Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 2

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sóttvarnayfirvöld ætlast ekki til þess að farsímanotendur losi sig við smit- rakningarappið Rakning C-19 úr sím- unum sínum þrátt fyrir að flest bendi til að kórónuveiran hafi verið upprætt hér innanlands. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir að appið sé enn í notkun en sú virkni þess sem snúi að GPS-smit- rakningu sé ljóslega minni nú þegar faraldurinn er lítill. „Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að appið er ekki aðeins notað í smitrakningu heldur er það einnig mikilvæg upp- lýsingagátt fyrir alla. Í appinu birtast mikilvægar tilkynningar um bólu- setningu. Þar er einnig hægt að kom- ast í samband við netspjall heilsu- gæslunnar o.fl.,“ segir hann í svari til Morgunblaðsins. Hann segir að smitrakning í gegn- um Rakningu C-19 sem nýtir GPS- upplýsingar hafi komið að góðum not- um, en því minni sem útbreiðsla veir- unnar er því minni notkun sé á þess- um eiginleika appsins. Um skeið hefur verið unnið að þró- un nýrrar útgáfu af appinu með upp- færslu sem heimilar ákveðna blue- tooth-tækni. Spurður um þetta segir Kjartan að þróun bluetooth- rakningar sé enn í gangi og langt á veg komin. „Appið er nú í prófunum innanhúss og nú tekur við öryggisprófun og samráð við Persónuvernd. Þróun appsins er ekki talin skipta minna máli vegna þess að faraldurinn hér er ekki stór sem stendur. Örugg rakn- ing með bluetooth-tækni sem tekur fullt tillit til persónuverndar getur án efa komið að góðum notum meðan stór hluti þjóðarinnar er ekki bólu- settur. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvenær appið mun líta dagsins ljós en það verður vonandi bráðlega og verður þá kynnt almenningi,“ segir Kjartan Hreinn. Covid-appið er enn í notkun Morgunblaðið/Eggert Rakning C-19 Appið greinir ferðir einstaklinga við smitrakningu.  Þróun blue- tooth-rakningar er langt á veg komin „Lokatakmarkið er að koma bólu- efnum í fólk og mér sýnist allir vera að leggjast á árarnar um að auka framleiðslugetuna. Það skiptir enda gríðarlegu máli fyrir efnahaginn,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra lýsti því yfir í viðtali við Morgunblaðið í gær að vandi Evrópusam- bandsins við öflun bóluefna væri áhyggjuefni og stjórnvöld skoð- uðu nú aðra kosti í þeim efnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsinga- fundi í gær að hann gæti ekki svarað því hvort bólusetningaráætlun stjórnvalda, sem kveður á um að 190 þúsund manns verði bólusettir fyrir lok júní, gangi eftir miðað við núver- andi gang. Kaup bóluefna eru ekki á borði Lyfjastofnunar en Rúna segir nokkra möguleika fyrir hendi. „Það eru kostir í stöðunni. Spútnik 5 er komið í áfangamat hjá evrópsku lyfjastofnuninni og það er verið að bjóða það víða í Evrópu. Ég hef ekki séð neinar tímalínur með afhend- ingu. Síðan hafa Pfizer og Astra- Zeneca verið að auka framleiðslu- getuna.“ Þá bendir Rúna á að búast megi við að markaðsleyfi Janssen verði samþykkt í næstu viku og í kjölfarið komist það í dreifingu hérlendis. Stefnt sé að því að það verði í apríl. Sem kunnugt er sömdu íslensk stjórnvöld um afhendingu bóluefnis fyrir 235.000 einstaklinga frá Jans- sen og var það stærsti samningurinn sem gerður var. Aðeins þarf að gefa það bóluefni einu sinni. Rúna segir að íslensk stjórnvöld gætu horft til áforma um aukna framleiðslu kjósi þau að semja sjálf um kaup á bóluefni. „Johnson & Johnson og Janssen eiga nú í samn- ingaviðræðum við aðra lyfjafram- leiðendur í Evrópu og Bandaríkjun- um um að fá afnot af framleiðslu- stöðum þeirra. Það flýtir fyrir ferlinu ef þú ferð inn í vottaða fram- leiðslustaði.“ hdm@mbl.is Telur ýmsa kosti í stöð- unni um kaup á bóluefni  Áform um aukna framleiðslu  Spútnik komið í áfangamat Rúna Hauksdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við áttum von á að Hæstirétt- ur staðfesti niðurstöðu áfrýjunar- nefndar sam- keppnismála sem taldi að við værum að vinna á réttum málefnalegum grunni og sam- kvæmt lögum,“ segir Pálmi Vil- hjálmsson, for- stjóri Mjólkur- samsölunnar (MS). Hæstirétt- ur staðfesti í gær dóm héraðsdóms og Landsréttar um að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum í viðskiptum við önnur mjólkursamlög og var fyrirtækinu gert að greiða 480 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Málið hófst í desember 2012 með því að Mjólkurbúið Kú hf. benti Sam- keppniseftirlitinu á að Mjólkursam- salan mismunaði viðskiptavinum með því að selja þeim hrámjólk til vinnslu á mismunandi verði. Fyrirtækið taldi að það væri látið kaupa mjólkina á hærra verði en til dæmis mjólkur- vinnslufyrirtæki á vegum Kaupfélags Skagfirðinga sem stendur að MS. Stjórnvaldssekt hækkuð Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið samkeppnislög og lagði 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MS áfrýjaði málinu til áfrýjunar- nefndar um samkeppnismál. Við þá meðferð lagði MS fram framlegðar- og verkaskiptasamning sem gerður hafði verið við Kaupfélag Skagfirð- inga á árinu 2008. Áfrýjunarnefndin lagði fyrir Samkeppniseftirlitið að rannsaka málið að nýju. Eftirlitið komst að sömu niðurstöðu um brot MS en hækkaði stjórnvaldssekt í 440 milljónir og bætti við 40 milljóna króna sekt vegna brots MS á upplýs- ingaskyldu þar sem umræddur samn- ingur hefði ekki verið lagður fram við rannsóknina. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi síðar úrskurð Samkeppnis- eftirlitsins úr gildi nema hvað sekt vegna brots gegn upplýsingaskyldu var staðfest. Samkeppniseftirlitið vann málið í héraðsdómi og Lands- rétti og nú hefur Hæstiréttur staðfest þá niðurstöðu. Hæstiréttur taldi ekki vafa undir- orpið að MS hefði verið í markaðs- ráðandi stöðu en selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum. Þannig hefði fyrirtækið veikt samkeppnisstöðu keppinauta sinna og með því brotið alvarlega gegn samkeppnislögum. Hæstiréttur staðfesti dóm um stjórnvaldssekt og viðbótarsekt vegna brots fyrirtækis- ins gegn upplýsingaskyldu, samtals 480 milljónir króna. Við ákvörðun sektarfjárhæðar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS hefði verið alvar- legt og staðið lengi yfir. Löngu búið að greiða sektina Spurður um áhrif dóms og sektar á fjárhag Mjólkursamsölunnar bendir Pálmi Vilhjálmsson á að sektin hafi verið greidd á árinu 2018, þegar dóm- ur héraðsdóms var kveðinn upp. Dómurinn hafi ekki áhrif á rekstur fé- lagsins en skerði vissulega eignir þess. Sektargreiðslan muni hvorki leiða til hækkunar á verði mjólkur- vara til neytenda né lækkunar á greiðslum til bænda fyrir innlagða mjólk. Pálmi segir að þegar þetta mál kom upp á sínum tíma hafi verið gerðar breytingar á verðlagningu á mjólk til að koma til móts við sjónarmið sam- keppnisyfirvalda. Eftir mitt ár 2016 hafi síðan skipulaginu verið breytt. Auðhumla, sem er samvinnufélag kúabænda utan Skagafjarðar, hafi tekið við kaupum á mjólk frá bændum og Mjólkursamsalan hafi síðan keypt alla sína mjólk þaðan, eins og aðrir sem vinna mjólkurafurðir. Staðfesti mikilvægi samkeppni Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftir- litinu er haft eftir Páli Gunnari Páls- syni, forstjóra Samkeppniseftirlits- ins, að dómurinn hafi mikla þýðingu fyrir starfsumhverfi í framleiðslu mjólkurafurða og styrki stöðu bænda og neytenda. „Þannig staðfestir dóm- urinn mikilvægi samkeppni á mjólk- urmarkaði,“ er haft eftir Páli. Dómurinn vonbrigði fyrir MS  Hæstiréttur staðfestir dóm um alvarlegt brot MS á samkeppnislögum og 480 milljóna króna sekt  Brutu á keppinautum  Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður komist að annarri niðurstöðu Pálmi Vilhjálmsson Þjóðverjar og Svíar bættust í gær í hóp þeirra aðildarríkja ESB sem leyfa nú að bóluefni Oxford- háskóla og AstraZeneca sé gefið fólki yfir 65 ára aldri. Evrópska lyfjastofnunin veitti bóluefninu markaðsleyfi án skil- yrða í síðasta mánuði, en nokkur aðildarríki sambandsins ákváðu að takmarka notkun þess við fólk undir 65 ára aldri, með vísan til skorts á gögnum um virkni þess í eldri aldurshópum. Fyrir vikið voru margir tregir til að þiggja bóluefni AstraZeneca í viðkom- andi ríkjum. Frakkar og Belgar ákváðu fyrr í vikunni að snúa þeirri ákvörðun við, en rannsóknir benda til þess að bóluefnið verji alla aldurshópa gegn alvarlegu smiti. sgs@mbl.is Þjóðverjar og Svíar veita leyfi ASTRAZENECA Tveir menn lögðu hellur á Háteigsvegi í Reykjavík þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti leið hjá á dögunum. Hellulögn er mikil nákvæmn- isvinna en mennirnir sem hér voru að verki fóru létt með hana. Hlýtt var í veðri, eins og hefur verið í borginni síðustu daga, og er útlit fyrir að svo verði áfram. Ekkert frost er í kortunum í borginni og verður veður í raun milt á landsvísu næstu daga, en spár gera ráð fyrir því að skin og skúrir muni skiptast á um að stjórna veðrinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hellulagt í hlýind- um á Háteigsvegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.