Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 59

Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 59 Loðnuvinnslan óskar eftir að ráða 1. vélstjóra á Ljósafell SU-70 Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. LVF H é ra ð sp re n t Viðkomandi þarf að hafa að lágmarki VF4 réttindi til vélstjórnar og reynslu í starfi. Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á starfinu. Róið er samkvæmt skiptikerfi og eru 3 vélstjórar um 2 stöður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og hafi búsetu á Fáskrúðsfirði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Reynisson útgerðarstjóri í síma 893-3009/kjartan@lvf.is eða Ragnheiður Elmarsdóttir mannauðsstjóri í síma 892-7484/ragna@lvf.is. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið ragna@lvf.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2021. Verkefnastjóri miðlunar Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra miðlunar. Starfið felst í miðlun og skipulagningu viðburða í tengslum við sýningar safnsins. Um er að ræða 70-100% starf. Leitað er að hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingi til starfa í kraftmiklum starfshópi. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón og skipulag fræðslu og viðburða í safninu í samstarfi við yfirmann og samstarfsfólk. • Þátttaka í mótun og þróun viðburða og fræðslu. Móttaka hópa, leiðsagnir og önnur safnfræðsla. • Umsjón með samstarfsverkefnum, textagerð og upplýsingagjöf. • Þróun og gerð fræðsluefnis og námskeiða. • Gerð fjárhagsáætlunar og eftirfylgni með henni. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á starfssviði safnsins; í myndlist, listfræði, safnafræði eða listasögu. • Menntun og/eða reynsla á sviði listkennslu eða listmiðlunar. • Reynsla af safnastarfi. • Mjög góð þekking á íslenskri listasögu, góð þekking á íslenskri og alþjóðlegri samtímamyndlist. • Mjög góðir skipulags- og verkefnisstjórnunarhæfileikar. • Mjög góð samskiptafærni á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti eru skilyrði. • Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum. • Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki. • Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi. Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík: í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2021. Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um starfið veitir Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, markus.thor.andresson@reykjavik.is, sími 411 6400. Sótt er um starfið á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Umsókninni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni. Reykjavíkurborg Verkstjóri gæðaeftirlit Ísteka leitar að metnaðarfullum og áhugasömum verkstjóra gæðaeftirlits. Viðkomandi mun sjá um skipulag og verkstjórn á reglubundnum verkefnum gæðaeftirlitsdeildar Ísteka ásamt þátttöku í hinum ýmsu gæðatengdu verkefnum. Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum (biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði. Starfsemin er GMP vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir sam- þykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA. Helstu verkefni og ábyrgð • Skipulag og verkstjórn á reglubundnum verkefn- um gæðaeftirlits s.s yfirferð á gæðatengum skjölum, losun hráefna og milliframleiðslu, eftirlit með hæfniprófun og viðhaldi tækja, umsjón með innri úttektum, • Gæðatengd skýrslugerð s.s product quality review, trend analysis o.fl. • Þátttaka í hinum ýmsu gæðatengdu verkefnum s.s gildingum, breytingarstjórnun (change control), inntöku nýrra birgja og þjónustuaðila, úttektum á þjónustuaðilum o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s í líffræði, lífeindafræði, matvælafræði eða sambæri- leg. Umtalsverð þekking og reynsla í gæðaeftirliti. • Hæfni: Nákvæm og öguð vinnubrögð. Þekking og hæfni til að fylgja skriflegum leiðbeiningum og til skýrslugerðar/staðfestingar á aðgerðum. Frum- kvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. Heiðarleiki, reglusemi, snyrtisemi og stundvísi. Umsóknir óskast sendar í gegnum alfred.is eða á bryndis@isteka.com fyrir 20. febrúar. Löggiltur fasteignasali óskast Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar að ráða löggiltan fasteignasala til starfa sem fyrst. Viðkomandi mun starfa við inntöku og sölu eigna. Laun eru árangurstengd. Varðandi frekari upplýsingar og umsóknir vinsamlega sendið á box@mbl.is merkt „26699“. Fullum trúnaði heitið. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.