Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 63

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 63 Bankasýsla ríkisins er sérstök ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðherra. Fer stofnunin með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma. Í umsýslu hennar eru 100% eignarhlutur í Íslandsbanka hf., 98,2% eignarhlutur í Landsbankanum hf. og 49,5% eignarhlutur í Sparisjóði Austurlands hf. Við val á einstaklingum sem tilnefndir eru sem stjórnarmenn eða varamenn í stjórnir fjármálafyrirtækja tekur valnefnd mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfsháttum fjármálafyrirtækja. Nefndin leitast við að það sitji sem næst jafnmargar konur og karlar í stjórnum fjármálafyrirtækja. Þá er jafnframt miðað að því að þekking og reynsla stjórnarmanna sé fjölbreytt. Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Áhugasamir einstaklingar sem telja sig uppfylla framangreind skilyrði eru hvattir til að senda ferilskrár og kynningarbréf ásamt upplýsingum um framangreind atriði til valnefndar Banka sýslu ríkisins á netfangið valnefnd@bankasysla.is. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist eigi síðar en 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550-1700. VIÐ MAT Á HÆFI EINSTAKLINGA LÍTUR VALNEFNDIN MEÐAL ANNARS TIL EFTIRFARANDI ATRIÐA: Einstaklingar sem vilja gefa kost á sér þurfa að uppfylla margvísleg lagaleg skilyrði, m.a. vegna ákvæða laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, ásamt því að standast hæfismat Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins www.bankasysla.is. • Yfirgripsmikil reynsla af rekstri og þekking á íslensku atvinnulífi. • Þekking á rekstri banka og starfsemi fjármálafyrirtækja. • Reynsla af alþjóðlegum viðskiptum. • Traust og gott orðspor. • Leiðtogahæfileikar. • Reynsla af stjórnun og stefnumótun. • Fjárhagslegt sjálfstæði. • Menntun sem nýtist í starfi. Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.