Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 50

Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Einar þekkja flestir landsmenn af störfum sínum úr afþreyingargeir- anum og Yngvi hefur starfað við út- varp í fjölmörg ár. Þetta er frumraun Önnu í útvarpi sem kemur fersk í starfið. Hún er leiklistarmenntuð frá Bretlandi og starfar sem aðstoð- arforstöðumaður í félagsmiðstöð. Þátturinn er léttur mannlífsþáttur þar sem þjóðinni er komið á notaleg- an hátt inn í helgina með gríni, glensi, viðtölum, fréttum og skemmtilegu spjalli ásamt bestu tón- listinni. Lengi staðið til „Það er rosalega gaman að fara í loftið með Önnu Möggu,“ segir Ein- ar. „Hún er skemmtileg og hefur góða nærveru sem er plús því við komum beint í bílinn til hlustenda og setjumst við eldhúsborðið og vinn- una með þeim alla laugardags- morgna.“ Í eitt og hálft ár stýrði Ein- ar þættinum Bakaríinu á Bylgjunni ásamt Svavari Erni. „Menn segja að ég sé með andlit fyrir útvarp. Ég veit ekki alveg hvað það þýðir en ég treysti sprelligosunum í Hádeg- ismóum. Þeir vita hvað þeir eru að gera.“ Sigurður Gunnarsson, dagskrár- stjóri K100, segir að lengi hafi staðið til að vera með meiri dagskrá um helgar á K100. „Það gleður mig að við séum að fara í loftið með þennan þátt,“ segir Sigurður. „Einar er nátt- úrlega margreyndur í þessum bransa og það er gaman að fá hann til þess að stýra þessu ásamt Önnu sem kemur sterk inn í fyrsta starfið sitt í útvarpi. Ég er sannfærður um að þau eiga eftir að gera gott mót á laugardagsmorgnum og treysti því að hlustendur okkar taki þeim vel.“ audun@mbl.is Einar Bárðarson og Anna Margrét Káradótt- ir stýra nýjum morgun- þætti á laugardögum á K100 ásamt Yngva Ey- steinssyni sem er þeim til halds og trausts. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýr þáttur að hefja göngu sína á K100 Koma landan- um í gott skap á laugardags- morgnum Þríeykið Einar Bárðarson, Anna Margrét Káradóttir og Yngvi Eysteinsson stýra nýjum þætti á laugardagsmorgnum á K100. Einar sagðist hafa heyrt á síðustu dögum, „off record“, í samtölum úr ýmsum áttum að of fá smit hér á landi voru talin geta spillt fyrir þess- um fyrirætlunum. „Þeir voru samt sem áður ekki búnir að slá þetta út af borðinu,“ sagði Einar. „Þeir Kári og Þórólfur eru ekki alveg búnir að loka þessu endanlega. Þeir eiga ein- hver samtöl eftir en það var augljóst af fundinum með Pfizer að Þórólfi var búið að ganga of vel að draga úr smitunum og það spillti fyrir mögu- leikanum til þess að geta gert þessa rannsókn. Það var nú reyndar eitt sem Þórólfur sagði í viðtalinu við Kastljós: Ef það kæmi ný bylgja þá væri kannski hægt að skoða hvort það væri hægt að gera þessa rann- sókn. Kári sagði að það hefði ekki verið auðvelt hjá Pfizer að semja við Evrópusambandið og fleiri lönd sem eru að berjast um að fá bóluefni. Það þurfa að vera mjög veigamikil rök fyrir því að senda hingað 550 þúsund skammta framhjá þeim samningi sem þeir hafa gert við ESB. Það þarf að vera hægt að búa til nýja þekk- ingu með rann- sóknum sem gagnast öllum heiminum í fram- leiðslu svona bóluefna.“ Þáttastjórn- endur Ísland vaknar hafa tekið eftir því að í hvert skipti sem Einar ber upp spurningu kemur hann við úrið sitt og hreyfir það. Hann var spurður hvort sina- skeiðabólga væri eitthvað að hrjá hann þessa dagana. „Ég á í erfiðu sambandi við úrið mitt,“ sagði Einar. „Ég er alltaf að setja það á mig og taka það af mér. Þegar ég er að skrifa þarf ég að taka það af mér og líka þegar ég fæ mér að borða. Þegar ég hugsa fyrir spurningum í viðtölum kemur kannski þessi brýna þörf til að taka af mér úrið,“ sagði Einar og hló. audun@mbl.is Einar í Kastljósinu á erfitt með úrið sitt Einar Þorsteinsson Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna Kastljóss var til viðtals í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í gærmorgun. Viðtal hans við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólf Guðnason sótt- varnalækni vakti athygli en þar var til umræðu möguleg bóluefnarannsókn Pfizer hér á landi sem ekkert varð úr. 21 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Mundu að brosa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.