Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Stærðir: 18–24
Verð 10.995
Margir litir
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
SMÁRALIND
www.skornir.is
„ÞAÐ KOM ÞVÍ MÖRGUM Á ÓVART AÐ
HANN, EFTIR RÖÐ HNEYKSLISMÁLA,
SKYLDI SEGJA AF SÉR SEM FORMAÐUR
OG FARA Í FRAMBOÐ SEM FORNMAÐUR.”
„JÆJA, ÞÁ BYRJUM VIÐ! NÚMER EITT:
FARÐU ÚR SKYRTUNNI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... traustvekjandi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HALLÓ! VIÐ ERUM GARN-
HNYKLAR. VIÐ KOMUM Í FRIÐI
BÍDDU … HVAR ERUM
VIÐ LENTIR?
MAAAL…
Ó, NEI!
KATTAPLÁNETAN!
MAAAL
MAAAL
DANGLIÐ Í ÞÁ!
DANGLIÐ Í ÞÁ!
DANGLIÐ Í ÞÁ!
BARINN LOKAR!
SKELFILEG
ORÐ!
SÉRSTAKLEGA ÞEGAR HANN ÖSKRAR ÞAU!
29.10. 1950 í Reykjavík. Hugrún
starfaði lengst af hjá Vátrygginga-
félagi Íslands. Þau búa í Reykjavík.
Foreldrar Hugrúnar voru hjónin Jó-
hanna G. Davíðsdóttir, f. 3.9. 1920 á
Patreksfirði, d. 4.1. 2003, húsmóðir
og Pétur Hafliði Ólafsson, f. 10.2.
1920 í Stykkishólmi, d. 5.12. 2009,
sjómaður. Þau voru búsett í Reykja-
vík.
Börn Marteins og Hugrúnar eru:
1) Margrét, f. 12.11. 1971, fjölmiðla-
kona og starfsmaður á Gljúfrasteini,
bús. í Reykjavík. Börn hennar með
fv. sambýlismanni sínum, Brynjólfi
Hilmarssyni, eru Rakel, f. 1995, og
Marteinn Elí, f. 2003; 2) Pétur Haf-
liði, f. 14.7. 1973, athafnamaður og
rekur kaffihús Vesturbæjar o.fl. og
er fyrrverandi atvinnumaður í
knattspyrnu. Eiginkona hans er dr.
Unnur Anna Valdimarsdóttir frá
Ólafsfirði, prófessor við HÍ. Þeirra
dóttir er Lilja Hugrún, f. 2005. Þau
búa í Reykjavík; 3) Íris Dögg H., f.
28.8. 1982, sérfræðingur í Brúnni hjá
Hafnarfjarðarbæ og rekur fyrir-
tækið Elfur ráðgjöf. Eiginmaður
hennar er Benedikt Steinar Ben-
ónýsson frá Akranesi, umbóta-
sérfræðingur hjá Elkem. Börn
þeirra eru Viktor Benóný, f. 2005,
Hafrún Embla, f. 2006, og Tindur
Marinó, f. 2012. Þau búa í Hafn-
arfirði.
Systkini Marteins eru Agnes, f.
28.4. 1952. d. 28.10. 2018, fram-
kvæmdastjóri Smáratorgs ehf. og
hannaði og saumaði föt undir fata-
merkinu Agnes design, bjó í Kefla-
vík; Helga Margrét, f. 3.10. 1954. fv.
féhirðir í Íslandsbanka, búsett í
Garðabæ; Þorvaldur, f. 26.4. 1958,
múrari og fv. slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður, búsettur í Reykja-
vík; Guðrún, f. 14.9. 1961, félagsliði í
íbúðakjarna fyrir fatlaða hjá
Reykjavíkurborg, búsett í Reykja-
vík.
Foreldrar Marteins voru hjónin
Gunnhildur Viktorsdóttir, f. 15.1.
1929, d. 14.10. 2014, húsmóðir og
vann á saumastofu í Reykjavík, og
Geir Þorvaldsson, f. 27.8. 1930, d.
9.12. 2004, verkstjóri í Reykjavík.
Þau voru bæði frá Ólafsfirði.
Marteinn
Elí Geirsson
Jón Guðjónsson
bóndi á Melum og Reykjum í Mjóafirði
Guðrún Jóhannsdóttir Grundtvig
húsfreyja í Hringverskoti í Ólafsfirði
Sæmundur Pálmi Jónsson
bóndi í Hringverskoti
Margrét Sæmundsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði, síðar matráðskona og
ráðskona á Blindraheimilinu við Bjarkargötu
Marteinn Elí Ingimarsson
sjómaður í Ólafsfirði, stjúpfaðir Gunnhildar
Sigríður Ingibjörg Marteinsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði
Ingimar Jón Jónsson
sjómaður í Ólafsfirði
Úr frændgarði Marteins Geirssonar
Gunnhildur Viktorsdóttir
húsmóðir í Reykjavík og
vann á saumastofu
Þorbjörnsína Helga Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík, kjörmóðir Geirs
Þorvaldur Jónsson
skrifstofumaður í Reykjavík, kjörfaðir Geirs
Árni Friðfinnsson
bóndi á Hjáleigueyri
Sigríður Þorbjörnsdóttir
húsfreyja á Hjáleigueyri við Reyðarfjörð
Geir Þorvaldsson
verkstjóri í Reykjavík, móðir
Geirs var Laufey Frímannsdóttir
Agnes Jónsdóttir
ljósmóðir á Melum og Reykjum
Út er komin bókin „Birtingaljóðog laust mál“. Eins og segir í
aðfaraorðum er þar að finna sög-
ur frá Birtingaholti í Hruna-
mannahreppi, m.a. er þar fræðileg
úttekt á staðháttum og sagt frá
kórastarfi. Mest fer þó fyrir ljóð-
unum.
Ég nefni hér fyrst til sögunnar
stöku eftir Sigurð Ágústsson,
„Söngsins tár“:
Sá, er lætur söngsins tár
í sálarbikar skína,
geymir fram á elliár
æskugleði sína.
„Heilræði“ er yfirskrift þessarar
stöku:
Láttu sífellt söngsins mál
seytla daga og nætur
inn í þína ungu sál
inn í hjartarætur.
Sigurður var einn á ferð út Ölf-
us með vagnalest:
Hér stendur Kotstrandarkirkja
með kross upp úr þakinu.
Söfnuður hennar sefur
með syndir á bakinu.
Hér er drykkjuvísa, sem hefur
flogið víða og ég lærði í Hvalstöð-
inni fyrir 60 árum rúmum:
Gleði raskast, vantar vín
verður brask að gera,
en ef að taska opnast mín
á þar flaska að vera.
Og svo eru „Gamlar götur“:
Þjóðin hafnar því sem var,
þýðist nýja siði.
Gömlu kirkjugöturnar
gróa nú í friði.
Hér yrkir ræktunarmaðurinn og
bóndinn Sigurður í glampandi sól-
skini:
Ég plægi mitt land og er landnáms-
maður
af lífi og sál, og í hjarta glaður
að finna hve moldin freyðir um plóg-
inn
er fákarnir þramma og leggjast með
bóginn
í klafana mjúka og kasta toppnum.
Hér kýs ég að lifa – undir himninum
opnum.
Það er bjart yfir vísum Ásthild-
ar Sigurðardóttur. Eiginmaður
hennar Guðmundur Ingimarsson
rifjar upp þessa vorvísu því að
„hún var og verður alltaf barn
vorins“:
Vorið öllum veitir þrótt
vorið töfra hefur
vorið kemur vært og rótt
vorið allt umvefur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Blaðað í Birtingaljóðum