Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 55

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 ✝ Viðar Sverr-isson (Erlingur Viðar) fæddist í Við- vík í Hjaltadal 21. október 1952. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauðárkróki 27. janúar 2021. Viðar var Skagfirðingur í húð og hár, sonur hjónanna Sigríðar Hjálmarsdóttur frá Tungu í Stíflu í Fljótum og Sverris Björnssonar frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Viðar var næst- yngstur af sex börnum foreldra sinna. Systkin Viðars eru öll á lífi, þau eru Björn, f. 1937, Svav- ar, f. 1939, Torfi, f. 1941, Sigríð- ur Sigurlína, f. 1942, og Hilmar, f. 1956. Árið 1964 fluttist hann með foreldrum sínum til Sauð- árkróks og bjó þar með hléum síðan. Eiginkona Viðars er María Gréta Ólafsdóttir úr Hafnarfirði, dóttir hjónanna Dagbjartar Guð- jónsdóttur og Ólafs Ólafssonar. Viðar og María Gréta eiga tvær dætur, Margréti, f. 15. júlí 1977, og Hrafnhildi, f. 21. febrúar Viðar tók ungur meirapróf bifreiðastjóra og einnig vinnu- vélapróf, bætti síðan við suðu- prófi, þessi próf lögðu grunninn að því sem varð hans ævistarf. Tónlist var alltaf stór þáttur í lífi Viðars og spilaði hann á trommur með ýmsum hljóm- sveitum, lengst af með Hljóm- sveit Geirmundar. Einnig spilaði hann mikið á gítar sér og öðrum til skemmtunar. Hann hafði góða söngrödd og gott tóneyra en hann fór aldrei í tónlistarskóla. Viðar var virkur félagi í Leik- félagi Sauðárkróks um árabil og kom þar að flestu sem gera þurfti, allt frá því að vera for- maður upp í leik á sviði, leik- myndahönnun, leikmyndasmíði og sýningastjórn svo fátt eitt sé nefnt. María Gréta og Viðar bjuggu á Sauðárkróki nema árin 2000 til 2016 sem þau bjuggu í Neðra-Ási 3 í Hjaltadal. Útför Viðars fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 11. febrúar 2021, kl. 14. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins boðsgestir í kirkj- unni. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Sauðárkróks- kirkju, https:youtu.be/95RzWMGbBVw Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat 1980, þær eru báð- ar búsettar á Sauð- árkróki. Eig- inmaður Margrét- ar er Rögnvaldur Ingi Ólafsson, f. 21. nóvember 1978, og eiga þau dæturnar Rebekku Ósk, f. 2001, og Sylvíu Rós, f. 2006. Eig- inmaður Hrafn- hildar er Logi Snær Knútsson, f.11. september 1978, þau eiga Snæbjörn Atla, f. 2005, Fanndísi Hildi, f. 2010, og Dagmar Frostrós, f. 2016. Áður en Viðar og María Gréta kynntust átti Viðar tvo syni; Sig- urð Svavar, f. 14. maí 1973, móð- ir hans er Valgerður Sigurð- ardóttir, eiginkona Sigurðar er Gwen Bowman, þau eiga tví- buradæturnar Evu Sóley og Ni- lea Rós, f. 2011. Þau búa í USA. Yngri sonurinn er Steinn Þor- kell, f. 26. febrúar 1977, móðir hans er Finna Birna Steinsson. Eiginkona Steins er Sigurrós María Sigurbjörnsdóttir og eiga þau dæturnar Finnu Birnu, f. 2012, og Svövu, f. 2017, þau búa í Reykjavík. Mig langar að minnast Viðars, föðurbróður míns, með nokkrum orðum. Ég man aldrei eftir mér nema að Viðar væri þar nærri. Samband okkar minnti meira á bræður en frændur, hann var alltaf til í að hafa mig með sér þegar ég var patti og svo eftir að ég varð fullorðinn var ég alltaf fé- lagi. Viðar var hagur bæði á tré og járn, eins og sagt er, það lék allt í höndum hans. Það voru forrétt- indi að fá að hjálpa Viðari þegar hann og María Gréta reistu sér heimili í Raftahlíðinni, þar lærði ég handtök sem nýtast mér enn í dag. Viðar var músíkalskur og spil- aði á trommur í nokkrum hljóm- sveitum. Eins og annars staðar var hann þar á heimavelli. Þéttur og spilaði það sem þurfti, hvort sem það var Knock on wood með Amii Stewart eða léttur vals. Hann söng einnig með trommu- leiknum og var flottur söngvari, spilaði jafnframt á gítar sér til ánægju og var þá oftast sungið með. Þær kvöldstundir eru eft- irminnilegar og hlýja manni um hjartarætur þegar hugsað er til baka. Viðar lék líka með Leikfélagi Sauðárkróks og þar sem fyrr skilaði hann sínu hlutverki vel. Hann var formaður félagsins um tíma, þegar ég var húsvörður í Bifröst, og þar þurftum við að takast á. Á einum aðalfundi Bif- rastar vorum við ekki sammála og tókumst á um málin. En eftir fundinn var eins og ekkert hefði komið upp á, þarna voru ekki frændurnir að takast á heldur formaðurinn og húsvörðurinn. Viðar var ljúfur í umgengni, hafði húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Mikill dýravinur en sam- band hans og hundsins Lenna var magnað sem og við páfagaukinn Gogga. Viðar var lítillátur og hrósaði sér ekki fyrir hæfileika sína, gerði lítið úr þeim ef eitt- hvað var. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, barátta við erfiðan sjúk- dóm tók á en með jafnaðargeði tókst hann á við veikindin. Sökn- uðurinn er mikill nú þegar ekki er lengur hægt að hitta Viðar, spjalla um allt milli himins og jarðar eða taka kannski eitt glas. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, minning- arnar ylja um ókomin ár. Sigurbjörn (Sibbi). Allt of snemma er hann horf- inn á braut, hagleiksmaðurinn Viðar Sverrisson. Lán var að fá hann til starfa við Hóladómkirkju, þar sem hann um árabil sá um þrif kirkjugarðs og lóða Auðunarstofu og biskups- seturs. Auk þess tók hann að sér viðhald og endurbætur á ytra byrði Stofunnar, því merka og vandmeðfarna húsi. Hafði hann af því mikla fyrirhöfn. Þá lagði hann til og sá um hljóðkerfi í kirkjuna á Hólahátíðum og öðr- um fjölsóttum viðburðum. Allt leysti hann þetta af hendi af stakri samviskusemi og smekk- vísi. Slíkur völundur var Viðar í höndum og svo útsjónarsamur var hann, að það var nánast sama hvað aflaga fór, alltaf mátti treysta því að hann gæti um bætt. Margar góðar stundir áttum við saman yfir kaffibolla þá hann leit inn, sem hann gerði oft á morgnana. Rætt var um verkefni dagsins og það sem framundan væri auk almæltra tíðinda. Þá var kátt á hjalla því hann var ætíð glaður og reifur. Að eiga Viðar að samstarfs- manni var því bæði gefandi og gott. Það leiddi líka til kærrar vináttu okkar hjóna við hann og hans góðu konu, Maríu Grétu. Vináttu þeirra nutum við í ríkum mæli þó vík yrði á milli vina eftir að við fluttum frá Hólum. Við kveðjum Viðar með mikið þakklæti í huga fyrir allt það sem hann var og vann. Maríu Grétu og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Viðars Sverrissonar. Margrét og Jón Aðalsteinn. Það var á sólríkum síðsumar- degi í september árið 2012 að við ókum upp að framtíðarheimili okkar, biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal. Við ætluðum að freista þess að setja upp ljós áður en við endanlega tæmdum prestssetrið á Möðruvöllum og kæmum með búslóðina heim að Hólum. Þegar við ókum upp að húsinu sáum við fjórhjól koma á fullri ferð frá kirkjugarðinum. Upp úr því hoppaði léttfættur maður sem sagði: Velkomin! Hvað get ég gert fyrir ykkur? Þarf ekki að setja upp ljós? Þetta voru fyrstu kynni okkar af Viðari Sverrissyni sem síðastliðin átta ár hefur verið okkar einstaka hjálparhella og einlægi vinur. Þegar við fluttum síðan inn með allt okkar hafurtask um viku síðar stóð hann á tröppunum með flokk vaskra manna sem voru ekki lengi að vippa inn píanói, orgeli, húsgögnum og fleiri bóka- kössum en tölu verður á komið. Það var bókstaflega ekkert sem Viðar gat ekki gert. Hann var listamaður í höndunum sem gat gert við allt. Flóknustu vélar léku í höndunum á honum, en hann var ekki síður listamaður í fínvinnu, sem kom best í ljós þeg- ar hann smíðaði fyrir okkur við- arstaup úr birkitré sem staðið hafði við Auðunarstofu. Í þessum staupum var fyrst skálað í 50 ára stúdentsafmæli Gylfa og oft síð- ar. Daglegt spjall yfir kaffibolla og suðusúkkulaði var þó uppi- staðan í vináttu okkar. Þar fóru umræður vítt og breitt um heim- inn, landið og sveitina okkar. Glói varð samdægurs einkavinur Við- ars og þar átti hann öruggt skjól þegar við þurftum að bregða okk- ur af bæ. Glói lét okkur vita yfirleitt um sjö mínútum áður en hann renndi í hlað. Svo sterk voru tengslin. Þegar við héldum upp á 400 ára afmæli Hallgríms Pétursson- ar árið 2014 áttum við okkur þann draum að stika leiðina frá Gröf á Höfðaströnd, þar sem skáldið fæddist, og heim að Hólum, þar sem hann ólst upp, með pílagrí- mastaurum. Að sjálfsögðu var það Viðar sem sá um stauragerðina og sam- an börðu þeir þá niður vinirnir Gylfi og Viðar. Þetta voru eftir- minnilegir dagar og á Hólahátíð var Hallgrímsvegurinn vígður og hefur hann verið genginn æ síðan á Hólahátíð. Það er ekki sjálfgefið að eign- ast svo djúpa vináttu þegar kom- ið er yfir miðjan aldur, en Viðar hélt upp á sextugsafmælið sitt skömmu eftir að við fluttum, en við hjónin erum hvort sínum megin við hann í aldri. Þá skap- aðist einnig djúp vinátta við Mar- íu Grétu, dæturnar tvær Mar- gréti og Hrafnhildi og fjölskyldur þeirra. Fyrir það skal nú þakkað og ykkur vottuð okkar dýpsta samúð. Megi algóður Guð blessa ykkur og styrkja um ókomna daga og ár. Solveig Lára og Gylfi, Hólum. Ljúflingurinn Erlingur Viðar Sverrisson er fallinn í valinn um aldur fram að manni þykir. Kunningsskapur okkar hefur staðið í áratugi og aldrei borið skugga á. Mig langar því með ör- fáum orðum að þakka honum samfylgdina og vináttuna. Viðar, eins og hann var oftast kallaður, var einstaklega velvirkur og lag- virkur maður og vann sín störf með hógværð og vandvirkni. Um langt skeið vann hann á ýmsum vinnuvélum og einnig starfaði hann sem flutningabílstjóri um skeið auk ýmissa annarra starfa. Um margra ára skeið var hann trommuleikari í ýmsum dans- hljómsveitum og söng iðulega bæði einn og með öðrum í slíkum tónlistarflutningi. Viðar var mjög músíkalskur og naut sín vel í þessum störfum, sem voru hjá honum eins og mörgum fleirum úti um landsins byggðir, auka- starf og tómstundavinna, leyst af hendi eftir að daglegum störfum lauk. Vó þar oft áreiðanlega þyngra ánægja og félagsskapur en peningalegur hagnaður. Einn- ig tók hann mikinn þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks, sem þau hjón voru reyndar bæði mjög virk í, bæði sem aðstoðarmaður og leikari. Lengst af bjó Viðar á Sauðár- króki, en um tíma bjuggu þau hjónin, hann og María Gréta Ólafsdóttir kona hans, í Hjaltadal í húsi sem þau byggðu í landi Neðri-Áss þar sem frændur Við- ars hafa búið um árabil. Fyrir nokkrum árum fluttu þau hjón aftur á Sauðárkrók og höfðu þar yndi af samneyti og samskiptum við dætur sínar tvær, tengdasyni og barnabörn. Eiginkonu Viðars, Maríu Grétu Ólafsdóttur, dætrum þeirra, barnabörnum og tengda- sonum sem og öllu skyldfólki hans flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og Við- ari eru þökkuð samskiptin í a.m.k. hálfa öld. Megi hann hvíla í friði. Guðbrandur Þ. Guðbrandsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns Viðars sem nú er horfinn á braut og er laus við þær þjáningar sem hann hef- ur þurft að ganga í gegnum, sér í lagi síðasta árið vegna þess illvíga sjúkdóms sem lagði hann að velli nú í janúar. Ótrúlegt var að fylgjast með honum á liðnu ári, til dæmis leið honum mjög illa ef hann þurfti að fara heim úr vinnu. Viðar hefur verið hjá okkur Víðimelsbræðr- um undanfarin ár og erum við honum ævinlega þakklátir fyrir allt sem hann gerði, sem var raunar alveg sama, hvort hann var á vélum, bílum eða í viðgerð- um á verkstæðinu. Viðar var mjög handlaginn og gat nánast, að ég held, smíðað allt sem hann var beðinn að gera. Stundum sagði ég við hann: „Viddi, þetta þarf ekki að vera svona fínt, þetta er bara járn!“ Þá sagði hann: „Nonni, vertu bara rólegur, ég er bráðum búinn.“ Hann var raunar mjög vandvirk- ur smiður svo ekki mátti muna millimetrum á því sem hann smíðaði. Viðar var mikill húmor- isti og gerðum við oft góðlátlegt grín hvor að öðrum en aldrei bar neinn skugga á vináttu okkar í gegnum árin. Ég á eftir að sakna þess á morgnana um helgar að fá Viðar á heimsókn í kaffi og spjall um lífið og tilveruna. María Gréta mín, ég veit að ykkar missir er mikill og ég veit að góður Guð mun styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar við að kveðja góðan eiginmann, föður og afa því ég veit að Viddi var ykkur öllum yndislegur og umfram allt umhyggjusamur á allan hátt. Samúðarkveðja, Jón K. Árnason. Viðar Sverrisson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SVÖVU SNORRADÓTTUR smurbrauðsdömu, Hæðargarði 33, Reykjavík. Anna Rósa Sigurgeirsdóttir Halldór Leifsson Snorri G. Bogason Agnes Ásgeirsdóttir Elínbjörg (Lóa) Snorradóttir Bergsveinn Gíslason Magnús Snorrason ömmubörn og langömmubörn Elsku fósturmóðir mín, amma og frænka, ERLA STEFÁNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka hlýhug og samúð og sérstaklega starfsfólki Aspar- og Beykihlíðar fyrir góða umönnun. Sigurrós Ósk Karlsdóttir Stefán Karlsson Sigríður Björg Albertsdóttir Tómas Karlsson Gréta Júlíusdóttir Grétar Karlsson Birgir Þór Karlsson og barnabörn SVAVAR GESTSSON Hjartans þakkir til allra sem minntust Svavars við andlát hans og útför. Sú hlýja og væntumþykja sem við fundum fyrir frá vinum og vandamönnum, nær og fjær, var okkur ómetanlegur stuðningur í sorginni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi og við Hringbraut, sem sýndi einstaka fagmennsku, alúð og virðingu við Svavar. Það var dýrmætt fyrir okkur, hans nánustu. Guðrún Ágústsdóttir Svandís Svavarsdóttir Torfi Hjartarson Benedikt Svavarsson María Ingibjörg Jónsdóttir Gestur Svavarsson Halldóra Bergþórsdóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Svavar Hrafn Svavarsson Árni Kristjánsson Anna María Hauksdóttir Gunnhildur Kristjánsdótttir Sigurður Ólafsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.