Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 51

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 ✝ Gíslína Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1957. Hún lést á Landspít- alanum 30. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigurborg Hansdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 24. apríl 1914, d. 21. apríl 1989, og Gísli Þorvarðarson, mál- ari í Reykjavík, f. 15 október 1911, d. 25. mars 1958. Systkini Gíslínu eru Atli, f. og d. 1936; Hjalti f. 10. júní 1937, d. 5. júlí 2019; Þórunn, f. 27. mars 1948, d. 30. októ- ber 1998; Einar, f. 2. desem- ber 1953, d. 22. september 1986, og Gerður, f. 20. mars 1955. Árið 1977 giftist Gíslína Lútheri Harð- arsyni, f. 9. febr- úar 1954. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Mar- gréti, f. 1. ágúst 1988, maki Hilmar Ævar Hilmarsson, f. 19. ágúst 1988, barn þeirra er Gísli Ævar, f. 1. apríl 2016; og 2) Sigurborgu, f. 17. október 1994, maki Marcus Al- exander Ivarsson. Gíslína fæddist og ólst upp í Laugarneshverfi Reykjavíkur en bjó víða á fullorðinsárum, m.a. Akureyri, Vest- mannaeyjum, Neskaupstað og nú síðast í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ, hvar hún bjó hvað lengst og kunni best við sig. Útförin fór fram í kyrrþey. Elsku mamma. Ég sit hérna og naga á mér hendurnar. Þú myndir segja mér að hætta þessu en mikið sem það er erfitt þegar mér líður svona illa. 2021 átti að vera árið, við ætluðum að fara í ferðalög saman, þú ætlaðir að taka þér fyrsta sumarfríið í háa herrans tíð. Við ætluðum að gera allt sem við ekki gerðum í fyrra, fara í utanlandsferðir og njóta þess að vera til. En jarðvist þín verður ekki lengri að sinni. Ef ég á að vera alveg hreinskilin við þig þá er ég ekki að kaupa það. Raun- veruleikinn hefur ekki smogið inn; þótt ég átti mig á þessu þá einfaldlega trúi ég því ekki. Hvernig á ég að trúa einhverju sem gjörsamlega gengur frá mér? Þú veist það langbest sjálf að þú varst ekki bara mamma mín, þú varst leiðarljós mitt, mín besta vinkona og sú sem alltaf hlustaði. Hversu stórt eða smátt sem vandamálið kunni að vera varstu alltaf til staðar. Þú varst hluti af mér og ég þér. Ég hef verið að segja fólki frá því dýrmætasta sem þú kenndir mér. Að elska skilyrðislaust. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir að hafa aldrei gert óraunhæfar kröf- ur til mín, fyrir þér þurfti ég aldr- ei að verða neitt, ég var dóttir þín og vinkona og það var nóg. Ég var nóg. Ég náði ekki að segja þér hversu þakklát ég er fyrir það veganesti. Veganesti sem ég tek nú með mér í uppeldi á mínu barni, barnabarni þínu. Ég vona að þú hafir vitað það. Ég stend mig að því að hugsa stöðugt „þú hefðir fílað þetta“ eða „þarna hefði mamma sagt eitthvað“. Það er nefnilega þann- ig að við þrjár vorum sem eitt og þess vegna muntu alltaf verða leiðarljós í lífi mínu, Gísla og Sig- urborgar því við vitum alltaf hvernig þú hefðir brugðist við. Ef ég lendi á krossgötum veit ég að ég get hlustað á rödd okkar beggja í hjarta mínu og fengið hjá þér ráð og huggun. Það er ekki sjálfsagt að elska skilyrðis- laust en þú varst best í því. Eina sem þú vildir var að við yrðum hamingjusamar og góðar mann- eskjur og ég mun gera mitt besta til að gera þig stolta þar. Þú lifðir fyrir daginn í dag og gerðir þitt besta til að kenna mér að lífið þarf ekki að vera skipulagt í þaula. Hlutir geta breyst og þá er eins gott að taka því og gera það besta úr þeim. Hlutirnir breytt- ust svo sannarlega mamma. En allt sem þú stóðst fyrir, allt sem þú kenndir okkur og viðhorf þitt til lífsins mun lifa áfram með okk- ur og ég mun koma því áfram til Gísla. Hann saknar ömmu Gillu alveg óheyrilega mikið og vill helst bara fara í heimsókn til að fá sleikjó og gefa hestunum brauð. Við verðum sterk og höld- um áfram fyrir þig. Sterkar kon- ur ala upp sterkar konur. Góða nótt mamma, sofðu rótt í alla nótt, dreymi þig vel og ég elska þig. Ef þú ferð á undan mér yfrí sælli veröld, taktu þá á móti mér með þín sálarkeröld. En ef ég fer á undan þér yfrí sælustraffið, mun ég taka á móti þér. Manga gefur kaffið. (Þórbergur Þórðarson) Þín dóttir, Margrét. Elsku mamma, síðan þú kvaddir hafa dagarnir ekki verið auðveldir. Ég sakna þess að tala við þig. Þú hafðir nefnilega alltaf eitthvað að segja þegar ég þurfti mest á því að halda. Þú kenndir mér að standa með sjálfri mér, elska skilyrðislaust og mest af öllu sýndirðu mér hvað það felur í sér að vera móðir. Mér finnst ég berskjölduð án þín. Þegar þú varst hjá mér vissi ég alltaf að allt yrði í lagi. Það var alveg sama hvað bjátaði á; þú varst alltaf tilbúin með opinn faðm. Ég á erf- itt með að skilja af hverju ég fékk ekki meira tíma með þér en þakk- lát fyrir þann tíma sem við feng- um. Þú varst minn stærsti aðdá- andi í gegnum árin og það var ljúft að vera svona elskuð. Ég er hreykin af því að hafa átt þig sem mömmu. Þú varst svo „kúl“. Ég leit svo mikið upp til þín alla mína ævi og þegar ég lít í spegilinn er ég stolt af því að líkjast þér. Eiginleika þína ætla ég að reyna að tileinka mér líka; kraftinn sem var til staðar fram á síðustu stund, húm- orinn sem gladdi marga, réttlæt- iskenndina og umhyggjuna. Þetta er bara brot af því sem ég tek með mér er ég geng lífsleið- ina. Þú ert ástæðan fyrir því að ég kemst í gegnum þetta heil. Ég lifi hvern dag hugsandi: hvað hefði mamma viljað fyrir mig. Ég held áfram að syngja, hlæja og heiðra þína minningu þannig. Þú varst besta mamma í heimi og það verð ég þakklát fyrir að ei- lífu. Góða nótt, sofðu rótt, í alla nótt, dreymi þig vel. Ég elska þig. Sigurborg (Súmba litla). Í dag verður borin til grafar móðursystir mín, hún elsku Gilla okkar. Í okkar litlu en nánu fjöl- skyldu er stórt skarð myndað. Það er undarlegt að sitja hér og skrifa um hana minningarorð eft- ir stutt og erfið veikindi. Hún tók veikindunum eins og hverju öðru verkefni og gaf þeim fingurinn á sinn einstaka máta. Mínar fyrstu minningar um Gillu eru þegar ég fékk að fara í ísbíltúr með henni í appelsínu- gulu bjöllunni niður á Laugalæk. Eins minnist ég bílferðar í sum- arbústaðinn til Þórðar og ömmu í áðurnefndri bjöllu þar sem við vorum nokkur systrabörnin aftur í. Upp úr stendur að það var stoppað á leiðinni og keyptur hnetutoppur, sem var afar ljúf- fengur. Lífið fór ekkert ljúfum hönd- um um Gillu en hún tók þeim verkefnum sem lögð voru fyrir hana og ruddist í gegnum þau á sinn einstaka hátt. Á mínum upp- vaxtarárum bjó hún úti á landi, fyrst á Akureyri, í Vestmanna- eyjum og síðar í Neskaupstað. Þegar hún eignaðist dætur sínar, fyrst hana Margréti og síðar hana Sigurborgu flutti fjölskyld- an í bæinn, nánar tiltekið í Innri- Njarðvík. Það var mjög gott í minningunni að fá fjölskylduna nær okkur og burt frá fjöllunum sem umkringdu allt fyrir austan. Við tóku fleiri samverustundir þar sem góðar veitingar voru oft- ast á borðum og mikið hlegið og hlátraköstin þvílík að þau enduðu nær alltaf í hóstaköstum. Ég sakna þess að heyra hláturinn hennar. Gilla var alla tíð umkringd dýr- um, fyrir austan voru þau með hesta og héldu því áfram þegar þau fluttu suður. Eins er ekki hægt annað en að minnast á hundinn Freknu sem veitti ómældar gleðistundir og var aldrei fjarri þegar við komum í heimsókn, nær oftast í fanginu á okkur. Síðustu ár átti hún köttinn Lady sem var heimakær eins og eigandinn. Áður hef ég minnst hér á dæt- ur Gillu og Lúdda en þær voru hennar stolt og yndi. Margrét og Sigurborg elskuðu mömmu sína ofurheitt og voru duglegar að sýna ást sína, ekki síst á afmæli Gillu og um jól en Gilla gladdist óskaplega yfir skemmtilegu gjöf- unum sem þær fundu upp á að gefa henni hverju sinni. Gillu leiddist ekki að fá gjafir. Fyrir tæpum fimm árum kom svo Gísli í heiminn, elsku ömm- ustrákurinn sem hún Gilla sá ekki sólina fyrir. Þá gat hún farið að gefa honum ýmislegt dót sem gladdi þau bæði. Við verðum dugleg að minnast Gillu og látum Gísla erfa tónlist- arsmekkinn hennar ömmu sinn- ar. Gilla leyfði sér að ferðast loks- ins fyrir nokkrum árum og urðu utanlandsferðirnar fáar en góðar. Ef henni hefði gefist meiri tími hefði hún lagst í ferðalag um Sví- þjóð og Danmörku að heimsækja frændfólk sem var henni svo kært. Þess í stað verður hún með okkur í anda, sem eftir stöndum, í ferðalögum framtíðarinnar. Við trúum því að þú valhoppir nú um koppa og grundir í sum- arlandinu góða með fjölskyldu- meðlimum og vinum. Elsku Gilla, þín verður sárt saknað. Sigurborg, Guðmundur, Þorvarður, Þórunn Anna og Kristín Fríða. Gíslína Gísladóttir HINSTA KVEÐJA Amma Gilla, ég elska þig og sakna þín mest. Ég var að horfa á Pöddulíf af því að það er uppáhaldsmyndin þín. Takk fyrir mig. Gísli Ævar, ömmustrákur. Ég man þig mamma, sé þig í öllu og heyri í þér hlæja, bjartan dill- andi hláturinn, heyri þig segja „aldeilis“, finn fyrir fordómaleysi þínu, kærleik og blíðu. Botnlausa blíðan þín til alls og fyrir allt. Fyrir menn og dýr, sérkennilegt hugrekki þitt. Þegar ég var unglingur hélt ég að hugrekki þitt stafaði af því að þú vissir ekki betur, hrokinn í manni, uss. Sem ungmenni og barn sér maður mögulega ekki móður sína, hvorki skilur né veit neitt um hvað hún leggur á sig fyrir mann. Ég var svo sem meðvituð um þetta allt þegar síga tók á fullorðinsár, en það er merki- legt hvað maður veit mikið þeg- ar misst hefur. Ég veit að þú ert í góðri veislu með fólki sem elskar þig og nóg er af því. Tvær næmar konur í fjölskyld- unni sem voru þér mjög nánar segja að það hafi sést til ömmu Margrétar, móður þinnar, svífa um hvítan himininn og banka í hvíta svuntu og klappa saman lófum af gleði yfir að fá þig yfir. Það elskuðu þig allir, annað var ekki hægt. Mjúkar hreyfingar, brúna hárið, svörtu augun og fallega andlitið og blíðan í allri útgeisl- un þinni verður þó að hluta eftir hjá okkur hinum líka. Ég á smá af öllu þessu í hjarta mínu og ætla að geyma það alla þá daga sem ég á eftir á þessari jörð. Ég finn fyrir þér alls staðar þessa Steinunn Sveinbjarnardótir ✝ SteinunnSveinbjarn- ardóttir fæddist 2. september 1939. Hún lést 12. janúar 2021. Útför hefur farið fram. dagana og sé þig í öllu, ég finn fyrir ást þinni og hún veitir mér styrk. Ég heyri líka hvað þú segir, þú segir: „Það er nú líkast til!“ Yndisleg söng- röddin þín hljómar í eyrunum á mér og ég er svo heppin að eiga röddina þína á gömlum upptökum, ég mun setja hana á fóninn reglulega. Mig hefur dreymt þig hverja einustu nótt síðan þú fórst, alltaf ertu að gera eitthvað fyrir mig, þannig var það þegar þú gast. Kröftugt faðmlag þitt er fast utan um mig í þessu lífi og ég er svo þakklát fyrir allt sem þú lagðir á þig fyrir mig í veðr- áttum þessa lífs. Þú stóðst alltaf með ástvinum þínum eins og klettur, þú tókst á móti öllum með opinn faðminn sama hvaðan þeir komu eða hvernig þeir voru, þú ert fyrir mér eins og sagan af Jesú Kristi, í þínum faðmi var rými fyrir alla, betlara og keisara, réttláta og rangláta, og þannig verður tekið á móti þér hinum megin, með ástinni sem þú gafst og gleðinni sem þú streymdir frá þér. Nú sit ég ein og horfi í myrkrið svart og mánans sigð er skreytir himinboga. Og stjörnudýrð, en veit mitt vonarskart mun velta á heimsins dýrum fórnarloga. En eftir stendur aðeins askan grá og í hana ég teikna mynd. Hún fýkur burt og flytur mína þrá að fagurtærri minninganna lind. En minnumst aðeins þess, við björk og álm, er brann í vitum jarðarilmur sætur. Og drögum yfir okkur huliðshjálm og hyljum með því auga sem að grætur. (Steinunn Sveinbjarnardóttir) Með ást og þökk og innilegum söknuði kveður þín dóttir, Helga Völundardóttir Steinunnar Sveinbjarnar- dóttur frá Flatey í Breiðafirði. Að morgni dags þá gengur þú til skógar með gulan dúk og breiðir hann á grund Gleymir þér og lest í náttúrunnar gripi. Um miðjan dag þá gengur þú til skógar með rauðan dúk og breiðir hann á grund Grínast, glettist, matast og blundar brátt. Að kvöldi dags þá vaknar þú í skógi með hvítan dúk sem lagður var á grund Þá er tími til að sitja, horfa, pakka saman og glaður ganga heim. Einhvern tíma fyrir langa löngu, þegar ég var búin að vera fjarri þér og landinu okkar í töluverðan tíma þá bögglaði ég þessum erindum saman og sendi þér, mamma mín. Mig minnir að það hafi sprott- ið út frá samtali í síma um kveð- skap, stuðla og höfuðstafi og annað slíkt. Það var nú aldrei mín Ella, eins og sjá má. Engu að síður núna þegar þú ert farin frá okkur þá öðlast þetta pár aðra merkingu. Einhvern veginn vorum við samferða gegnum lífið mæðg- urnar, frekar en þú værir mamma mín. Þó þú ynnir mikið þá var alltaf pláss fyrir mig til að koma til þín þar sem þú varst að vinna og þú varst alltaf með eitthvað gott í gogginn handa mér. 101 Reykjavík var þorp. Þegar ég var veik heima þá komst þú í lok dags með gott að lesa og borða, straukst um enni og sagðir þetta er nú alveg að verða gott. Þú kenndir mér að taka upp snið og að sauma, gera hug- myndir að veruleika. Seinna hannaði ég og þú saumaðir, það var geggjað samstarf, ég tók því sem sjálfsögðum hlut eins og öllu öðru. Við bjuggum til nokkrar ferðatöskur af alklæðnaði, létum okkur dreyma, hlógum og fífl- uðumst. Ég leit alltaf út eins og prinsessa í fötum frá þér. Að eiga mömmu er svo skrít- ið, fyrir mig var það sjálfsagt, en nú ert þú horfin og ég bara skil það ekki. Það er eins og límið í alheiminum hafi þornað upp, ekkert þyngdarafl, allt í lausu lofti og ég skil ekkert. Lind. Elsku amma Didda. Ég á bágt með að trúa því að lífið haldi áfram, að tíminn haldi áfram að líða, að páskasólin komi, rísi og setjist, að túlípan- arnir blómstri, að tunglið minnki og stækki, að Esjan haldi áfram að vera falleg, að börnin vaxi úr grasi, að vetur komi, sumar, vor og haust. En áður en langt um líður mun ég þurfa að sætta mig við það að vissulega heldur lífið áfram. Héðan í frá mun ég finna fyrir þér í sólargeislunum, í páskalilj- unum, í tunglsljósinu, ljósmynd- unum, hljóðinu í útvarpinu, kaffibollanum, haustlitunum og svo lengi má telja. Ég sat í bílnum mínum um daginn og söng ítalskt lag sem ég hef verið með á heilanum síð- an ég kvaddi þig, þetta er síð- asta lagið sem ég söng fyrir þig. Lagið heitir Il Cielo in Una Stanza og er eftir Gino Paoli. Il Cielo in una stanza eða Himinn- inn í herberginu. Það varst þú amma, þú varst himinninn í her- berginu, í öllum herbergjum, og í raun svo miklu meira en það. Það var ekkert þak á góð- mennsku þinni, hlýju og sælu, engir þröskuldar í samskiptum við þig, engin afmörkun á rými fyrir fordómaleysi og skilning og engar lokaðar dyr að ást þinni í garð allra dýra og manna. Þú varst stórkostleg víðátta. Ég mun aldrei hætta að sakna þess að mæta þessari víðáttu, í fal- lega rauða og bláa bárujárns- húsinu. Meðfylgjandi er textabrot úr umræddu lagi. Í minningu um öll þau lög sem ég söng með þér og fyrir þig. Með hlýjum hugs- unum um þau skipti sem þú sagðir mér að ég væri með fal- lega rödd og hvattir mig til að syngja meira. Með þakklæti fyr- ir áheyrnina, samsönginn, faðm- lögin og hláturinn. Takk fyrir allt amma, elsku engillinn minn. Hvíldu í friði. Þegar þú ert hérna hjá mér er þetta herbergi ekki lengur með veggi heldur tré endalaus tré. Þegar þú ert hérna við hliðina á mér þá er þetta fjólubláa loft ekki lengur til. Ég sé himininn fyrir ofan okkur. P.s. Ég segi allt gott elsku amma mín en ég gat ekki þagað yfir hinu, ekki í þetta sinn. Sólbjört Vera Ómarsdóttir. Elsku amma Didda, mig lang- aði bara að segja þér að þú ert manneskjan mín. Ég veit ekki hvort þú skilur hvað ég meina með því en ég ætla að reyna að útskýra það. Ef allir væru svo heppnir að eiga sína manneskju væri heimurinn fullkominn í allri sinni mynd. Þar sem ég hef verið svo heppin að hafa fengið að eyða miklum tíma með þér sem barn og unglingur að vaxa úr grasi get ég með sanni sagt að það var ekkert stórmerkilegt við okkar tíma saman, ekkert sérstaklega eftirtektarvert eða áhugavert, eða alla vega ekki fyrir aðra. En fyrir mig sem barn þá var stöðugleikinn og hversdagsleikinn með þér eitt það dýrmætasta sem ég á og verður minn fjársjóður áfram allt mitt líf. Það er nefnilega alltaf Diet Coke í hanskahólfinu, það er lít- ill þristur eða munnbiti, það er alltaf hlýtt faðmlag, það er Prince-kex í skápnum og stafa- súpa í pottinum. Það er Álakvíslin og heitur þvottapoki fyrir svefninn og ef ég loka augunum get ég fundið lyktina af heitu vatni, handsápu og þér. Þá upplifi ég algjört ör- yggi umlykja mig. Það er öll heimsins mýkt þegar þú þvoðir mér í framan með honum og fléttaðir svo á mér hárið. Það er takturinn sem þú bankaðir mjúklega á bakið á mér þar til ég sofnaði og það er faðirvorið sem þú kenndir mér. Það er háaloftið og beddi. Það er að hlusta á þig lesa fyrir mig Blómin á þakinu í hundraðasta skipti án þess að kvarta. Það er að heyra þig segja „Steinka mín“. Það er allur hláturinn, hlýjan og mildið. Söngurinn og kóræf- ingar þar sem ég var oftar en ekki litli leynigesturinn þinn. Það er að hringja í þig úr tíkall- asíma til að biðja þig að sækja mig í eitthvert úthverfi því ég hafði misst af síðasta strætó, það ekki í fyrsta skipti, því ég vissi að þú myndir alltaf sækja mig. Það eru fataleikir og varalitir, það er að vera nafna þín. Það er að leyfa mér alltaf að elda fyrir þig og borða svo rugl- ið sem ég eldaði með bros á vör. Það er að hjúkra mér í veik- indum eða kemba úr mér lýs. Það er að kenna mér að lesa, kenna mér á klukku, kenna mér að prjóna. Það er sorgin sem hellist yfir mig þegar ég fatta að dóttir mín mun bara þekkja þig í gegnum mig en léttirinn og þakklætið sem ég finn fyrir þegar ég man að Birgir Logi þekkir þig. Ég lofa að passa gullhjartað. Elsku amma Didda, þú feg- ursta kona veraldar, ég elska þig og mun sakna þín alla mína tíð þar til við hittumst á ný. Takk fyrir allt, takk fyrir mig. Steinunn Lilja Logadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.