvinnuleysiskerf- inu í lok janúar sem samsvarar 24% atvinnuleysi meðal þeirra. 1.349 er- lendir ríkisborgarar voru því til við- bótar í skertu starfshlutfalli og á hlutabótaleiðinni í janúar. Einnig fjölgar í sífellu í hópi þeirra sem hafa verið lengi án at- vinnu. 4.508 einstaklingar höfðu í seinsta mánuði verið atvinnulausir í meira en heilt ár. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í sex til tólf mán- uði fer einnig fjölgandi. Þeir voru 7.233 í lok janúar en 2.149 fyrir ári. Atvinnuleysið nálægt því að verða 13% 20% 15% 10% 5% 0% Þróun atvinnuleysis síðustu 12 mánuði Atvinnuleysi í febrúar 2020 til janúar 2021 25% 20% 15% 10% 5% 0% feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,5% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,4% 9,5% 6,5% 5,7% 10,7% 9,0% 12,3% Höfuð- borgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfi rðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suður- land Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Allt landið 12,8% 10,6 10,7 11,6 5,0 3,5 5,7 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 Atvinnuleysi í janúar eftir landshlutum 11,1 24,5 8,5 5,1 4,9 9,5 7,9 11,0 26,0% Flestir sem eru atvinnulausir eru virkir og sveigjanlegir í leit að annarri vinnu. Þetta kemur fram í könnun Vörðu um stöðu launa- fólks fyrir ASÍ og BSRB, sem birt var í fyrradag. 85,2% sögðust hafa leitað að starfi síðustu tvær vikurnar. Yfir níu af hverj- um tíu eru tilbúin að breyta til og ráða sig í öðruvísi starf. Nær þrír af hverjum fjórum eru opnir fyrir að fara í starf sem krefst nýrrar þekkingar. Sveigjanlegir í leit að vinnu KÖNNUN VÖRÐU MEÐAL ATVINNULAUSRA LAUNAMANNA Hvernig starf kemur til greina Starf sem krefst minni menntunar en síðasta starf 37,4% ... er ólíkt fyrri störfum 63,7% ... krefst nýrrar þekkingar 71,2% ... er með lakari vinnuskilyrðum en áður 15,1% ... krefst flutninga utan 23,4% ... krefst flutninga innanlands 24,5% ... með lægri launum en áður 22,0% Ekkert ofantalið kemur til greina 7,5% Annað 3,1% Heimild: Varða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.